Er stjórn HB Granda ekki í sambandi ?

Það er hreint ótrúlegt að stjórn HB Granda skuli virkilega detta í hug að hægt sé að greiða 8% arð til eigendanna,þegar launþegar hafa samþykkt að fresta sínum launahækkunum. Það hefur komið fram að arðgreiðslurnar nægja til að greiða starfsfólki Granda umsamda kauphækkun í 8 ár.

Það sjá það allir að þetta útspil stjórnar Granda gerir ekkert annað en skvetta olíu á eldinn. Gat þeim virkilega dottið í hug að launþegar gætu tekið þessum fréttum um arðgreiðslur þegjandi.Ef svo er þá er stjórnin ekki í nokkru sambandi við raunveruleikann.

Þetta er svo útúr kortinu hjá stjórn HB Granda að maður hreinlega á ekki orð. Það getur ekki gengið að það sé eingöngu almenningur sem eigi að taka á sig allt tjónið.

Stjórn HB Granda verður að afturkalla þessa ákvörðun sína eða hækka laun sinn starfsmanna um það sem gert er ráð fyrir í samningum núna strax.


mbl.is Launamálin endurmetin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það vantar peninga í hvalaævintýri Kristjáns Loftssonar. Þar auki er spurning um sjáanlega peninga til að standa undir þyrlurekstri Ólafs Ólafssonar.

Jón Tynes (IP-tala skráð) 17.3.2009 kl. 11:19

2 identicon

Þeir hljóta að hækka laun starfsfólksins strax, annað er ekki forsvaranlegt. Þetta finnst mér alveg ekta spilling. Fyrst á að borga þeim sem skapa auðinn svo má borga eigendum einhven arð. Ég hélt bara að fjárhagsstaða sjávarútvegsfyrirtækja væri það slæm að allar arðgreiðslur þyrftu að bíða.

Ína (IP-tala skráð) 17.3.2009 kl. 16:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband