Það ber ekki mikið í milli um ESB. Hvernig má það vera miðað við yfirlýsingar fyrir kosningar.

Jóhanna Sigurðardóttir,formaður Samfylkingarinnar,segir ekki bera mikið á milli þeirra og Vinstri grænna hvað varðar ESB.

Athyglisverð yfirlýsing miðað við hvað þessir flokkar sögðu fyrir kosningar. Aðildarumsókn í ESB var grundvallaratrið í kosningabaráttu Samfylkingar og engin afsláttur yrði þar gefin.Flokkurinn aflaði sér örugglega mikils fylgis vegna þessarar afstöðu.

Vinstrin grænir neituðu algjörlega að aðild að ESB væri lausnin. Þeir telja ekkert liggja á,en Samfylkingin segir að nú þegar eigi að óska eftir viðræðum við ESB.

Nú verður fróðlegt að fylgjast með hvernig mál þróast. Ef það er rétt að á fyrsta degi eftir kosningar sé það ljóst að lítið beri á milli hlýtur annar hvort Samfylkingin eða Vinstri grænir hafa verið að blöffa ansi mikið fyrir kosningar.


mbl.is Stranda ekki á Evrópumálum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er ekki rétt, báðir flokkar vilja fara með þetta mál í þjóðaratkvæðisgreiðslu. Mér finnst þetta aðallega spurning um tímasetningu

Þorsteinn H. (IP-tala skráð) 26.4.2009 kl. 17:25

2 identicon

Eins og venjulega í samsteypustjórnum, semja flokkar um málamiðlanir. Engin ástæða til að vera hissa á því. Fyrir kosningar kynna flokkar málin hver frá sínu sjónarhorni.

Svona hefur þetta alltaf verið og verður alltaf svona þegar samsteypustjórnir eiga í hlut,

Bobbi (IP-tala skráð) 26.4.2009 kl. 17:38

3 identicon

Samfylkingin var í raun ekki að bæta við sig fylgi því við verðum að muna að Islandshreyfingin gekk þar inn og það eru þessi prósent sem við bættust og tæplega það meira að segja held var mér bent á.  Svo í raun má segja að þau hafi bara rétt náð að halda í horfinu, og því algjörlega frá eitt að túlka það sem aukningu á fylgi með aðild að ESB heldur þvert á móti.

(IP-tala skráð) 26.4.2009 kl. 17:51

4 identicon

Bíddu nú aðeins við, er búið að breyta fréttinni og fyrirsögn hennar? Þótti einhverjum innan mbl "ber ekki mikið í milli um ESB" hljóma eitthvað óheppilega?

Rugli (IP-tala skráð) 26.4.2009 kl. 18:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Mars 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (31.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband