Bandaríkin friðardúfa í stað alheimslöggu?

Það væri virkilega óskandi að Bandaríkjamenn undir forystu Obama tækju að sér hluverk friðardúfunnar í stað þess að líta á sig sem einhverja alheimslöggu. Bandaríkin hafa á síðustu árum glatað miklu trausti meðal þjóða heimsins.Sífelld afskiptasemi af innanríkismálum sumra þjóða hefur ekki fallið í góð'an jarðveg hvorki heimafyrir hjá bandaríkjamönnum eða annars staðar. Sagan mun örugglega dæma Bush fyrrverandi forseta hart fyrir innrásina og stríðsreksturinn í Írak.

Vonandi er nú að renna upp nýr og betri heimur með tilkoma Obama. Það væri allavega betra að Bandaríkin beittu sér fyrir friði heldur en standa í sífelldum stríðsrekstri.


mbl.is Obama vongóður um frið í Mið-Austurlöndum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég veit ekki á hverju þessar vonir þínar byggjast. Obama er ófær um að ganga frá í Írak og hefur í hyggju að þenja frekar út átökin í Afganistan. Þar að auki hefur hann reynst alls ófær um að taka á bankaspillingunni (sem þrífst miklu víðar en á Fróni), hann prentar bara fyrir þá ca. 1.000 miljarða dollara. Jafnvel það að loka Guantanamo búðunum og að taka á pyndingaskandalnum virðist ætla að verða honum ofviða. Kerfið virðist valdameira en forsetinn...

Þorgeir Ragnarsson (IP-tala skráð) 2.6.2009 kl. 12:01

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Bandaríkjamenn hafa ætíð haft sérstakt lag á að sjá hernaðaraðgerðir þeirra, vítt og breitt um heiminn, sem friðaraðgerðir (saving lives!). Flestum þjóðum öðrum hefur gengið misjafnlega að sjá málin í því ljósi.

Bandaríkjamenn hafa kunnað eða lært að sjá hlutina með augum annarra, vafasamt að það breytist með Obama.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 2.6.2009 kl. 12:05

3 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Bandaríkjamenn hafa aldrei kunnað eða lært að sjá hlutina ...   átti þetta að vera.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 2.6.2009 kl. 15:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband