Veit einhver hver stefna Vinstri grænna og Samfylkingar verður í ríkisstjórn?

Alveg er það hreint stórkostlegt að heyra forystumenn VG og Samfylkingar lýsa því yfir að þeir vilji endilega halda stjórnarsamstarfinu áfram eftir kosningar. Svo er spurt, viljið þið þá ekki gefa út yfirlýsingu um að þið gangið bundin til kosninga. Þá kemur hik á mannskapinn. Ja, það er nú kannski ekki tímabær á þessu stigi málsins o.s.frv. Sem sagt týpísk loðin svör. Það er reyndar eðlilegt því þessir flokkar munu aldrei geta gefið út sameiginlega stefnuskrá í mörgum stórum málaflokkum.Hvernig haldið þið að sameiginleg stefna þeirra gæti litið út gagnvart  aðild að ESB.

Hvernig gæti sameiginleg stefna þeirra litið út í landbúnaðarmálum?

Hvernig gæti sameiginleg stefna þeirra litið út gagnvart afstöðunni til þess að fara í frekari virjunaframkvæmdir of afstöðunnar til stóriðju.

Vinstri grænir og Samfylkingin munu ekki geta komið sér saman um sameiginlega stefnu í mörgum stórum málum. Þessir flokkar mega ekki komast upp með loðin svör um að þeir stefni að áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarfi en neiti svo að gefa það upp hvernig þeirra sameiginlega stefna sé til stóru málanna.

Það eina sem maður veit að VGog Vinstri grænir g eta komið sér saman um eru skattahækkanir og aukið ríkisbákn.

 

 


mbl.is Samfylking og VG með samtals 55,8% - 38 þingmenn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gústaf Níelsson

Ég geri nú ekki ráð fyrir þvi að þessar verði niðurstöðutölur kosninga í vor, en hitt er augljóst að vandséð er um hvaða málefni Vg og Sf ætla að mynda ríkisstjórn. Hvort sem litið er til atvinnumála eða Evrópumála er gjá á milli flokkanna, en þeir hafa aðeins náð samstöðu um að brjóta á mannréttindum og atvinnréttindum einstaklinga sbr. bann við nektardansi, eins og að slíkur dans sé undirrót ógæfu Íslands. Úrræðalausir flokkar lýðskrumara eru í reynd þjóðhættulegir og ágætt er að hafa í huga að þeir hafa stundum komist til valda í lögmætum kosningum, eins og nazistar í Þýskalandi og kommúnistar í Tékkóslóvakíu. Vonandi verða næstu kosningar ekki síðustu frjálsu kosningar um langa hríð á Íslandi.

Gústaf Níelsson, 20.3.2009 kl. 15:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband