Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík.Hlutur kvenna allt of rýr.

Úrslitin í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík koma á óvart. Einnig kemur dræm þátttaka í prófkjörinu á óvart.

Illugi Gunnarsson sograði eins og flest benti til.Málflutningur Illuga er þannig fram settur að hann nær til almennings. Illugi á örugglega eftir að vera mjög sterkur leiðtogi í kosningabaráttunni. Varnarsigur Guðlaugs Þórs er athyglisverður.Hann má vel við una að hafa náð öðru sæti eftir allt sem hann hefur staðið í. Flott að P'etur Blöndal skyldi fá góða kosningu. En hvað svo?

Það kom virkilega á óvart hversu lítil endurnýjun kemur til með að verða á framboðslistunum. Maður bjóst við því að kjósendur myndu nú gefa nýju fólki tækifæri,en svo er ekki. Það virðist nánast útilokað fyrir flesta nýja frambjóðendur að ná efri sætunum.

Mikil vonbrigði eru einnig að konur skulu ekki ná betri útkomu en raun ber vitni. Nú er það vitað að Jóhanna mun leiða lista Samfylkingar,þannig að Sjálfstæðisflokkurinn hefði virkilega þurft á því að halda að auka veg kvenna í forystusætunum. Einnig tefla Vinstri grænir fram mjög frambærilegum konum í forystu á sínum framboðslistum. Það er því með öllu óskiljanlegt að Sjálfstæðismenn í Reykjavík skuli gjörsamlega sniðganga konur í efstu sætin. Fjöldi var af mjög frambærilegum konum á prófkjörslista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.

Það er mikill mundur að sjá útkomu kvenna í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi,þar sem konur ná glæsilegum árangri.

Ég er mjög undrandi á niðurstöðunni í Reykjavík. Kjósendur Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík eiga að vita að vel  er hægt að treysta konum til forystu eins og dæmið sannar svo vel hvað varðar Hönnu Birnu borgarstjóra.

Miðað við dræma þátttöku og rýran hlut kvenna í efstu sætum þarf Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík að bretta hressilega upp ermum eigi úrslit í Reykjavík að verða flokknum hagstæð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Sigurður, sæll. Mér hefur nú ekki sýnzt Illugi hafa þurft að vera með neitt mikinn "málflutning" – hvar eru allar hans blaðagreinar, og hvar var hann að koma fram í fjölmiðlum nýlega? Er það ekki bara svo, að hann hefur valið sömu þagnaraðferðina og Geir Haarde löngum á sínum stjórnarferli og fengið bara nokkuð hagstætt fylgi út á það, rétt eins og það vei mest traust að segja sem minnst? Valdi ekki Bjarni ungi Ben. sömu auðveldu aðferðina?

Og svo þarf ekkert að vera að spá í "lítinn hlut kvenna", hann er mismikill eftir ýmsu á ýmsum stöðum landsins og hefur aukizt almennt í þessum prófkjörum, eins og ég bendi á í þessari grein minni. Réttara væri að kanna of lítinn hlut föðurlandsvina, andstæðinga Evrópubandalags-innlimunar, sbr. að EBé-menn leggja undir sig þrjú efstu sæti Sjálfstæðisflokksins í Kraganum og toppsætin tvö í Reykjavík. Hvílíkt ástand á sjálfstæðisflokki!

Jón Valur Jensson, 16.3.2009 kl. 00:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband