16.3.2009 | 22:39
Gott innlegg frambjóðanda Sjálfstæðisflokksins.
Það var gaman að hlusta á Tryggva Þór Herbertsson,hagfræðing og frambjóðanda Sjálfstæðisflokksins í Kastljósþætti kvöldsins. Það var gaman að heyra hyann rökstyðja hversu nauðsynlegt það væri að grípa strax til aðgerða til bjargar heimilum landsins. Það þyrfti róttækar aðgerðir til að koma hjólunum til að snúast.
Þessar hugmyndir um niðurfellingu skulda eru í samræmi við þær hugmyndir sem Sigmundur Davíð formaður Framasóknarflokksins hefur sett fram.Viðbrögð VG og Samfylkingar eru alveg í samræmi við það sem vinstri menn vilja alltaf. Skoða á hvert einstak tilfelli og síðan á væntanlega að taka um það pólitíska ákvörðun hvort ástæða er til að hjálpa eða ekki. Tryggvi Þór benti réttilega á að það myndi taka mörg ár að fara á þann hátt yfir málin,ef skoða ætti og fara yfir stöðu hvers og eins.
Það hefur verið talað um nauðsynlegar aðgerðir til hjálpar heimilanna og það strax.Það var því ánægjulegt að heyra málflutning Tryggva Þórs frambjóðenda Sjálfstæðisflokksins.
Nú hljóta menn sem harðast hafa barist fyrir kröfunni um aðgerðir strax til hjálpar heimilum landsins að lýsa yfir stuðningi við hugmyndir Tryggva Þórs. Það eru svona hugmyndir sem þurfa að verða að veruleika.
Tryggvi Þór: 20% af skuldum heimilanna verði felldar niður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Sigurður Jónsson
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Eyjafréttir
- Eyjan
- Sjálfstæðisflokkurinn
- Víkurfréttir
- Barnabörnin
- Sveitarfélagið Garður
- Reykjanesblaðið Kemur út hálfsmánaðarlega.
Bloggvinir
- gumson
- nkosi
- addi50
- baldher
- kaffi
- birgitta
- bjarnihardar
- artboy
- gattin
- carlgranz
- diesel
- gagnrynandi
- einarbb
- ellidiv
- eyglohardar
- ea
- fhg
- gesturgudjonsson
- gretarmar
- gudbjorng
- lucas
- dramb
- gylfig
- fosterinn
- smali
- helgi-sigmunds
- helgimar
- helgigunnars
- himmalingur
- hjorturgud
- ibvfan
- jakobk
- johannp
- jonmagnusson
- jonsnae
- kolbrunerin
- ladyelin
- lotta
- liljabolla
- altice
- ludvikludviksson
- maggij
- iceland
- redlion
- rynir
- heidarbaer
- sigurjon
- sv11
- sigurdurkari
- siggith
- steffy
- stebbifr
- eyverjar
- svanurg
- tibsen
- vefritid
- nytthugarfar
- nautabaninn
- hector
- steinig
- thorsteinnhelgi
- iceberg
- tbs
- doddidoddi
- valdivest
- malacai
- annabjorghjartardottir
- launafolk
- bjarnimax
- bookiceland
- eeelle
- gauisig
- elnino
- zumann
- gp
- morgunblogg
- minos
- daliaa
- johannesthor
- stjornun
- jonlindal
- bassinn
- kuldaboli
- kristjan9
- maggiraggi
- odinnth
- omarbjarki
- oskareliasoskarsson
- skari
- siggus10
- siggisig
- steinn33
- valdimarjohannesson
- thjodarheidur
- valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Óflokksbundið, hann var bara stórkostlegur. Fannst honum ekki gefast nægur tími þó þar sem andstæðingurinn hálf kaffærði hann að mínum dómi með ' löngum´ orðum.
EE elle (IP-tala skráð) 17.3.2009 kl. 00:59
Það eru svona hugmyndir sem minna á skýjaborgir Madoffs, sem var leiddur út í handjárnum á Manhattan á dögunum, eftir að hafa "hjálpað" öllum helstu vinum sínum
-að verða gjaldþrota...
Hildur Helga Sigurðardóttir, 17.3.2009 kl. 07:49
Já það má alveg gefa Tryggva Þór prik fyrir þetta innlegg sitt í þessa umræðu. Hann rökstuddi þetta mál sitt mjög vel og það var ekki hrakið það sem hann sagði hvorki af þáttastjórnandanum eða .eim sem með honum var í þættinum.
Þetta þarf því að skoða af fullri alvöru nú þegar.
Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 17.3.2009 kl. 09:25
Tryggvi Þór Herbertsson er holdgervingur spillingarinnar á íslandi, alveg ótrúlegt að sjálfstæðismenn i Norðausturkjördæmi hafi kosið mann sem að fannst eðlilegt að hann hagnaðist um hundruð milljóna ef vel gengi en ef tap yrði félli það á eignarhaldsfélagið.
Þetta sýnir best hvað sjálfstæðisflokkurinn er orðin rotinn og ógeðfelld stofnun.
Hvað þetta viðtal snertir fannst mér Tryggvi líta út eins og kjáni þarna.
Ingólfur (IP-tala skráð) 17.3.2009 kl. 09:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.