Vinstri grænir og Samfylking ætla að segja kjósendum eftir kosningar hvað þau ætla að gera.

Nú eru aðeins 24 dagar til Alþingiskosninga og flest bendir til þess að Framsóknarflokkurinn hafi búið til ríkisstjórn,sem komi til með að sitja eftir kosningar. Það verður meirihlutastjórn Samfylkingar og Vinstri grænna,en hlutverk Framsóknarflokksins verður að vera í stjórnarandstöðu.Skrítin staða það hjá Framsókn.

Annars er merkilegt að Samfylking og Vinstri grænir skuli fá svona mikinn stuðning. Vita kjósendur eitthvað um hvernig samkomulag þessara flokka muni líta út í stórum málum. Hver verður t.d. sameiginleg stefna þeirra í ESB málum. Hver verður stefna þeirra varðandi álver í Helguvík.

Hver verður sameiginleg stefna í sjávarútvegsmálum. Hver verður stefnan í landbúnaðarmálum.

Hver verður stefnan í skattamálum? Ætla báðir flokkar að stefna að sem mestum ríkisrekstri og ríkisforsjá.

Vinstri grænir og Samfylkingin hafa lýst því yfir að þau stefni að því að vinna saman í næstu ríkisstjórn.Það er því eðlileg krafa að spyrja þessa flokka hvernig sameiginleg stefna þeirra sé til hinna ýmsu mála.

þessir flokkar geta ekki leyft sér að segja að það sé samkomulagsatriði eftir kosningar. Þeir ætla sér að ganga bundnir til kosninga,þannig að þjóðin hlýtur að þurfa að fá að vita í hverju samkomulag þeirra er fólgið til stóru málanna.


mbl.is Samfylking áfram stærst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þreyta og reiði í garð Sjálfstæðisflokksins (sjálfgræðgisflokksins) gæti átt sinn þátt í vinsældum Samfylkingar og Vinstri Grænna.

Pælarinn (IP-tala skráð) 2.4.2009 kl. 21:09

2 identicon

Þú getur alveg verið magnaður Sigurður.Hvernig dettur þér í hug að hægt sé á mettíma að laga til eftir samsull Sjálfstæðisflokksins og Framsókn,eftir margra árafjölda óstjórn þeirra.Hvaða drjólar komu þjóðinni í þessar aðstæður,og hvaða flokki tengdust allflestir þessara drjóla,það skal ég segja þér. SJÁLFSTÆÐISFLOKKNUM.Þeim skraddans ósóma.

Númi (IP-tala skráð) 2.4.2009 kl. 21:37

3 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Góð færsla hjá þér!

Algjörlega sammála! 

Guðbjörn Guðbjörnsson, 2.4.2009 kl. 22:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband