Sigurstranglegur framboðslisti Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi.

Ágætis þátttaka var í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. Ég er nokkuð ánægður með hve vel spá mín rættist,sem ég setti fram í byrjun vikunnar.Nöfn sjö efstu voru rétt hjá mér,þótt röð manna hafi ekki verið nákvæmlega eins og ég spáði.

Ragnheiður Elín vann sannfærandi sigur í fyrsta sætið og verður pottþétt góður leiðtogi listans og á alla möguleika á því að verða ráðherra komist Sjálfstæðisflokkurinn í ríkistjórn. Ég botna ekkert í Árna Johnsen að vera að gagnrýna það að ákveðnir forystumenn í kjördæminu hafi lýst yfir stuðningi við Ragnheiði Elínu í forystusætið. Mér finnst Árni Johnsen geta mjög vel unað við það að hafna í öðru sæti. það hefði verið mun vænlegra fyrir hann að segja að hann styddi Ragnheið Elínu sem leiðtoga Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. Kjósendur völdu hana og það er niðurstaða sem ber að virða.

Unnur Brá kemur sterk út,sem þriðja á lisitanum. Hún nýtur trausts og verður örugglega sterkir þingmaður.

Sigurvegari prófkjörsins er Íris Róbertsdóttir. Það er frábært að koma inn í prófkjörið sem óþekkt stærð og ná 4.sætinu.Íris kemur mjög vel fyrir og á eftir að standa sig vel í baráttunni.Ég er alveg sannfærður um að kjósendur í Suðurkjördæmi muni tryggja Írisi öruggt þingsæti.Ég fagna virkilega þessum árangri Írisar.

Auðvitað er það áfall fyrir Kjartan og Björk að ná ekki betri árangri. Það lá í loftinu að fólk vill sjá ákveðnar breytingar. Hvorki Björk eða KJartan hafa náð að láta að sér kveða á Alþingi á þann hátt að eftir væri tekið.Spurning hvað þau gera í að taka þessi sæti.

Ég hélt að Grímur Gíslason myndi ná betri árangri,en hann hafnaði í 7.sæti. Spurning hvað gerist ef Björk og Kjartan taka ekki sæti. Verður Grímur þá færður upp?

Sigur kvenna er glæsilegur í þessu kjördæmi. Verulega góðar líkur eru á því að þessi forysta Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi eigi eftir að ná verulega góðum árangri í kosningunum 25.apríl n.k.


mbl.is Ragnheiður Elín efst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 4
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 828299

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband