Er brýnasta verkefnið núna að eyða 2 milljörðumí stjórnlagaþing?

Alveg er það ótrúlegt að fylgjast með Vinstri stjórninni. Aðaláherslan er nú lögð á að koma í gegn lögum um stjórnlagaþing,eins og það sé nauðsynlegasta verkefni þjóðarinnar í dag. Fyrir liggur að kostnaður getur numið allt að 2 milljörðum króna. Er þetta nú brýnasta verkefnið sem þjóðin stendur frammi fyrir í dag?

Væri nú ekki mun nær fyrir Alþingi og ríkisstjórn að ræða eingöngu um til hvaða ráðstafana væri hægt að grípa til að koma atvinnulífinu og bankakerfinu á fullt skrið,jafnframt því að finna raunhæfar leiðir til lausnar vanda heimilanna. Vonandi hefur Vinstri stjórnin heyrt að það eru nú rúmlega 17 þúsund atvinnulausir.

Stjórnlagaþing og endurskoðun stjórnarskrár er eflaust hið besta mál,en fáránlegt er nú á þessum tímum að ætla að eyða allt að 2 milljörðum í eitt báknið enn.Þetta er svipuð upphæð og talið er að þurfi að skera niður í heilbrigðisþjónustunni. Það er undarleg forgangsröðun hjá Vinstri stjórninni að vilja frekar stjórnlagaþing heldur en góða heilbrigðisþjónustu.

Er nú ekki komin tími fyrir kjósendur að velta fyrir sér hvort það sé það besta fyrir þjóðina að fá áframhaldandi stjórn Vinstri manna.


mbl.is Tekist á um stjórnlagaþing
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er Alveg rétt hjá þér að fregar æti að taka þessa fjármuni í að reina að skapa atvinnu en það sem vandamálið er að skapar starfgrundvöll fyrir þá sem eru atvinulaus og það er ekki alltaf gert með fjármunum (Það er líka bara til samstíma Kárahnúkar).

Og eitthvað það mikilvæga er að styrkja og bæta það lýðrði sem er hér á landi og þess vgena er þetta góð leið og í rétta át.

Sigurður Óskar Óskarsson (IP-tala skráð) 17.3.2009 kl. 17:39

2 identicon

Sæll.

Góður punktur. Ég vil sleppa þessu blessaða stjórnlagaþingi, það má mín vegna halda eftir nokkur ár.

Svo er einnig lag að spara annars staðar. Hægt er að fækka þingmönnum allverulega. Ég vil hafa þá ca. 23. Við erum með fimm sinnum fleiri þingmenn m.v. Norðurlandaþjóðirnar.  Norðmenn eru um 4,7 milljónir en hafa 169 þingmenn, á bak við hvern þingmann þar eru því um 27800 íbúar. Finnar eru um 5,3 milljónir og á finnska þinginu sitja 200 þingmenn, á bak við hvern þingmann eru því um 26500 íbúar. Fleiri dæmi má nefna.

Ef við fækkum þingmönnum um ca. 40 sparast hundruðir milljóna á ári. Ég sá tölur frá 2007 þar sem fram kom að meðallaun þingmann þá voru um 600 þúsund kr. á mánuði. Ofan á þá fjárhæð leggjast svo launatengd gjöld, kostnaður við skrifstofu, síma og margt fleira. Ég held að það væri auðveldlega hægt að spara langt í 300 milljónir á ári með því að fækka þeim og hafa 23 í stað 63. Þeir eru hvort sem er bara framapotarar sem hafa sýnt það undanfarið að þeir ráða ekki við starf sitt.

Hvað framleiða þingmenn? Auðvelt er að benda á það gagn sem hjúkrunarfræðingar, kennarar og flugumferðastjórar gera. Það er ekki jafn auðvelt með þingmenn. Við komumst í það minnsta af með snöggtum færri en við höfum í dag!!

Það sorglega er að ég heyri engann nefna þetta. Hvað ætli sé hægt að skapa mörg störf fyrir venjulegt fólk fyrir 300 milljónir á ári?

Jón (IP-tala skráð) 17.3.2009 kl. 22:05

3 identicon

Stjórnlagaþing er eitt mikilvægasta málið í dag.
Það verður að tryggja að valdasjúkir og spilltir stjórnmálamenn geti ekki haldið þjóðinni í gíslingu eins og gerst hefur síðustu ár.
Stjórnmálaflokkarnir hafa ekkert með stjórnarskrána að gera.
Stjórnmálaflokkur er eins og hvert annað félag sem berst fyrir ákveðnum hagsmunum eins og t.d. íþróttafélög, skákklúbbar, hundavinafélög etc. 
Stjórnlagaþing á að tryggja að hagsmunir þjóðarinnar séu settir í öndvegi en á ekki að vera hagsmunagæsla fyrir spillt stjórnmálaöfl.

Jón (IP-tala skráð) 17.3.2009 kl. 23:09

4 identicon

Við verðum að fá stjórnlagaþing. Gamla stjórnarskráin er ónýtt plagg , eldgömul og barn sína tíma. Með stjórnlagaþingi fengi þjóðin von um að betri tímar fari í hönd. Það sem skeði í haust var svo hræðilegt að fólk treystir engu og engum lengur. Þjóðfélagið er fullt af tortryggni og reiði út í þá sem áttu að passa upp á þjóðina og að allt væri í lagi hjá okkur. Þeir sváfu á verðinum.

Fólk er kvíðið, það sefur illa, veit ekki hvað tekur við. Atvinnuleysi og framtíðarþoka er raunveruleikinn í dag. Von kveikir ljós í sálum fólks, stjórnlagaþingið mun lýsa upp vonina um betra og réttlátara þjóðfélag. Það er það sem Íslendingar þurfa núna á þessum myrku tímum.

Ína (IP-tala skráð) 18.3.2009 kl. 01:15

5 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Það er greinilegt að ríkisstjórnin veit ekki hvað á að gera við peningana sem ekki eru til.  Ögmundur verður trúlega að skera enn meira niður í heilbrigðiskerfinu og Katrín í menntakerfinu.  Það þarf nefnilega stjórnlagaþing, það er svo flott.  Svo má ekki gleyma 13 milljörðunum í tónlistarhús, svo eitthvað sé nefnt.

Nei,!! hér kemur það !!  Prentsmiðja Morgunblaðsins.  Látum prentsmiðju Morgunblaðsins prenta fyrir okkur glás af fimm þúsund króna seðlum, það gæti bjargað málunum.

Hvað stjórnlagaþing varðar, þá væri vissulega gott að endurskoða stjórnarskránna.  En ég er ekki viss um að þjóðarsálin sé tilbúin í þá umfjöllun akkúrat núna.  Við fólkið í landinu erum ekki í stakk búin til að fara ofan í þau mál sem þar þarf að ræða.  Ég tel að þjóðfélagið þurfi að vera í meira jafnvægi til þess.  Það er allavega mín skoðun !!!

Bestu kveðjur,

Tómas Ibsen Halldórsson, 18.3.2009 kl. 01:43

6 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

Spyrjið ykkur frekar af hverju í ósköpunum Stjórnlagaþing kosti 2 milljarða? Reyndar sagt allt að 2 milljarða sem er frekar loðið. En grundvallarspurningin er hvers lags verðlag er þetta á þingið. Það ætti að skapast þjóðar- og þingsátt um ódýrt Stjórnlagaþing á þessum tímum.

Páll Geir Bjarnason, 18.3.2009 kl. 02:57

7 identicon

Svarið er já. Stjórnlagaþingið er mikilvægasta verkefnið í dag.

Bjarki (IP-tala skráð) 18.3.2009 kl. 08:42

8 Smámynd: Alexandra Briem

at the risk of sounding glib...

Er það brýnasta verkefnið núna að eyða 2 milljörðum í stjórnlagaþing?

Já, klárlega.

Ok, vonandi komumst við upp með að eyða minna en það, en þetta er bráðnauðsynlegt mál, og brýnt að drífa það í gegn meðan fólk er ennþá tilbúið að íhuga alvöru breytingar.

Það er klárt að viss öfl í þjóðfélaginu vilja kæfa þessa hugmynd, eða draga úr henni tennurnar þannig að ekkert gerist fyrr en eldimóðurinn er úr mönnum og engar raunverulegar breytingar verða.

Við sem viljum völdin í landinu út úr flokksskrifstofunum sættum okkur ekki við að þessu verði slegið á frest þartil það gleymist.

Alexandra Briem, 18.3.2009 kl. 09:16

9 identicon

ég hef fulla trú á að ef við bara bönnum sjálfstæðisflokkinn í nokkra mannsaldra sé engin nauðsyn á stjórnlagaþingi,og þar sparast líka óþarfa þingmenn fyrir utan að fjármunum yrði örugglega betur ráðstafað um ókomna tíð.

zappa (IP-tala skráð) 18.3.2009 kl. 10:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 828345

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband