Sjálfstæðisflokkurinn þarf að endurskoða vinnubrögð og áherslur.

Mesta tap í sögu Sjálfstæðisflokksins er staðreynd.Áfallið er mikið,enda fækkar þingmönnum um níu og þetta er í fyrsta sinn sem Sjálfstæðisflokkurinn er ekki stærsti flokkur þjóðarinnar. Yfirgnæfandi líkur eru á því að Sjálfstæðisflokkurinn verði í stjórnarandstöðu þetta kjörtímabil.Sjálfstæðisflokkurinn þarf nú að fara í mikla naflaskoðun og endurskoða verður öll vinnubrögð og meta upp á nýtt áherslur flokksins í mörgum málum.

Það er t.d. athyglisvert að flokkurinn skuli ekki ná til unga fólksins og hversu tap flokksins er mikið í Reykljavík og í Kraganum.

Margar ástæður eru fyrir tapi flokksins og auðvitað hlaut Sjálfstæðisflokkurinn að þurfa að gjalda fyrir sína 18 ára stjórnarsetu þegar allt hrundi. Merkilegt er þó að Framsóknarmenn og Samfylking virtust gjörsamlega geta þvegið af sér alla ábyrgð þó t.d. þessir flokkar hai öll árin farið með stjórn bankamála.

Nokkuð öruggt er að Sjálfstæðisflokkurinn missti fylgi vegna þess að ekki var opnað á neina gátt til að taka upp aðildaviðræður við ESB.Sérstaklega held égf að flokkurinn hafi misst fylgi meðal ungra kjósenda vegna þessa.

Styrkjamálið svokallaða varð Sjálfstæðisflokknum afar erfitt og fjölmiðlar héldu þessu mjög á lofti þannig að önnur mál komust ekki á dagskrá svo dögum skipti. Ekki bætti það svo úr skák þegar upplýsingar komu fram um að ýmsir frambjóðendur höfðu þegið stóra styrki frá stórfyrirtækjum eins og Baugi.Fjölmiðlum tókst að beina kastljósinu aðallega að frambjóðendum Sjálfstæðisflokksins þótt framámenn í Samfylkingunni hefðu fengið sambærilega styrki.

Ekki má heldur gleyma hvernig landsfundur Sjálfstæðisflokksins. Landsfundurinn átti að sjálfsögðu að vera tæki til að kjósendur fengju jákvæðara viðhorf til flokksins en verið hafði. Vitað var að nýr formaður myndi taka við. Það var því sorglegt að horfa uppá að okkar ágæti fyrrverandi formaður Davíð Oddsson eyðilagði alla möguleika á að landsfundurinn myndi auka fylgið. Með gagnrýni sinni á ágætt starf endurreisnarnefndar með ósmekklegum persónulegum árásum og orðavali tókst honum að fá fjölmiðla til að einblína á það neikvæða sem gerðist á landsfuninum. þetta hafði veruleg áhrif.

Framundan nú er uppbyggingastarf. Það er stutt í sveitarstjórnarkosningar og kannski styttra í nýjar Alþingiskosningar en gert er ráð fyrir.


mbl.is Flokkurinn þarf að fara í mikla naflaskoðun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

Sjálfstæðisflokkurinn stóð sig ekki og því fór sem fór - ég tel líka að nokkrir forsvarsmenn flokksins hefðu átt að víkja fyrir þessar kosningar en ekki sitja sem fastast og hugsa um eigin skinn/hag - hefðu átt að hugsa um flokkinn eins og Árni gerði/gerir, þau hefðu getað barist fyrir sæti sínu síðar og þá hefði komið í ljós hvort velkomin eða ekki.

Held að gullfiskaminni sé liðin tíð svo þessi umræða öll kemur örugglega upp í næstu kosningum líka sem verða eftir ca 6-8 mánuði ef allt gengur eftir

Jón Snæbjörnsson, 27.4.2009 kl. 11:28

2 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Sæll nafni.

Get að mörgu leyti tekið undir með þér í grein þinni, en er algerlega ósammála því að ræða Davíðs Oddssonar hafi eyðilagt landsfundinn.  Hann hafði lög að mæla og mín skoðun er sú að það hafi verið mistök að fela Vilhjálmi Egilssyni formennsku í endurreisnarstarfinu.  Sá maður hefur ekki að ég viti tjáð sig neinsstaðar um hættuleik útrásarvíkinganna með íslenzkt efnahagslíf og stöðutöku gegn gjaldmiðlinum. 

Það er líka eðlilegt að menn geti sagt sínar skoðanir umbúðalaust, það gerði fyrrverandi formaður og á hrós skilið !!!

Og að öðru, ef D listinn hefði tekið ákvörðun á landsfundinum um að sækja um aðild að ESB - eins og Vilhjálmur og fleiri hafa lagt til, þá er ég sannfærður um að Sjálfstæðisflokkurinn hefði farið undir 15% fylgi.

Nei nafni, það eru í raun engar ástæður fyrir því að flokkurinn fékk ekki meira fylgi aðrar en þær að hann hefur verið við völd s.l. 18 ár og nú þarf hann frí til að endurnýja sig og hefur gott af því að vera í stjórnarandstöðu næstu 4 árin.

Sigurður Sigurðsson, 27.4.2009 kl. 13:20

3 Smámynd: Bragi Einarsson

Sæll Sigurður og velkominn í hverfið!

Þetta er einmitt tónninn sem ég hef verið að bíða eftir frá Sjálfstæðisflokknum, að taka áherslur og stefnu til endurskoðunar og standa við það. Enda var ekki annað að heyra á Þorgerði og Bjarna á RUV í gær að þau munu fara í þessa vinnu. Þau hafa 4 ár til þess.
En eins og allir vita, þá snérust þessar kosningar líka um siðferði, ekki bara ESB, og siðferði íslenskra stjórnmálaflokka var á lágu plani. Til þess þurfa flokkar að fara í þær breitingar á uppröðun á lista og útrýma prófkjöri í þeirri mynd sem hún er í dag. Venjulegur flokksmaður ætti ekki að þurfa að fara í milljóna fjárútlát til þess eins að komast á blað. Það ætti flokksbundnir menn og konur að gera og raða mönnum á list og svo getur hinn almenni kjósandi notað útstrikanir til að hafa svö önnur áhrif.

Heiðarleiki og siðferði, um það snýst málið!

Bragi Einarsson, 27.4.2009 kl. 14:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband