Átti ekki allt að lagast með því að losna við Davíð?

Við mydun Vinstri stjórnar Samfylkingar og Vinstri grænna var mál nr. eitt,tvö og þrjú að losna við Davíð Oddsson og kollega hans úr Seðlabankanum. Þjóðinni var gefið undir fótinn að við þá aðgerð myndi allt lagast. Með þeirri aðgerð væri hægt að ná stjórn á peningamálum landsins.Leitað var að nýjum Seðlabankastjóra á vinstri kantinum í Noregi og kipuð sérstök peningamálastefnunefnd í bankanum.

Nokkur reynsla er nú að koma á hina nýju skipan mála í Seðlabankanum. Krónan veikist og veikist.Þrátt fyrir að Vinstri stjórnin hafi gripið til enn harðari gjaldeyrishafta heldur krónan áfram að veikjast.

Það er nú ekki lengur trúverðugt að ætla að kenna Davíð og Sjálfstæðisflokknum um núverandi ástand.Vinstri stjórnin verður að horfast í augu við það að aðgerðir hennar hafa brugðist.

Stýrivextir eru enn himinháir þrátt fyrir gagnrýni Vinstri manna á fyrri stjórn.

Eru kjósendur Samfylkingar og Vinstri grænna virkilega ánægðir með að krónan hafi veikst um 16 % á þessum fáu dögum sem Steingrímur J. og Jóhanna hafa stjórnað?


mbl.is Krónan veikst með nýrri stjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Menn eru einfaldlega hættir að ausa úr gjaldeyrisforðanum til að styrkja gengið tímabundið. Þar með nálgast krónan óðum raungengi sitt. Sjálfstæðisflokknum er auðveldlega hægt að kenna um núverandi ástand, en það tekur meira en nokkrar vikur að moka upp skítinn eftir þá. Ég kýs hvorki VG né Samfó...mæli hins vegar með að heildarmyndin sé skoðuð, ekk smjörklípa á borð við þessa...Kveðja

Eiríkur Ólafsson (IP-tala skráð) 14.4.2009 kl. 15:45

2 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Ríkisstjórnarflokkarnir hafa verið færir um það einir og sér að grafa undan atvinnulífinu og heimilum landsins og aldrei gengið eins vel síðan Davíð fór úr Seðlabankanum og norðmaðurinn tók til að hjálpa þeim.  Ef þessi stjórn verður áfram við völd í haust verður allt atvinnulíf og allar fjölskyldur undir beinni ríkisforsjá, allt eins og kommúnistarnir stefndu alltaf að.

Tómas Ibsen Halldórsson, 14.4.2009 kl. 15:53

3 Smámynd: Gústaf Gústafsson

Sæll Sigurður!

Svarið við spurningunni er nei, ég er ekki ánægður með fall íslensku krónunnar. Krónan er aftur komin niður í það sem hún var eftir hrunið og fyrir stjórnarskiptin, en skýringin á því er margþætt, ekki einföld. Í fyrsta lagi eru viðskipti með krónuna allt of lítil (það vill einfaldlega enginn krónur), birgðasöfnun íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja hefur áhrif, stórar vaxtagreiðslur til erlendra aðila o.fl. Hvað stýrivextina varðar held ég að AGS ráði þar miklu.

Ég hef alltaf verið á móti viðskiptahöftum og finnst ferlegt að þau skuli þurfa að vera til staðar í okkar samfélagi. Helst hefði ég viljað að við ,,hefðum tekið fallið" og ekki samið við AGS, en ekki þýðir að tala um slíkt.

Hins vegar er ódýrt hjá þér að segja að fría Sjálfstæðisflokkinn af ástandinu, því ,,barnið var þegar dottið í brunninn" þegar þessi stjórn tók við. Hins vegar er ég sammála þér um að hægt gengur að ná því upp.

Varðandi VG og styrki til þeirra, þá var þetta allt birt í fréttum sjónvarpsstöðvanna. Þar kom fram að hæsti styrkur til VG var víst 1 milljón árið 2006. Allir aðrir styrkir voru miklu lægri.

Gústaf Gústafsson, 14.4.2009 kl. 15:54

4 Smámynd: Björn Halldór Björnsson

Ég veit ekki um einn einasta mann sem hefur talið að það væri nóg að losna bara við Davíð.

Nokkuð ljóst að það verður að losna við krónubréfin. Myndir þú fjárfesta í Íslenskum krónum? Þá meina ég alveg óháð því hvaða stjórn væri við völd -með slíkar skuldir sem liggja á þjóðinni.

Björn Halldór Björnsson, 14.4.2009 kl. 16:43

5 Smámynd: Grétar Einarsson og Óskar Ásgeir Ástþórsson

Þetta er nú frekar dæmigert fyrir þá sem sjá á eftir Sjálfstæðisflokknum og Framsókn. Auðvitað leisast ekki öll mál með því að Davíð færi frá, því miður. Það vissu allir en það var að sjálfsögðu mikilvægt að hann færi svo einhver sátt myndaðist um Seðlabankann. Það eru örugglega erfiðir tímar framundan. En mér þykir MJÖG ólíklegt að Davíð hefði getað gert betur. Að halda slíku fram er nú bara sauðablindni að mínu viti.

Grétar Einarsson

Grétar Einarsson og Óskar Ásgeir Ástþórsson , 14.4.2009 kl. 17:05

6 Smámynd: Offari

Þú ert að miskilja þetta átti að lagast þegar aðildarviðræður hæfust.. Það var bara vonlaust að hefja aðildarviðræður með svona óábyrgann seðlabankastjóra.

Offari, 14.4.2009 kl. 17:18

7 Smámynd: Davíð Löve.

Ertu nokkuð búinn að gleyma Alþjóða gjaldeyrissjóðnum? Þínir menn ætluðu einnig að beygja sig í duftið fyrir þessum andskotum. Hausinn upp úr sandinum vinur.

Davíð Löve., 14.4.2009 kl. 17:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband