Sameiginleg stefna í stóru málunum?

Það ber að fagna því verði valkostir mjög skýrir fyrir næstu kosningar hver framtíðarsýn flokkanna er á framtíðina.Það er samt ekki nægjanlegt fyrir Samfylkinguna og Vinstri græna að segja,við ætlum að halda áfram eftir kosningar með félagshyggjustjórn. Flokkarnir sleppa ekki svo billega. Þeir verða að boða kjósendum sameiginlega sýn á mörg stærstu málin sem bíða úrlausnar. Hvað með afstöðuna til ESB. Hjá Samfylkingunni hefur það nánast verið trúaratriði að með inngöngu í ESB bjargist allt hjá okkur að ekki sé nú talað um að taka upp Evru.Kjósendur hljóta að krefjast þess að VG og Samfylkingin gefi það alveg skýrt út hver sameiginleg afstaða þeirra er til ESB.

Kjósendur hljóta að krefjast þess að VG og Samfylkingin gefi út sameiginlega yfirlýsingu um afstöðu til áframhaldandi virkjanaframkvæmda á Íslandi.

Kjósendur hljóta að krefjast þess af VG og Samfylkingunni að fá sameiginlega stefnu í niðurskurðaráætlun í ríkisrekstri ásamt afstöðu til skattahækkana.

Að sjálfsögðu þarf að gera einnig sömu kröfu til annarra framboða. Sjálfstæðisflokkurinn verður að leggja spilin á borðið og segja kjósendum frá því hvaða afstöðu flokkurinn hefur til þeirra mála sem hér eru talin upp.

Framsóknarflokkurinn verður að svara þeirri spurningu hvort hann ætli að verða björgunarhringur fyrir VG og Samfylkinguna nái Vinstri flokkarnir tveir ekki meirihluta. Það hlýtur að vera áhugavert fyrir kjósendur að fá að vita hvort atkvæði greitt Framsóknarflokknum sé ávísun á áframhaldandi Vinstri stjórn. Formaður Framsóknarflokksins hefur gefið það mjög skýrt út að hann vilji Vinstri stjórn.Kjósendur hljóta að krefjast þess að það komi skýrt fram hvort flokkurinn mun áfram verja Vinstri stjórnina falli fari svo að VG og Samfylkingin nái ekki meirihluta.

Auðvitað er það af hinu góða ef línur væru mjög skýrar fyrir kosningar.


mbl.is Samfylkingin gangi bundin til kosninga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 828349

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband