Landsfundur Sjálftsæðisflokksins. Rétt leið valin.

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins er fjölmennur og glæsilegur. Hreinskiptar umræður fara fram á fundinum og mikill hugur í Sjálfstæðisfólki að flokkurinn nái að rétta sinn hlut verulega miðað við niðurstöðurr skoðanakannana nú.

Ég er sannfærður um að það er rétt mat í ESB málum að þjóðin fái í kosningum að segja sitt álit um það hvort fara eigi í aðildarviðræður eða ekki.

Að sjálfsögðu verður þá að gera kjósendum vel grein fyrir því hvað hugsanlega gæti þýtt að fara í viðræður. Þjóðin þarf að vera vel upplýst um ESB mál áður en hún tekur hugsanlega upp viðræður.

Ég er viss um að meirihluti fulltrúa á landsfundinum er mótfallinn því að ganga í ESB,en það hlýtur að vera lýðræðislegt að þjóðin fái að segja sitt álit.Fram kom að skynsamlegt gæti verið að slík kosning færi fram samhliða sveitarstjórnarkosningum 2010.


mbl.is Þjóðin fái að skera úr um ESB-aðild
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Já rétta leidin er leid VG. Sú hin sama og Sjálfstædismenn völdu. Gunguleidin.

Gísli Ingvarsson, 27.3.2009 kl. 20:16

2 identicon

Skil ekki hvers vegna Sjálfstæðismenn eru stolltir af niðurstöðunni. Sjálfur varð ég fyrir verulegum vonbrigðum. Það er tóm vitleysa að mínu mati að fara með þjóðina út í það að kjósa um það hvort sækja eigi um aðild. Slík umræða getur ekki farið fram á vitsmunalegum nótum, þar sem fyrirséð er að ESB andstæðingar geta alltaf málað skrattann á vegginn eins og þeir hafa gert hingað til. Haldið fram alls konar vitleysu eins og gert var með EES samningin á sínum tíma. Frekar ættu menn að sækja um aðild og leggja það svo í þjóðaratkvæði. Þá er vitað hverjir kostirnir eru.

Unnar Þór (IP-tala skráð) 28.3.2009 kl. 11:30

3 identicon

Tek undir þetta með Sigurbjörgu!

Þór Hauksson (IP-tala skráð) 28.3.2009 kl. 11:52

4 identicon

Fjölmennur og glæsilegur:) Mikið er gott að heyra að peningar skattborgarana nýtist vel:) Já þú vonar að Sjálfstæðismenn nái að rétta sinn hlut miðað við síðustu skoðanakannanir, ef ekki verður ekki víst að næsti landsfundur ykkar verði jafn glæsilegur því þá fáið þið ekki eins mikinn pening úr ríkissjóð til að leika ykkur með á landsfundi og saurga íslenska fánann eins og þið hafið gert á þessum fundi.  

Með von um hrun Sjálfstæðisflokksins.

Kveðja Benni.

Benedikt Kaster (IP-tala skráð) 28.3.2009 kl. 14:17

5 Smámynd: Baldur Hermannsson

Já mér létti stórlega. Nú get ég kosið þennan flokk með góðri samvisku.

Baldur Hermannsson, 28.3.2009 kl. 22:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband