Lausamaður frá Noregi og fleiri sögur.Hvernig mun sagan dæma Davíð?

Það er virkilega ánægjulegt að Davíð Oddsson ætli nú að taka þann pól í hæðina að setjast niður og skrifa smásögur. Hann á örugglega eftir að vekja athygli með útgáfu þeirra eins og alltaf þegar hann setur eitthvað á blað eða lætur í sér heyra.Það munu margir bíða spenntir eftir smásögum um lausamanninn frá Noregi sem ráðinn var í Seðlabankann og fleiri í þeim dúr.

Það er svo gaman að spá í hvernig sagan muni dæma Davíð. Engin efast um að hann var fyrirferðarmikill stjórnmálamaður.Margir munu eflaust telja hann með merkustu stjórnmálamönnum sem þjóðin hefur átt. Sjálfstæðisflokkurinn vann einhverja stærstu sigra sína undir hans forystu bæði í borgarstjórnarskosningum og alþingiskosningum.

Davíð vann t.d. það einstaka afrek að leiða Sjálfstæðisflokkinn til sigurs í Rekjavík með yfir 60% fylgi.

Svo eru það einnig margir sem vilja skrifa það sem miður hefur farið síðustu ár í efnahagslífinu að stórum hluta á reikning Davíðs og að hann eigi stóran þátt í fylgishruni Sjálfstæðisflokksins nú.

Sjálfur segir Davíð að ekki hafi verið hlustað nægjanlega á sín varnaðarorð.

Eitt er víst að enn hafa menn ekki séð neinn grundvallarmun á stjórnunarháttum norska lausamannsins í Seðlabankanum og Davíðs. Enn eru stýrivextir himinháir og krónan jafn veik eða slappari en hún hefur nokkurn tíma verið þrátt fyrir að Davíð er hættur og sestur við að semja smásögur.


mbl.is Davíð segist ætla að skrifa smásögur og planta trjám
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

Það sem slær mig mest við þessar fullyrðingar Davíðs er að hann situr áfram í starfi þar sem ekki er hlustað á hann eða tekið mark á því sem hann segir. Flestir siðvandir menn sem væru að vinna sína vinnu en fengju skít og skömm fyrir myndu fara, hætta, segja af sér. En nei, ekki Davíð. Hann hélt blístrandi til starfa hvern dag þrátt fyrir að hlegið væri að og gert lítið úr verkum hans og "varúðarorðum"..

Páll Geir Bjarnason, 28.4.2009 kl. 01:25

2 identicon

Það var nokkuð hátt fallið hjá vesalings Davíð.

- Krónan er handónýtur gjaldmiðill sem enginn vill versla með. Krónunni hefur verið haldið uppi með handafli og snarvitlausu gengi í nokkur  ár. Alröng peningamálastefna hjá Seðlabankanum verður ekki löguð á einni nóttu. Það verður erfitt að þrífa upp eftir Davíð.

ágústa (IP-tala skráð) 28.4.2009 kl. 07:33

3 Smámynd: Offari

Ég tel að Davíð hafi verið okkar sterkasti stjórnmálamaður. Fjölmiðlaelítan hefur hinsvegar skemmt þennan ágæta mann. Það er að eyðileggja menn enn að gera þá upp. Ég met menn frekar eftir góðum verkum en mistökum þeirra. Pólitíkin hefur aldrei verið fullkomin heimur. Örfáir aðilar geta eyðilagt góða hluti með því að nauðga því góða sem gert hefur verið og draga aðra oftast með sér í svaðið.

Offari, 28.4.2009 kl. 09:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.5.): 5
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 828272

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband