VG neitar stjórnarsamstarfi við Sjálfstæðisflokkinn. Hvað gera Samfylking og Framsókn.

Nú er það komið á hreint eftir samþykkt landsfundar Vinstri grænna að flokkurinn ætlar ekki í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum hvernig svo sem úrslit kosninganna verða. Þeir hafa gefið út skilyrðislausa yfirlýsingu,sem ekkert verður misskilin. Í sjálfu sér kemur þessi samþykkt ekkert á óvart eftir yfirlýsingar Steingríms J.formanns VG. Hann segir að VG og Samfylkingin þurfi ekkert að vera að segja kjósendum í hverju þeirra samkomulag um stjórnarmyndun felist.Það þurfi að semja um það eftir kosningar. Fyrr komi kjósendum það ekkert við.

Fróðlegt verður einnig að sjá hvort Samfylkingin ætlar að gefa út yfirlýsingu um að það komi ekki til greina að fara í stjórnarsamstarf með Sjálfstæðisflokknum.

Ætlar Framsóknarflokkurinn einnig að gefa út slíka yfirlýsingu.??

Út af fyrir sig er ekkert við það að athuga að þessir flokkar gefi það út fyrir kosningar að þeir ætli að mynda ríkisstjórn eftir kosningar fái þeir atkvæðamagn til þess. En geri þeir það ber þeim skyld til að uplýsa kjósendur um það fyrir kosningar hvað stjórnarsáttmálin innihaldi.

Kjósendur verða að fá að vita hvernig þeir sjái sameiginlega framtíðina og til hvaða aðgerða þeir ætli að grípa.

Sjálfstæðisflokkurinn mun leggja sína framtíðarsín og áherslur fram að afloknum landsfundi um næstu helgi.

Reyndar hvarlar ekki að mér að þessir þrír svokölluðu vinstri flokkar komi sér saman um stefnu í stóru málunum og leggi hana sameiginlega fyrir kjósendur í lok apríl.En kjósendur mega ekki láta Vinstri græna,Samfylkinguna og Framsóknarflokkinn komast upp með það að ætla ekkert að upplýsa kjósendur nema setja fram eitthvað innihaldslaust snakk.


mbl.is VG bundin - á móti Sjálfstæðisflokknum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ægir Óskar Hallgrímsson

Þetta er svo óábyrg yfirlýsing að hálfa væri nóg, hvernig geta svona samtök útilokað einn flokk eftir næstu kosningar, Samfylking er búinn að gefa þetta út einnig, allavega Össur snillingur, bara skil ekki svona pólítík, þetta pakk er ekkert að hugsa um þjóðarhagsmuni, eiginhagsmunapésar og ekkert annað.

Ægir Óskar Hallgrímsson, 22.3.2009 kl. 21:54

2 identicon

Ég skil ekki að nokkur hafi áhuga á að vinna með spilltasta flokki sögunnar.

Það ætti frekar að leggja þennan flokk niður með lögum.

Ég er auðvitað að skrifa um spillingarflokkinn sjálfstæðisflokkinn og ég held að þú stiðjir hann ekki heldur kæri Sigurður.

Skallagrímur (IP-tala skráð) 22.3.2009 kl. 21:56

3 identicon

Það væri óskandi að aðrir flokkar gerðu slíkt hið sama. Með því móti væri hægt að halda eiginhagsmunagæslunni frá völdum. Málefnin sem Vg leggja fram eru ærin og þú gætir kynnt þér þau í stað þess að bíða eftir skipuninni frá Valhöll.... Sjálfstæðismenn hafa ævilega predikað mikinn hræðsluáróður gegn vinstri stjórnum og m.a. fullyrt að efnahagurinn myndi hrynja, atvinnuleysi aukast og fyritæki myndu verða gjaldþrota. Stefna sjálfstæðisflokksins hefur nú valdið öllu þessu þannig að það er ekki óeðlileg krafa um að stefna sjálfstæðismanna verði grilluð í grillveislu hjá Hannesi Hólmsteini.

Ásmundur Einar Daðason (IP-tala skráð) 22.3.2009 kl. 22:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband