Vinstri grænir vara við ranghugmyndum Jóhönnu um lækningamátt ESB.Borgarahreyfingin í hrossakaupum um nefndaskipan.

Það er sífellt að verða furðulegra að heyra í forystumönnum Vinstri stjórnarinnar. Í kvöld hélt Jóhanna Sigurðardóttir formaður Samfylkingarinnar ræðu þar sem enn og aftur telur þjóðinni trú um að bara við það eitt að sækja um aðild að ESB mun allt breytast á Íslandi.Okkur er talin trú um að við það eitt muni vextir strax lækka,verðlag á vörum muni lækka o.s.frv. Ekki nóg með þessa upptalningu heldur munum við ráða hver stefna ESB verður í sjávarútvegsmálum sambandsins. Já,mikil er trú kona.

Miðað við reynslu okkar af Bretum og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum er það ansi mikil kokhreysti að halda svona ræðu eins og Jóhanna gerði í kvöld.

En hvað með úrræðin fyrir heimilin og fyrirtækin. Hvað með að koma bönkunum almennilega í gang.

Kom Jóhanna með einhverjar nýjar lausnir til bjargar?

Það er eðlilegt að fulltrúar Vinstri grænna vari þjóðina við tálsýnum Samfylkingarinnar um að allt muni lagast með því einu að sækja um aðild að ESB. Vandamálin þarf að leysa hér á Íslandi sagði Steingrímur J.

Merkilegt við upphaf Alþingis er þátttaka Borgarahreyfingarinnar í klíkumyndun með Vinstri grænum og Samfylkingunni til að tryggja sér fulltrúa í nefndum og áð stjórnarflokkarnir fái fleiri menn í nefndir þingsins.

Borgarahreyfingin segist vera á móti þessum gömlu og úreltu vinnubrögðum á Alþingi en fyrsta verk þeirra er svo að taka þátt í valdabrölti með Vinstri grænum og Samfylkingunni. það er ekki nóg að sleppa hálstauinu í þingsal. það eru nú ekki þær stórkostlegu breytingar á vinnubrögðum sem skipa neinu máli. Það er bara smá útlitsbreytinga á körlunum en ekkert annað.


mbl.is Leiði mótun sjávarútvegsstefnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 828279

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband