Skrítið að velja ekki Lúðvík,bæjarstjóra í fyrsta sætið.Núverandi og fyrrverandi Umhverfisráðherrar fá skell.

Furðulegt hjá Samfylkingarfólki í Kraganum að velja ekki Lúðvík bæjarstjóra í Hafnarfirði til forystu. Lúðvík hefur sannað það að hann er gífurlega öflugur leiðtogi og Hafnarfjörður er eitt sterkasta vígi Samfylkingarinnar. Þessi niðurstaða á örugglega eftir að bitna á fylgi flokksins í komandi kosningum.

Athyglisvert er hversu núverandi og fyrrverandi Umhverfisráðherrum gekk í prófkjörunum. Báðar fá skell,þær Þórunn og Kolbrún.

Meira að segja stuðningmenn Samfylkingar og Vinstri grænna eru sýnilega óánægðir með afturhaldssemi og þröngsýni sem þær báðar hafa sýnt í störfum sínum sem Umhverfisráðherrar.Kjósendur hafa með atkvæðum sínum í prófkjörum þessara flokka gjörsamlega hafnað jafn öfgafullum málstað og Þórunn og Kolbrún standa fyrir. Hlýtur að vera umhugsunarefni fyrir Samfylkingu og Vinstri græna.


mbl.is Talningin í samræmi við lög
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ekkert skrýtið við það hvernig gekk hjá Þórunni, Ástu Ragnheiði og Kolbrúnu. Sem betur fer eru ekki allir kjósendur xS og xV blindir og/eða heimskir. Þær eru bara allsendir óhæfar allar þrjár. Fólk hefur áttað sig á því og þess vegna eru þær ekki kosnar. Sem betur fer.

sleggjudómarinn (IP-tala skráð) 15.3.2009 kl. 22:42

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

"Öfgafulli málstaðurinn" felst í því að reyna að vernda eitt af fimm virkjanasvæðum á Hellisheiði.

"Öfgafulli málstaðurinn" felst í því að reyna að vernda eitt af fjórum virkjansvæðum fyrir norðan og austan Mývatn og skrifa ekki undir samninga sem á endanum gætu orðið til þess að virkja þyrfti þau jökulfljót öll á Miðnorðurlandi sem óvirkjuð eru fyrir aðeins eitt risafyrirtæki.

Í augum margra er Lúðvík Geirsson með réttu eða röngu tákngervingur fyrir þá sem vilja sem stærst og flest álver á Reykjanesskaga þótt það kosti að virkja svo kappsamlega allan jarðvarma hans að hann verði uppurinn eftir fimmtíu ár og barnabörn okkar þurfi þá að standa andspænis kulnandi svæðum og spyrja: Hvar eigum við að finna 1000 megavött í staðinn?

Var útkoman þá ekki vantraust á álversþjónkun þess hluta Samfylkingarinnar í Hafnarfirði sem vill sem mesta stóriðju?

Ómar Ragnarsson, 15.3.2009 kl. 23:44

3 Smámynd: Helgi Már Bjarnason

Það á nú eftir að koma í ljós.  Skrítið þetta með þessi 160 atkvæði sem átti eftir að telja.   Það breytir tæpast niðurstöðunni.

Enn annars er ég ánægður með skrif þín Sigurður.  Ég reyni að fylgjast með skrifum þínum.  Þau eru greinilega skrifuð af þekkingu og af ábyrgð.

kv,

Helgi m'ar

Helgi Már Bjarnason, 16.3.2009 kl. 15:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband