Skynsamleg rödd frá Vinstri grænum.

Það mun koma í ljós á næstu dögum hvort við erum föst í heljargreipum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins eða ekki. Það er alveg hárrétt hjá Lilju Mósesdóttur þingmanni Vinstri grænna að vextir verða að lækka verulega nú í byrjun næsta mánaðar.Ef það gerist ekki verður ástandið óbærilegt. Það mun hreinlega allt stöðvast og lífskjör frærast marga áratugi aftur í tímann.

Það er staðreynd að bankarnir virka ekki enn til að hleypa lífi í atvinnulífið.

Ég held að okkur sé mikill vandi á höndum ef það er rétt sem margir vilja halda fram að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn stjórni raunverulega landinu.

Verði lítil eða engin vaxtalækkun verður spennandi að sjá hvort aðrir þingmenn taka undir með Lilju að afþakka ráðgjöf Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.

 


mbl.is Ætti að afþakka ráðgjöf AGS
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

 Aldrei ESB ruglið þá erum við endanlega kominn undir auðvaldsklíkuna sem hér var að verkum að setja landið á hausinn til að ná yfirráðum Brussel yfir auðlindunum, þessir útrásaraumingjar þáðu mútur til að gera þetta.

Bíðið bara og sjáið.

Samfylkingin er uppfull af heimskingjum sem trúa engu íllt á næsta mann.

sveinn (IP-tala skráð) 25.5.2009 kl. 20:44

2 Smámynd: Liberal

Gleymdu því samt ekki að VG vill að hér færist lífskjör aftur um marga áratugi. VG vill að hér búi allir í haftasamfélagi þar sem skömmtun er daglegt brauð. Allir verði jafnir í eymdinni.

VG vill mun frekar hafa þjóðfélag þar sem allir hafa það ámóta skítt en þjóðfélag þar sem einhverjir geta "skotist framúr" og efnast.

Fyrsti fasinn er að skattleggja allt sem hreyfist, VG er á góðri leið með að koma því í gegn.

Fasi tvö er að þjóðnýta allt viðskiptalíf á landinu, VG er á góðri leið með það með a) stofnun Atvinnusjóðs Ríkisins og b) þjóðnýtingu sjávarútvegsins.

Fasi þrjú verður svo sífellt harðari einangrunarstefna þar sem við munum "leiðrétta" viðskiptahalla með því að einfaldlega banna innflutning á vörum; VG mun ætlast til að við étum það sem við getum ræktað og annað verði einfaldlega ekki í boði.

Þetta er framtíðin sem VG býður upp á.

Liberal, 25.5.2009 kl. 20:51

3 Smámynd: Árni Gunnarsson

Þetta er auðvitað ekki boðlegt ástand lengur og þó síst vegna þess að Alþingi mun verða lamað um ófyrirséða framtíð vegna ESB umræðunnar. En útspil Lilju M. kom óvænt og nú reynir á hvort hún stendur ein í þingflokknum eða hvort ríkisstjórnin neyðist að taka á þeim málum sem umbjóðendur hennar ætluðust til af henni 25. maí s.l.

Árni Gunnarsson, 25.5.2009 kl. 22:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband