13.3.2009 | 11:25
Úrslit í prófkjörum Sjálfstæðisflokksins skipta miklu máli.
Úrslit í prófkjörum helgarinnar skipta miklu máli fyrir Sjálfstæðisflokkinn.Það er nauðsynlegt að góðendurnýjun verði á framboðslistunum. Kjósendur vilja sjá ákveðna endurnýjun.Nú er það í höndum stuðningsmanna Sjálfstæðisflokksins hvort það verður staðreynd eða ekki.
Sjálfstæðisflokkurinn á alla möguleika á því að ná sínum fyrri styrk verði um verulega endurnýjun að ræða á framboðslistunum. Á landsfundi í lok mánaðar verður kjörin ný forysta. Á landsfundinum verður einnig mótuð framtíðarstefna flokksins.
Þegar nær dregur kosningum munu kjósendur örugglega gera sér grein fyrir því að það er ekki heppilegt fyrir framtíð þjóðarinnar að kjósa yfir sig vinstri stjórn.
Lítil hreyfing á fylgi flokkanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Sigurður Jónsson
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Eyjafréttir
- Eyjan
- Sjálfstæðisflokkurinn
- Víkurfréttir
- Barnabörnin
- Sveitarfélagið Garður
- Reykjanesblaðið Kemur út hálfsmánaðarlega.
Bloggvinir
- gumson
- nkosi
- addi50
- baldher
- kaffi
- birgitta
- bjarnihardar
- artboy
- gattin
- carlgranz
- diesel
- gagnrynandi
- einarbb
- ellidiv
- eyglohardar
- ea
- fhg
- gesturgudjonsson
- gretarmar
- gudbjorng
- lucas
- dramb
- gylfig
- fosterinn
- smali
- helgi-sigmunds
- helgimar
- helgigunnars
- himmalingur
- hjorturgud
- ibvfan
- jakobk
- johannp
- jonmagnusson
- jonsnae
- kolbrunerin
- ladyelin
- lotta
- liljabolla
- altice
- ludvikludviksson
- maggij
- iceland
- redlion
- rynir
- heidarbaer
- sigurjon
- sv11
- sigurdurkari
- siggith
- steffy
- stebbifr
- eyverjar
- svanurg
- tibsen
- vefritid
- nytthugarfar
- nautabaninn
- hector
- steinig
- thorsteinnhelgi
- iceberg
- tbs
- doddidoddi
- valdivest
- malacai
- annabjorghjartardottir
- launafolk
- bjarnimax
- bookiceland
- eeelle
- gauisig
- elnino
- zumann
- gp
- morgunblogg
- minos
- daliaa
- johannesthor
- stjornun
- jonlindal
- bassinn
- kuldaboli
- kristjan9
- maggiraggi
- odinnth
- omarbjarki
- oskareliasoskarsson
- skari
- siggus10
- siggisig
- steinn33
- valdimarjohannesson
- thjodarheidur
- valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Alveg sammála þér. Ég er að bjóða mig fram í 1.-4. sæti xD í Reykjavík, því ég hef víðtæka þekkingu og reynslu sem ég er tilbúin að miðla.
sjá www.profkjor.is eða www.elinorainga.com
Elinóra Inga Sigurðardóttir, 13.3.2009 kl. 11:31
Það liggur fyrir að það verður lítil endurnýjun á framboðslistum sjálfstæðisflokksins.
Ef hann vill ná fyrri hæðum á hann fyrst eftir að þurfa að ganga í gegnum sama ferli og framsóknarflokkurinn er búinn að ganga í gegnum.
Nú er framsókn búin að endurnýja. Eini flokkurinn sem virðist ætla að gera það, því miður.
Enda sá flokkur sem kemur sterkastur til kosninga. Ef sigur vinnst ekki núna, þá verður það í þarnæstu kosningum. Enda horfum við til framtíðar með langtímahagsmuni að leiðarljósi, ekki þröngsýna skammtímahagsmuni.
Einar Freyr (IP-tala skráð) 14.3.2009 kl. 00:37
Er það virkilegt Sigurður að þú og þínir líkir teljið fólkið í þessu landi almennt vera fífl? Þið hafið reyndar góða ástæðu til þess, það er ekki það, 28% á flokk sem ber nánast alla ábyrgð á ástandinu í landinu ásamt Framsóknar -glæpagenginu ætti náttúrulega ekki og fengi hvergi með siðuðu og upplýstu fólki annað eins fylgi, það er alveg ljóst.
En það er eins og sagt er, að ekki verður feigum forðað og sennilega verður eitthvað af þessu blessaða fólki, sem nú lendir í að flýja land, til að kjósa þetta gersamlega óhæfa eiginhagsmunalið.
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 14.3.2009 kl. 07:05
Já það er lykilatriði í mínum huga að ef menn ætla að öðlast traust og fá einhverja aðra en þá sem ganga um í búningi við komandi flokks til að kjósa þá þarf að eiga sér stað mikil endurnýjun. Þetta á við um alla flokka svo mikið er víst - en svo megum við ekki gleyma að það er stór stór hluti fólks sem kýs bara flokkinn sinn alveg sama hver er í framboði - þetta er þeirra lið og maður styður það út írauðan dauðan, miðað við ástandið eins og það er ættu nú sumir flokkar að fá rassskell en ég er ekkert viss um að svo verði. Það er kjósenda í framoðunum að hleypa nýju fólki að
Íhaldið í mínu kjöredæmi gengur í prófkjör í dag, ég er búin að ákveða hverja ég mun styðja, en ég veit ekkert hvað aðrir gera menn hafa verið að tala um blokkamyndun eins og var hjá Samfylkingunni í kjördæminu viðsjáum hvort svo verður.
Í mínum huga eru allir flokkar á Íslandi á miðjunni og raunverulegt vinstri og hægri dót ekki svo sterkt, íhaldið reyndar lengst til hægri og nokkrir menn þar langt til hægri svo langt íraun að þeir eru eiginlega nálægt því að vera orðnir rauðir á austurevróskan máta, en þessum mönnum fer fækkandi. Númer 1, 2 og 3 þarf að fá heiðarlegt, vinnusamt og skynsamt fólk á þing, flokkalínurnar munu ekki draga okkur á flot heldur hin almenna skynsemi, flokkalínurnar komu okkur að miklu leyti á þann stað þar sem að við erum í dag og ekki erum við ánægð með það er það?
Gísli Foster Hjartarson, 14.3.2009 kl. 08:04
Einu sinni var sagt: Mikil er trú þín kona. Það er þjóðarnauðsyn að losna við flokkinn ykkar úr landstjórninni. Helst næstu áratugina. Græðgi og spilling hefur þrifist ákaflega vel undir styrkri stjórn íhaldsins. Það er mál að linni.
Sigurður Sveinsson, 14.3.2009 kl. 09:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.