Ótrúlegt en satt. Eyjamenn flytja út vatn til arabalanda.

Sú var tíðin í Vestmannaeyjum að íbúar þurftu að búa við það að safna rignarvatni í sérstaka brunna og nota til sinnar neyslu.Varla hefur þetta nú verið hollasta vatn í heimi og ekki var það gott á bragðið. Ef til vill er vatnið skýringin á því hvernig við Vestmannaeyingar erum sem þurftum lengi vel að búa við svona vatn.

Það varð algjör bylting í vatnsbúskap í Eyjum árið 1968 þegar leiðsla var lögð milli lands og Vestmannaeyja og þannig fékkst frábært vatn. Það kom sér vel að búið var að ljúka við þessa framkvæmd þegar eldgosið varð 1973.

Í ljósi sögunnar er það ansi merkilegt að nú sjá menn fram á útflutnig á fersku vatni frá Vestmannaeyja til arabalanda. Það er frábært að þetta skuli eiga sér stað. Bæði skapar þetta atvinnu og útflutningstekjur. Eyjamenn hafa byggt sína afkomu í gegnum tíðina á öflugum sjávarútvegi og svo verður örugglega áfram,en það er til mikilla bóta að fá fjölbreytni í atvinnulífið.Með tilkomu hafnar í Bakkafjöru á næsta ári skapast gífurlegir möguleikar fyrir Eyjamenn að tengjast markaðssvæðinu á nágrannaríkinu Íslandi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Og Íslendingar flytja inn vatn, á flöskum, frá Tyrklandi!...

Er einhver markaður fyrir Árna Johnsena þarna í Arabíu, þá eru menn lokksins að tala um ,buisness'

Steinn Magnússon (IP-tala skráð) 25.5.2009 kl. 20:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 828287

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband