Kolbrún vill áfram vera Umhverfisráðherra. Brandari ?

Kolbrún Halldórsdóttir hjá Vinstri grænum virðist vera að feta í fótspor Davíðs að vekja mikla athygli með yfirlýsingum sínum. Nokkuð öruggt má heita að neikvæð afstaða hennar til hugsanlegrar olíuvinnslu á Drekasvæðinu ásamt fleirum neikvæðum yfirlýsingum hafi kostað hana þingsæti og Vinstri græna helling af atkvæðum.

Það vekur því athygli að Kolbrún hafi ekki tekið skilaboðin til sín. Hún segist gjarnan vilja vera umhverfisráðherra áfram. Finnst henni virkilega að það hafi verið skilaboð kosninganna?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Birgisson

Ætli Steingrímur hafi ekki fagnað falli hennar inn við beinið, mætti segja mér það. Henni hefur verið hafnað og hún verður bara að skilja það.

Björn Birgisson, 28.4.2009 kl. 13:14

2 Smámynd: Jóhannes Guðnason

Já rétt hjá ykkur Sigurði og Sigurbjörgu,hún er sko brandari,blessuð kona,en sumir skilja ekki hvað höfnun er,að sjálfsögðu vill fólk ekki fá ráðherra,sem er á móti því,að hér séu reist fyrirtæki til að efla atvinnu,þegar 10% þjóðarinnar eru atvinnulausir,(þá verða menn að fórna náttúrinn frekar,við þurfum að lifa hér á landi) Ekki hafði Kolbrún aðrar lausnir,fyrir það góða fólk sem búa á Húsavík,nei nei,ekkert Álver fyrir norðan(þið getið bara flutt suður,er þetta hennar skoðun,???) Nei nei,en ég var bara með nokkuð góða lausn fyrir Kolbrúnu,(að vísu hefði hún þurft að vinna,skíta sig aðeins út um hendurnar,en það væri bara holt fyrir hana,)En lausnin er mjög einföld,stórbóndi í Dölum rekur gott fjárbú,þar sem nú er að koma að sauðburði hjá Ásmundi bónda,og hann þarf að fara á alþingi,þá er mín lausn mjög einföld,Kolbrún leysir bara Ásmund af á meðan hann er á alþingi,þar getur Kolbrún skoðað mjög fallegt landsvæði og athugað í leiðinni hvað sé hægt að gera til að auka atvinnu í Búðardal og Reykhólum,og hvaða landsvæði þyrfti að friða,eða kannski vill hún bara moka yfir þessa staði,maður veit aldrei hvað hún Kolbrún hugsar,það sýnir sig nú,fyrst hún skilur ekki skilaboðin,við viljum þig ekki á þing,og hana nú,að vísu gæti Steingrímur ráði hana sem ráðherra,maður þarf ekki að vera þingmaður til þess,það eru mjög líkleg vinnubrögð þeirra,en við vonum það besta.

Jóhannes Guðnason, 28.4.2009 kl. 13:16

3 identicon

Umhverfisráðherrum virðist vera algerlega bannað að bera hagsmuni umhverfisins fyrir brjósti. Myndum við gjaldfella aðra ráðherra, t.d. heilbrigðis eða viðskipta,  fyrir að taka afstöðum með sínum málaflokkum? Ég efast um það. Hins vegar er forvitnilegt að velta fyrir sér hvað veldur. Líklegasta skýringin er hversu miklir skrælingjar og skilningsvana Íslendingar eru í umhverfismálum almennt. Teljum að okkur komi þau ekki við.

 kveðja, Tómas

Tómas (IP-tala skráð) 28.4.2009 kl. 14:35

4 identicon

við fáum ekki betri umhverfismálaráðherra.Hún skilur í hverju hin raunverulegu verðmæti felast.

dodds (IP-tala skráð) 28.4.2009 kl. 16:53

5 identicon

sæll Sigurður 

sæll Vinur

er þetta ráðgáta dagsins og vonum það að hún sé að djóka.

bestu kv.

zóphonias

Zóphónías Pálsson (IP-tala skráð) 28.4.2009 kl. 17:33

6 identicon

Var hissa þegar Kolbrún talaði gegn olíuundirbúningi á drekasvæðinu.Undirbúningur er til alls fyrst sama hvernig framhaldið verður.Skil vel að Kolbrún tali gegn nýjum álverum,því mörgum finnst nógu mörg „ál-egg „ í körfunni, er Kolbrún ekki ein um það. En steininn tók úr hjá henni útaf Drekasvæðinu , þetta er allaveganna von margra að eitthvað komi út úr þessari undirbúningsvinnu.

hordurhalldorsson (IP-tala skráð) 28.4.2009 kl. 20:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband