Davíð vildi lækka meira.

Hreint stórkostlegt að það skuli eiga að lækka vexti um heilt 1%. Hver er breytingin frá því Davíð stjórnaði Seðlabankanum? Er ekki verið að reka sömu stefnuna? Meiraað segja lá það nú fyrir að Davíðti  og félagar vildu lækka stýrivexti meira en voru stoppaðir af Alþjóðagjaldeyrissjóðnum.

Vextir voru komnir niður í 12%þegar Alþjóðasjóðurinn skipaði að hækka í 18%.

Það þurfti að reka Davíð og félaga,ráða erlendan aðila,skipa heila peningamálastefnunefnd til að gera ekki neitt heldur halda áfram sömu hávaxtasrefnunni og áður.

Vegna þessarar fáránlegu stefnu kemst atvinnulífið ekki í gang. Bankarnir geta ekki sinnt sínu hlutverki.Heimilin ráða ekki við háu vextina.

Það liggur fyrir að verðbólgan er á niðurleið, þannig að það er óskiljanlegt að vextir skuli ekki lækka.Besta leiðin til bjargar atvinnulífinu og heimilum er veruleg lækkun stýrivaxta.

Hvernig ætlar Jóhanna að rökstyðja nauðsyn þess að láta Davíð fara ef ekkert breytist í Seðlabankanum?

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


mbl.is „Ótrúlega lítil lækkun"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ertu sannfærður um það Sigurður að Davíð hefði tekið öðruvísi á þessum stýrivöxtum.Það er um að gera að koma Davíð Oddsyni úr huga sér sem fyrst Sigurður,um leið og það tekst há þér að þá er hægt að fara að hugsa,þetta segja mér gamlir félagar í Sjálfstæðisflokknum,enda eru þeir breyttir og allt aðrir menn í dag.Þeir kalla dagana í dag .Dagarnir eftir Davíð.(Númi hefir aldrei verið kenndur við sjálfstæðisflokkinn.)

Númi (IP-tala skráð) 19.3.2009 kl. 16:00

2 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Þetta er alveg fáránlega lítil lækkun, flesti bjuggust við að stýrivextir færu í 8% en 1% skiptir engu máli.

Jakob Falur Kristinsson, 19.3.2009 kl. 16:03

3 identicon

Skemmtilegir Davíðs taktar í þér byrtir bara á síðu þinni sem þér hentar og jáurum þínum.

Númi (IP-tala skráð) 19.3.2009 kl. 16:45

4 identicon

Sæll,bara að þakka fyrir bréfið okkur fanst það hrein snild,mál til komið að láta þitt viðhorf heyrast.Kveðjur látið endilega heyra í ykkur.

Gunna Sigga

Gunna Sigga (IP-tala skráð) 19.3.2009 kl. 17:29

5 Smámynd: G. Valdimar Valdemarsson

Er ekki stýrivaxtalækkunin svona lítil vegna þess að Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn hefur áhyggjur af stjórnarfarinu og sér að núverandi ríkisstjórn á það sameiginlegt með þeirri fyrr að vera ákvörðunarfælin.  Annað sem vert er að vekja athygli á er að samnefnari ráðleysisstjórnanna er Samfylkingin.

G. Valdimar Valdemarsson, 19.3.2009 kl. 22:43

6 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Eins og Breta mundu segja. "Be careful what you wish for, it may come true" !

Andri Geir Arinbjarnarson, 20.3.2009 kl. 07:58

7 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Þessi ríkisstjórn er gjörningur Framsóknar fyrst og fremst. Eins konar Frankenstein.

Hjörtur J. Guðmundsson, 20.3.2009 kl. 08:49

8 Smámynd: Kristján P. Gudmundsson

Vinstri mönnum hafa oft verið mislagðar hendur í fjármálastjórn. og ég óttast, að það verði engin breyting þar á, þótt norskur krati hafi sest í stól Davíðs og einhver nefndarómynd kosin til að móta stefnu peningamála til framtíðar ? Það kom mér þó dálítið á óvart, hvað eftirtekjan er rýr og nánast aumingjaleg. Er hugsanlegt, að IMF (AGS) hafi bæði heilaga Jóhönnu og Steingrím J. Sigfússon eins og hunda í bandi ? Þetta er allt mjög grunsamlegt, finnst mér. Mér er til efs, að hræðslubandalag ,Samfó og VG, haldi langt framyfir kosningar?

Með kveðju, KPG.

Kristján P. Gudmundsson, 20.3.2009 kl. 09:20

9 Smámynd: Árni Gunnarsson

Af hverju var Davíð ekki búinn að þessu? Hann var nú ekki allan tímann undir hæl AGS. Mín skoðun er nú sú að hvorki Davíð né nýi Seðlabankastjórinn hafi látið einskæra mannvonsku stjórna gerðum sínum.

En bráðum verður Sjálfstæðisflokkurinn lítill flokkssnáði sem enginn tekur mark á. Það er fyrir mestu og fyrir það getum við þakkað og gengið glöð inn í vorið.

Árni Gunnarsson, 20.3.2009 kl. 09:52

10 Smámynd: Brynjólfur Þorvarðsson

Ætli þeir hafi ekki mætt sama vegg - IMF. Davíð og kó vildu lækka vexti um 3% en máttu ekki. Hver veit hvað núverandi stjórnendur hafa viljað, víst er að lækkunin er aðeins framkvæmd með samþykki IMF.

Munurinn á Davíð og núverandi Seðlabankastjóra er að IMF hlustaði ekki á Davíð og hans lækkunarhugmyndir. Enda var Davíð því miður löngu kominn fram yfir síðasta söludag.

Brynjólfur Þorvarðsson, 20.3.2009 kl. 14:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 828262

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband