Er draumaland Steingríms J. að verða að veruleika? Ríkisrekstur á öllu.

Fréttir berast nú ótt og títt um fyrirtæki sem ríkið tekur til sín. Það stefnir í að ríkið verði með á sinni könnu alla bankastarfsemi í landinu og öll stærstu fyrirtækin. Margir hafa bent á það sé ósköp lítið sem gerst hafi til bjargar fyrirtækljum þá 7 mánuði sem liðnir eru frá bankahruninu.

það lítur út fyrir að Steingrímur J. og félagar hans vilji gjarnan hafa fyrirtækin undir forsjá ríkisins. Það er jú hina sanna stefna sósíallistanna.Kannski er draumaland Steingríms J. það sem koma skal.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Guðjónsson

Það er ömurlegt að lesa eílífa íhaldsdraugapistla eftir menn eins og þig Sigurður. Hefur þú nokkuð hugleitt af hverju fyrirtækin eru að fara til ríkisins, Hverjir voru við völd hér undanfarin 18 ár, ekki var það Steingrímur J. nei það var íhaldið sem bölsótast nú út í það að gömlu svikahundunum skulu ekki vera gefin fyrirtækin aftur eftir að það hafa verið afskrifaðar skuldirnar, já þvílíkir skúrkar og lítilmenni, búnir að koma þjóðinni á hausinn og éta upp eigur okkar og síðan rífa þeir kjaft, ja miklir menn erum vér Hrólfur minn.  Held það væri nær fyrir þig og þína líka að koma með eitthvað uppbyggilegt heldur en svona umræðu, kannski var það Steingrímur J sem ríkisvæddi bankana?

Bestu kveðjur.

Magnús.

Magnús Guðjónsson, 19.5.2009 kl. 14:25

2 identicon

Mér virðist sem það gleymist æði fljótt hverjir það voru sem komu þessum fyrirtækjum á klaldan klaka.  Það var ekki Steingrímur J. eða Vinstri græn.  Sjálfstæðisflokkurinn ber þar höfuð ábrygð og því þarf að halda stöðugt til haga í þessari umræðu.  Afleyðingarnar eru svo alvarlegar að það er ekki að undra þótt bankar og fyrirtæki rúlli og erfiðlega gangi að koma öllu af stað á nýjan leik.  Að sjálfsögðu hlýtur það að vera hagsmunamál hverrar ríkisstjórnar að koma styrkum fótum undir þessi fyrirtæki aftur og koma þeim í hendur fólks sem hefur burði til þess að reka þau.  Bara til áminningar, þá hefur Steingrímur oft talað um að blandað hagkerfi eftir norrænni fyrirmynd sé það sem hann vill sjá.  Vonandi verður svo raunin.  

Tómas Jónsson (IP-tala skráð) 19.5.2009 kl. 14:37

3 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Það eru söguleg tíðindi ef það sannast hér að últra frjálshyggja leiði að lokum til sósíalisma. Það þýðir einfaldlega að stefnurnar eru sitt hvor hliðin á sama peningnum.

Ef söguskýringin stendur, þá er aðeins tímaspursmál þar til sósíalistar hverfa frá völdum og frjálshyggjumenn geta tekið aftur til við að skipta eignum ríkisins á milli sín.

Svanur Gísli Þorkelsson, 19.5.2009 kl. 14:44

4 Smámynd: þorvaldur Hermannsson

Sæll Siggi,Svara þú mér einu ert þú með einhvern sem getur tekið við þessu annar en Ríkisjóður,og þá hver ?????

þorvaldur Hermannsson, 19.5.2009 kl. 17:52

5 identicon

Þetta er því miður allt í boði frjálshyggjunnar sem fóru of mikinn á braut græðgi og valdafíkn. Hins vegar tel ég að 99,9% allra sem hér búa vilji frelsi til að skapa sín örlög í stað þess að vera strengjabrúða ríkisins.

Allt er best í hófi og vonandi getum við einkavætt fyrirtækin aftur en með meiri blöndun á eignaraðild. Davíð Oddsson hafði rétt fyrir sér þegar hann vildi takmarka eignaraðildina að fjölmiðlum en valdasjúklingurinn sem situr á Bessastöðum kom í veg fyrir það enda sjálfur innvinklaður í Baugsveldið.

Held að fólk ætti að fara varlega í að gagnrýna eingöngu þá sem aðhyllast frjálshyggjunnar enda sjáum við að örgustu kommarnir sbr forseti vor lét glepjast í grægði og valdafíkn.

Svavar Friðriksson (IP-tala skráð) 19.5.2009 kl. 19:36

6 identicon

Ekki veit ég hvort þetta sé draumasýn SJS. Ef svo er, þá er það ekki örugglega ekki draumur hans að fá þetta allt til ríkisins með þá skuldbyrði sem fylgir því.

Fæ kjánahroll að lesa svona pistla þar sem skortur á eftirliti, óbeisluð frjálshyggja, kunningjaráðningar íhaldsins og ábyrgðarlaus áhættustarfssemi með fé áður stöndugra fyrirtækja hefur komið landinu í hræðilega stöðu og undir eftirliti IMF.

Þú ert greinilega ofurduglegur í að leita að flísinni í augum andstæðinga.

Guðgeir (IP-tala skráð) 19.5.2009 kl. 20:58

7 Smámynd: Sigurður Jónsson

Mér finnst alltaf jafn stórkostlegt að sjá hvað sumir vinstri menn eru viðkvæmir fyrir gagnrýni. Vinstri menn eru nú komnir í stjórn og eðlilegt að almenningur hafi skoðun á þeirra stjórnarháttum. Ég hef skrifað um það í pistlum mínum að ný frjálshyggjan hafi beðið skipbrot.Það er ömurlegt að horfa uppá hvernig til þess að gera fámennur hópur gat misnotað frelsið og hreinlega sett þjóðina nánast á hliðina. Auðvitað bera stjórnvöld og eftorlitsstofnanir líka sína ábyrgð.

Lausnin er samt ekki fólgin í því að ríkisvæða alla skapaða hluti. Það verður að stuðla að því að bankakerfið geti sinnt sínu hlutverki þannig að atvinnulífið komist í gang að nýju. Auðvita hljóta að verða eigendaskipti á mörgum fyrirtækjum.

Almenningur og forystumenn atvinnulífsins sjá að það er ekkert að gerast í raunhæfum aðgerðum til bjargar.

Sigurður Jónsson, 19.5.2009 kl. 21:42

8 identicon

Sigurður Jónsson,þú ert ekki í lagi maður,spurðu þína menn afhverju þetta er svona.Hugsa Sigurður,áður en þú ritar svona steypu.Þetta vinstra bull-kjaftæði í þér er einnig steypa,býrð þú  ekki annars á Íslandi.Ertu að gefa í skin að hinir svokölluðu hægri menn séu þá þrjótar og dusilmenni,ekki er hægt að lesa annað úr skrifum þínum.VAKNAÐU SIGURÐUR.VAKNAÐU MAÐUR.

Númi (IP-tala skráð) 19.5.2009 kl. 23:02

9 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Höfum við grætt mikið á hinni hliðinni? Hvers vegna gekk ekki hin stefnan?

Hvorki sjálfstæðisflokkur né nokkur annar flokkur hefur getað skrifað upp á fullkomna og góða kosti fyrir nokkurn íslending og mun ekki geta því það þarf hugsjón og kærleika inn í þetta allt saman.

Hvar í flokki er hugsjónin?

þarf flokk fyrir fyrir heiðarlega hugsjjón?

Nei raunveruleg husjón fer ekki í flokkagreiningu. Hugsjón er hlutlaus í pólitík.

Hugsjón er göfug og óflokksbundin.

En hugsjónaflokkurinn er ekki til á Íslandi.

þurfum við ekki að horfa fram á veginn og gleyma um stund gömlu hatri milli flokka? 

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 20.5.2009 kl. 00:21

10 Smámynd: Héðinn Björnsson

Ég veit ekki betur en að það hafi verið Sjálfstæðisflokkurinn og stefna hans sem kom öllu atvinnulífi landsins í faðm ríkisins. Það fellur svo á Steingrím að framkvæma formlegheitin en þetta gerist allt saman sem afleiðing af ykkar stefnu!

Héðinn Björnsson, 20.5.2009 kl. 11:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband