Vinstri skattpíning á landsmenn ákveðin á Akureyri.

Það er ágætlega fundið upp hjá ríkisstjórninni að funda á Akureyri og vonandi verður áframhald á að stjórnin fundi annað slagið á landsbyggðinni. Eflaust gagnrýna einhverjir Jóhönnu fyrir að tala mikið um að hún ætli að skera niður ferðakostnað og risnu og láta það svo verða sitt fyrsta verk að fara með stóran hóp af mannskap til Akureyrar. Auðvitað kostar þetta eitthvað en það er nú ekki sanngjarnt að gagnrýna svona nokkuð.

Reyndar vorkenni ég hálf Ólafi Ragnari,forseta, ef Jóhanna ætlar að draga verulega úr ferðakostnaði ráðamanna. Ólafur Ragnar verður þá bara að vera á Bessastöðum og gá til veðurs.

Verst fyrir Akureyringa að Vinstri stjórnin skuli á fundi þar ætla að kokka upp skattpíningarstefnu sína á almenning og fyriortrfæki. Ætli Vinstri mönnukm finnist það virkilega líklegt til að hressa atvinnulífið og hag heimilanna að ráðast nú með skattahækkunum á þá sem hafa tekjur en eru ekki atvinnulausir.

Ætli það sé líklegt að fyrirtækin nái að koma vel undir sig fótum ef þau eiga von á skattahækkunum.

Hækkun á verðlagningu tóbaks,víns og olíu eins og heyrst hefur að eigi að verða mun svco leiða til hækkunar vísitölu og þar með greiðslubyrði lána.

Það verða ekki góðar fréttir sem okkur berast frá Vinstri stjórninni í næstu viku.


mbl.is Kynna skattahækkun eftir helgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hlynur Hallsson

Ef það þarf að hækka brennivín og tóbak þá er hægt að þakka það sjálfstæðisFLokknum sem skilur okkur eftir í skuldasúpu.

Bestu kveðjur,

Hlynur Hallsson, 12.5.2009 kl. 12:51

2 identicon

Er voðalega erfitt að upplifa landið án Sjálfstæðisflokksins við völd?

Valsól (IP-tala skráð) 12.5.2009 kl. 13:00

3 identicon

Valsól, það er ansi hætt við að það geti orðið verulega erfitt já.

Gulli (IP-tala skráð) 12.5.2009 kl. 13:17

4 identicon

Afverju eru alltaf mótrökin við gagnrýni á ríkisstjórnina að þetta sé bara sjálfstæðisflokknum að kenna, það þurfi bara að gera þetta.

Má þá ekki líka segja að Samfylkingin þurfi að grafa yfir eigin skít, ég hélt að hún hafi verið í ríkisstjórn þegar allt fór til fjandans.

Heimir (IP-tala skráð) 12.5.2009 kl. 13:19

5 Smámynd: Björn Birgisson

Óttalegur vælutónn er þetta. Það vill bara þannig til að ríkissjóður skuldar nokkrar krónur og þarf auknar tekjur. Nú hefur það runnið upp fyrir flestum, ekki öllum, að peningarnir verða ekki til í bankakerfinu og falla heldur ekki af himnum ofan. Nú ætla Jafnaðarmenn að leggja nokkrar byrðar á íslenska hátekjumenn, sem fleytt hafa rjómann og rakað til sín almannafjármunum. Þá farið þið Sjálfstæðismenn strax að skæla. Meiri aumingjarnir!

Björn Birgisson, 12.5.2009 kl. 14:00

6 Smámynd: Gústaf Gústafsson

Sæll Sigurður!

Það er undarlegt að þið hægrimenn segist alltaf vera á móti skattahækkunum, en staðreyndin er sú að skattar hafa hækkað ótrúlega á lægri tekjur á meðan Sjálfstæðisflokkurinn var við völd, m.a. fylgdu skattleysismörkin ekki þróuninni síðustu 10 árin, sem aftur þýðir auknar álögur á lægri tekjur. Á sama tíma var hátekuskattur lækkaður!

Engar hafa tillögurnar komið frá Bjarna Ben um hvernig á að stoppa upp í fjárlagahallann, né heldur frá hinum makalausa formanni Framsóknar sem sífellt tyggur sömu þvæluna sem hann byggir á ímyndun einni saman. Báðir eru þeir að tala um innihaldslítinn stjórnarsáttmála, en ef þessi sáttmáli er lítill, þá voru fyrri sáttmálar dvergar, svo ég tali nú ekki um sáttmálann milli Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar um árið, sem voru bara nokkrar línur.

Það er ljóst að ríkið þarf á tekjum að halda og blönduð leið niðurskurðar, réttlátra skatta og hagræðingar, ásamt því að koma fótum undir banka og fyrirtæki sem aftur leiðir til þess að atvinnuleysi minnkar, mun auka tekjur ríkisins en jafnframt hjálpa almenningi.

Það er ekki verið að tala um að hækka skatta á lágtekjufólk, heldur hugsanlega þá sem hafa hálfa milljón eða meira. og þá er verið að tala um skattahækkun um ca. 3% á tekjur umfram 500 þús. Reiknaðu þetta út Sigurður og segðu svo að þetta sé ósanngjarnt eða óverjandi. Hvaðan eiga tekjur ríkissjóðs að koma?

Þó svo að Steingrímur og Jóhanna séu vinstrisinnuð eru þau bæði hlynnt blönduðu hagkerfi og gera sér fulla grein fyrir því að ríkið á ekki að vera að vasast í öllu, heldur eigi einstaklingar að reka fyrirtæki nema hugsanlega þau sem standa vörð um heilbrigði og menntun ásamt samgöngum, þó vissulega megi nýta einkarekstur þar að einhverju leyti.

Það er heldur ekki verið að tala um að skattpína fyrirtæki. Þeir sem halda því fram fara með fleipur, þvert á móti er verið að tala um skattaívilnanir á sprotafyrirtæki og nýsköðunarstarfsemi.

Gústaf Gústafsson, 12.5.2009 kl. 14:01

7 Smámynd: Björn Birgisson

Óttalegur vælutónn er í þessu hjá þér Sigurður. Þetta er nú bara ræstingarliðið að reyna að taka til eftir sukkið ykkar. Ekki vera að flækjast fyrir  rétt á meðan.

Björn Birgisson, 12.5.2009 kl. 14:06

8 Smámynd: þorvaldur Hermannsson

Hverjir eiga að borga þetta,það er eins og þið Sjálfstæðismenn séu einhverjir Alí Baba sem getið töfrað fram peninga.kv valdi

þorvaldur Hermannsson, 12.5.2009 kl. 14:38

9 Smámynd: Sigurður Jónsson

Haldið þið Vinstri menn virkilega að aukin skattpíning verði til þess að bjarga málum. Það eina sem getur bjargað þjóðinni er að efla atvinnulífið og bankakerfið,þannig að atvinnulífið eflist. Það ert engin lausn að skattpína þá sem hafa vinnu og þau fyrirtæki sem enn lifa. Það er ekki lausnin.

Veruleg lækkun vaxta er besta leiðin til hjálpar skuldsetrtum heimilum og að koma atvinnulífinu í gang.

Ó trúlegt annars hversu viðkvæmir vinstri menn eru fyrir gagnrýni. Það er eins og innst inni viti þeir að þetta getu8r aldrei gengið hjá Jóhönnu og Steingrími.

Sigurður Jónsson, 12.5.2009 kl. 15:16

10 Smámynd: Björn Birgisson

"Það eina sem getur bjargað þjóðinni er að efla atvinnulífið og bankakerfið þannig að atvinnulífið eflist."

Það er nú málið. En eigum við nokkuð að efla bankana upp í 12 falda veltu þjóðarinnar eins og sumir gerðu, eða létu gera og þótti bara gott!

Af hverju eruð þið Sjálfstæðismenn ekki bara úti að leika ykkur á meðan ærlegt fólk reynir að taka til eftir ykkur?

Björn Birgisson, 12.5.2009 kl. 15:57

11 Smámynd: Margrét Elín Arnarsdóttir

Rosalega er fólk nú málefnalegt hér - þetta er svona svipað og í sandkassanum hjá börnunum hérna í hverfinu, "hann gerði þetta fyrst, ég má þetta, mamma mín segir það!"

Margrét Elín Arnarsdóttir, 12.5.2009 kl. 19:15

12 Smámynd: Birgir Hrafn Sigurðsson

Sigurður Jónsson ég er þér hjartanlega sammála, ég vona bara að Samfylkingin sökkvi ekki þessu fleyi endanlega því nógu djúpt er það nú komið.

Birgir Hrafn Sigurðsson, 12.5.2009 kl. 19:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 828287

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband