Persónukjör. Eigum við að ganga alla leið ?

Það hefur sýnt sig að undanförnu að prófkjör fara að heyra sögunni til. Innanflokksátökin,peningarnir og spillingin í kringum þau hafa verið svo mikil að flestir eru því að ná sé komið. Á sínum tíma voru prófkjörin til að auka áhrif almennings á val framboðslista.Áður höfðu fámennar uppstillinganefndir og klíkur innan flokkanna hverjir skipuðu framboðslista.Nú eru flestir komnir á þá skoðun að báðar þessar leiðir séu ónothæfar.

Það er því fullkomlega eðlilegt að reyna að þróa þá hugmynd að taka upp persónukjör í kosningunum sjálfum. Auðvita þarf þetta að vera þannig að það sé auðskiljanlegt fyrir kjósandann.

Nú er rætt um að taka þetta upp í sveitarstjórnarkosningunum næsta vor. Mér finnst að velta því upp hvort þá væri ekki hreinlegast að kjósandi fengi að velja 7 nöfn (þar sem er 7 manna sveitarstjórn/bæjarstjórn) og það væri heimilt að velja nöfn af fleirum en einum lista. Með því móti værum við með fullkomið persónukjör.

Það er nefilega þannig að kjósendum treysta t.d. einhverjum á einum lista og svo örðum frambjóðanda á hinum listanum eða listunum.

Með þessu móti væri það tryggt að þeir einstaklingar sem njóta mests persónlegs fylgis ná kjöri í sveitarstjórnina. Það væri svo þeirra hlutverk að semja málefnasamning og ráða sér sveitarstjóra/bæjarstjóra.

Gaman verður að fylgjast með hvaða hugmyndir stjórnvöld hafa um persónukjör en ég hef hér sett mína fram.


mbl.is Persónukjör á næsta ári?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband