Ný framboð eiga ekki möguleika.

Fyrir nokkrum vikum töluðu margir um að algjör endurnýjun yrði næst þegar kosið yrði til Alþingis. Margir spáðu nýjum öflum og að gamli fjórflokkurinn ætti litla semenga möguleika. Nú þegar örfáar vikur eru til kosninga bendir ekkert til þess að ný framboð nái nokkrum hljómgrunni. Framboðin mælast varla í skoðanakönnunum.

Einhver endur nýjun verður á framboðslistum gömlu flokkanna,misjafnlega mikil þó. Það er t.d.alveg með ólíkindum að Kristján Möller skuli ná glæsilegri kosningu í sínu kjördæmi. Var hann ekki á vaktinni í ríkisstjórninni þegar allt hrundi? Merkilegt að Róbert Marshall aðstoðarmaður hans skuli svo ná þriðja sæti.

Vinsældir Jóhönnu Sigurðardóttur eru miklar þrátt fyrir að hún hafi verið á vaktinni í síðustu ríkisstjórn þegar allt hrundi.

Ekki efast ég um að Össur verði kosinn aftur,þrátt fyrir að hann hafi verið á vaktinni í síðustu ríkisstjórn þegar allt hrundi.

Ótrúlegt en satt,sjálfur fyrrverandi bankamálaráðherra,Björgvin,náði örugglega fyrsta sæti Samfylkingar í Suðurkjördæmi,þrátt fyrir að vera yfirmaður bankamála þegar allt hrundi.

Ekki vildi Framsóknarflokkurinn sjá endurnýjun í SV-kjördæmi. Þar var Siv kosinn áfram,þrátt fyrir sinn þátt í fyrri ríkisstjórnum.

Ótrúlegt er það ef Samfylkingin verður sigurvegari kosninganna. Flokkur þar sem engin virðist treysta sér til að veita forystu.


mbl.is Samfylkingin stærst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: þorvaldur Hermannsson

Halló halló,Eru Sjálfstæðismenn ekki búnir að vera á vaktini síðasliðin 18 ár

þorvaldur Hermannsson, 12.3.2009 kl. 21:24

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ég kalla það nú þolanlegt, að þessi Borgarahreyfing sé komin með 2%.

Hvað er hún þá komin með bara í Reykjavík?

Sennlega nóg til þess, að hún hefði flogið inn á þing með 1. þingmann, ef Fjórflokkurinn hefði ekki með vélabrögðum skipt sundur borginni í tvö (!!!) kjördæmi – allt til þess að halda völdum, því að þeir voru og eru svo hræddir greyin.

Sjá nánar hér: Misnotkun fjórflokksins á ríkisfé og kosningalögum til valdaeinokunar.

Jón Valur Jensson, 12.3.2009 kl. 23:53

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Við horfum upp á kunnuglega þróun.

Nákvæmlega jafn mörgum dögum eftir stofnun Íslandshreyfingarinnar 2007 og eftir stofnun Borgarahreyfingarinnar nú mældist Íslandshreyfingin með yfir 5% fylgi og með þrjá þingmenn. Allir vita hvernig það fór. Meðan hreyfingin mældist yfir 5% var stóriðjustjórnin fallin en um leið og fylgið varð 4,8% hurfu þingmennirnir af skjánum, fælingarmáttur 5% þröskuldsins fór að svínvirka og stóriðjustjórnin lafði.

Borgaraflokkurinn mældist með yfir 20% fylgi fyrst eftir stofnun hans og síðan lá leiðin niður á við.

Þjóðvaki mældist líka í svimandi hæð og fór niður fram að kosningum.

Bandalag jafnaðarmanna líka.

Ómar Ragnarsson, 13.3.2009 kl. 00:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband