Alveg er ég hreint undrandi á því að fólki skuli virkilega detta í hug að Vinstri grænir ætli sér að úthluta Kolbrúnu Halldórsdóttur pólitískum bitlingi og ráða hana sem Þjóðleikhússtjóra.Auðvitað datt hún af þingi og fékk ekki að halda ráðherrasætinu en að ræða um úthlutun á pólitískum bitlingi er af og frá. Vinstri grænir hafa alla tíð gagnrýnt stjórnvöld fyrir slík vinnubrögð þ.e. að flokkarnir séu að koma sínum nánustu í feit embætti.
Ég skil þess vegna ekki í nokkrum manni að láta sér detta í hug að Vinstri grænir vinni þannig. Reyndar bauð nú Steingrímur J. honum Guðjóni Arnari formanni Frjálslynda flokksins vinnu í Sjávarútvegsráðuneytinu af því hann hafði fallið af þingi. En það var nú ekki á flokkslegum nótum heldur á samtryggingarnótum.
Merkilegt reyndar virðist alveg eins reikna með að fá embættið. Ég sá í fjölmiðlum að núverandi Þjóðleikhússtjóri hefur áhuga á embættinu áfram. Er einhver ástæða að hrekja hana úr embættinu. Er hún kannski ekki nógu vinstri sinnuð og græn á ltinn?
Kolbrún í Þjóðleikhúsið? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Sigurður Jónsson
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Eyjafréttir
- Eyjan
- Sjálfstæðisflokkurinn
- Víkurfréttir
- Barnabörnin
- Sveitarfélagið Garður
- Reykjanesblaðið Kemur út hálfsmánaðarlega.
Bloggvinir
- gumson
- nkosi
- addi50
- baldher
- kaffi
- birgitta
- bjarnihardar
- artboy
- gattin
- carlgranz
- diesel
- gagnrynandi
- einarbb
- ellidiv
- eyglohardar
- ea
- fhg
- gesturgudjonsson
- gretarmar
- gudbjorng
- lucas
- dramb
- gylfig
- fosterinn
- smali
- helgi-sigmunds
- helgimar
- helgigunnars
- himmalingur
- hjorturgud
- ibvfan
- jakobk
- johannp
- jonmagnusson
- jonsnae
- kolbrunerin
- ladyelin
- lotta
- liljabolla
- altice
- ludvikludviksson
- maggij
- iceland
- redlion
- rynir
- heidarbaer
- sigurjon
- sv11
- sigurdurkari
- siggith
- steffy
- stebbifr
- eyverjar
- svanurg
- tibsen
- vefritid
- nytthugarfar
- nautabaninn
- hector
- steinig
- thorsteinnhelgi
- iceberg
- tbs
- doddidoddi
- valdivest
- malacai
- annabjorghjartardottir
- launafolk
- bjarnimax
- bookiceland
- eeelle
- gauisig
- elnino
- zumann
- gp
- morgunblogg
- minos
- daliaa
- johannesthor
- stjornun
- jonlindal
- bassinn
- kuldaboli
- kristjan9
- maggiraggi
- odinnth
- omarbjarki
- oskareliasoskarsson
- skari
- siggus10
- siggisig
- steinn33
- valdimarjohannesson
- thjodarheidur
- valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sigurður andaðu með nefinu hún er nú ekki einu sinni búinn að sækja um. Það er alveg merkilegt að ef einhverjir aðrir en sjálfstæðismenn fá pólitíska bitlinga þá farið þið úr límingunum
Þorvaldur Guðmundsson, 11.5.2009 kl. 16:01
Sæll Siggi.
Það er greinilegt að þú þekkir ferilinn sem fyrverandi (vonandi ) pólitíkus.
Þessi leikur hefur nú lengi loðað við ykkur sjálfstæðismenn svo þú veist hvernig ferillinn er.
kv Hjalti frá Varmadal.
Hjalti Elíasson (IP-tala skráð) 11.5.2009 kl. 18:51
Hvað gerði samspillingin fyrir kerfiskerlinguna Ástu Ragnheiði tróðu þeir henni ekki í forsetastól Alþingis eftir að kjósendur höfnuðu henni og að þeir vildu ekki sjá hana í neinu trúnaðarstarfi hjá ríkinu,enda búin að vera eins og sníkill á ríkissjóði í áratugi eins og flestir hennar flokksfélagar.Og ekki eru VG skárri,vertu viss Kolla kerling verður komin í þjóðleikhúsið í haust.
magnús steinar (IP-tala skráð) 11.5.2009 kl. 19:29
Margur heldur mig sig?
ASE (IP-tala skráð) 11.5.2009 kl. 20:14
Hjalti. Miðað við dýrkun Samfylkingarinnar á gömlum stjórnmálamönnum get ég alveg reiknað með að eiga þó nokkur ár eftir í stjórnmálunum. Ég segi eins og konan, minn tími mun koma aftur.
Sigurður Jónsson, 11.5.2009 kl. 21:32
Ég skil það vel að þér detti ekki í hug að VG úthluti pólitískum bitlingum. Það hugtak er nefnilega ekki til meðal sjálfstæðismanna. En ef það skyldi vera til þá skortir margan sjálfstæðismanninn greind til að koma auga á það. Kannski er það þannig með þig. Held samt ekki.
En þekkir þú ekki sjálfstæðismanninn, Gunnar Birgisson. Mig minnir að hann hafi staðið hvað harðast gegn pólitískum bitlingum. Einkum þegar dóttir hans á í hlut.
Dunni, 12.5.2009 kl. 10:23
Gat ekki á mér setið. Ég lít stundum á skrif þín til að skoða hvort þau endi ekki heldur betur en þau byrja. Nei alltaf sama nöldrið og neikvæðnin. Athugasemdir þínar virðast alltaf hitta þig sjálfan verst. Ja hérna...
Drífa Kristjánsdóttir, 12.5.2009 kl. 11:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.