Sáuð þið hann Össur? Samfylkingin hlýtur að missa mikið fylgi.

Þeir eru til sem telja að Össur sé mjög merkilegur og góður stjórnmálamaður. Þeir eru einnig til sem telja að Samfylkingin sé flokkur,þar sem engin spilling hafi viðgengist,flokkurinn sé heiðarleikinn uppmálaður.

það hlýtur að hafa farið hrollur um marga stuðningsmenn Samfylkingarinnar þegar þeir sáu og heyrðu í Össuri í sjónvarpsþætti RUV frá Reykjavíkurkjördæmi suður í kvöld.

Össur ætlaði með miklu málþófi að reyna að sleppa við það að svara hvort hann væri með eða á móti álveri við Húsavík. Fréttamönnum tókst þó með harðfylgi að fá Össur til að viðurkenna að hann væri á móti álveri við Húsavík. Ætla Norðlendingar að verðlauna Samfylkinguna með atkvæði sínu?

Það var aumt að sjá og heyra í Össuri þegar hann gerði tilraunir til að svara varðandi hvort hann hefði fengið styrki vegna prófkjörsbaráttu. Að lokum varð hann að viðurkenna að hann hefði þegið styrki frá stór fyrirtækjum.

M.a. segja heilög Jóhanna hefur þegið styrk frá Baugi.

Hafið þið kynnt ykkur málflutning Steinunnar Valdísar og Helga Hjörvars ? Miðað við öll fallegu orðin hlýtur það að koma mörgum á óvart að þau skuli hafa þegið stóra styrki frá Baugi og FL.

Hefur Samfylkingin upplýst þjóðina um styrki stórfyrirtækja til einstakra flokksfélaga á Reykjavíkursvæðinu.?

Hefur Samfylkingin upplýst þjóðina hvort og þá hve mikið hún hefur fengið afskrifað á Stöð 2 og Fréttablaðinu.?

Vonandi hafa sem flestir séð frammistöðu Össurar í kvöld því þá mun atkvæðum Samfylkingarinnar fækka verulega.

 


mbl.is Allt upp á borð fyrir kosningar?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Hvað segiru er hann Össur stjórnmálaflokkur ?

Brynjar Jóhannsson, 23.4.2009 kl. 00:19

2 Smámynd: Björn Birgisson

Er nema von að illa fari hjá sumum. Sjálfstæðismenn hafa alltaf verið forustuhollari en aðrir menn á Íslandi. Fylgt sínum leiðtoga, sama hvað á bjátar. Nánast tilbeðið hann sem hjáguð. Nú er Davíð digri horfinn á braut. Geir Haarde, hinn ákvarðanafælni, er horfinn á braut. Björn Bjarnason, hinn dómharði og lýðholli, er horfinn á braut. Sturla Vesturlandsgoði líka og ótal margir aðrir. Hvað situr eiginlega eftir? Þungaviktarmennirnir horfnir á braut  og eftir sitja fáeinir sporgöngumenn í léttfjaðurvigt!

Í maurasamfélögum elta allir forustumaurinn. Ef hann villist af leið, villist öll hjörðin og steypir sér hiklaust í glötun. Einn fyrir alla og allir fyrir einn, eins og hjá Skyttunum forðum. Nú er bara einhver krakkaskari tekinn við Sjálfstæðisflokknum. Einhver Bjarni, sem er með 5-6 útgáfur af afstöðu til Evrópumála. Julie Christie Íslands, falleg með þokka, með hálf leiðinlega tengingu inn í Kaupþing út af einhverjum smáaurum. Guðlaugur óumdeildur styrkjastjóri Íslands og Illugi með glit í Glitnisauga. Hvert þessara ungmenna á maurahjörðin að elta?

Björn Birgisson, 23.4.2009 kl. 00:27

3 Smámynd: Sigurður Jónsson

Brynjar.

Það er rétt hjá þér að Össur er ekki heill stjórnmáæaflokkur þótt mikið fari fyrir honum. þakka þér fyrir ábendinguna um þessa skemmtilegu vullu.

Sigurður Jónsson, 23.4.2009 kl. 00:45

4 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Engin hætta á því að Samfylkingin missi fylgi, flokkurinn er á góðri siglingu enda best kosturinn í stöðunni. Ég mundi hafa meiri áhyggjur af Íhaldinu ef ég væri í þínum sporum.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 23.4.2009 kl. 01:27

5 Smámynd: Bragi Einarsson

Það er rétt, Össur stóð sig ekki vel, furðu mikið stressaður.

En þú nefnir ekki að það var ansi vel saumað að Guðlaugi Þór ára í þessum sama þætti og svitnaði hann ekki minna yfir þessum spurningaflóði um meinta "spillingu" og styrkjamálum.

Bara til að árétta, þá mun fylgi Samfylkingar ekki hrinja eins og þú spáir, hugsanlega falla einhverjir taugaveiklaðir úr lestinni en minni á að miðað við könnun fyrir þessa útsendingu þá mun Sjálfstæðisflokkurinn bíða afhroð miða við hvað þeir fengu úr síðustu kosningum. Úr 37% í 23. Geri aðrir betur!

Þú ættir að hafa meiri áhyggjur af því.

Hitt er annað má að íslensk stjórnmálaumræða er stundum á frekar lágu plani og ef frambjóðendur vilja losna við svona uppákomur, þurfa þeir að tileinka sér heiðarlegri stjórnmálaframkomu og segja eins og er: Hvað fengu þeir í styrk og hverjir styrktu þá? Og Guðlaugur og Sjálfstæðisflokkurinn er ekkert frekar undanskilin frekar en Össur og Samfylkingin. Né Framsókn! Né VG!

Þetta eru gamlar leifar en eins og málin standa í dag, þá hafa allir stjórnmálaflokar gert með sér samkomulag um að flokkarnir fái fjárframlög frá ríkinu sem ætti að stuðla að því að allir sitji við sama borð.

Svo er þetta ekki spurningin um styrkinn í sjálfu sér heldur upphæðina og frá hverjum á og hvaða tímapunkti!

Bragi Einarsson, 23.4.2009 kl. 02:14

6 Smámynd: Kristinn Svanur Jónsson

http://www.youtube.com/watch?v=jIDgPkmZO_c - álverið á Bakka já nei já nei já nei

Kristinn Svanur Jónsson, 23.4.2009 kl. 02:51

7 Smámynd: Ægir Óskar Hallgrímsson

Hvort vildi Össur álver eða ekki, þarf ekki að sýna þáttinn aftur svo fólk átti sig á því hvað hann var að segja, hann vissi ekkert í þennan heim né annan.

Ægir Óskar Hallgrímsson, 23.4.2009 kl. 10:31

8 identicon

Já þetta var dapurlegt, eiginlega óþægilegt að horfa á blessaðann manninn. Hann gat engu svarað og sneri út úr öllu - tafsaði, var flóttalegur og kom með undarlegar skýringar.

Mjög ótrúverðugur.

Þórhallur Heimisson (IP-tala skráð) 23.4.2009 kl. 10:59

9 identicon

Rétt hjá Birni Birgissyni

Sjálfumhvefir menn á Íslandi eru farnir á taugum, svakalegt ef þeir missa átta þingmenn, peysufatamaðurinn og brennivínsberserkurinn falla af þingi, hroðalegt, má ekki hugsa til þess. Enda komnir með nýja greiðslu bæði í hárið og í auglýsingunum.

Pökkum saman segja eyverjar í eyjum um X-S en ég er hræddur um að aðrir en X-S verði að pakka saman eftir helgina, er það ekki.

allt búið kjósum xd svo allir fái styrki.

Valmundur Valmundsson (IP-tala skráð) 23.4.2009 kl. 11:24

10 identicon

Eitt er víst að atkvæðin fara þá ekki yfir til Sjálfstæðisflokksins.

Bergdís Hafþórsdóttir (IP-tala skráð) 23.4.2009 kl. 12:35

11 Smámynd: Steini Thorst

Ég sá þetta og þetta var hálf vandræðalegt fyrir Össur, eiginlega mjög vandræðalegt.

Hins vegar finnst mér mál að linni í sambandi við þessa styrki. Það þáðu mjög margir styrki og hvað er í raun að því ef rétt er farið með. Það hefur engum tekist ennþá að sýna fram á að þessir styrkir, hvort sem þeir fóru til Sjálfstæðismanna, Framsóknarmanna eða Samfylkingarmanna, hafi verið mútur af einhverju tagi eða að veitandi styrkjanna hafi hagnast á þeim í hvers konar formi. Þetta var bara ekkert óeðlilegt á þessum tíma, eins og Guðlaugur sagði, umhverfið var svona þá.

Steini Thorst, 23.4.2009 kl. 13:19

12 Smámynd: Haraldur Hansson

Það sem vakti athygli mína var hversu illa Össuri leið þegar talað var um styrkina. Hann stamaði og tafsaði og fór undan í flæmingi.

Haraldur Hansson, 23.4.2009 kl. 16:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband