Ekki nógu gott hjá Sjálfstæðisflokknum.

Mér fannst það á sínum tíma mjög heiðarlegt hjá Bjarna Benediktssyni,formanni Sjálfstæðisflokksins að hinir svokölluðu ofurstyrkir yrðu greiddir til baka.Ég skyldi það þannig að það ætti að ganga frá greiðslunni bí einu lagi og málið væri úr sögunni. Það er alls ekki nógu gott að ætla að greiða lánið á 7 árum án vaxta og verðtryggingar.Hér er um kjör að ræða sem standa ekki almenningi eða fyrirtækjum til boða til að koma sér út úr vandræðunum.Slík vildarkjör myndu eflaust geta hjálpað mörgum.

Að sjálfsögðu átti flokkurinn að semja um endurgreiðslu á láninu og að eðlilegir vextir væru greiddir af því eða taka lán fyrir upphæðinni og greiða til baka. Þá hefði engu skipt á hvað mörgum árum flokkurinn væri að borga.

Sem sagt,ég varð fyrir vonbrigðum með þessa afgreiðslu á málinu.


mbl.is Styrkir borgaðir til baka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sævar Finnbogason

Hefðu þeir ekki frekar átt að taka lán fyrir þessu og endurgreiða upphæðina í heilu lagi eins og var talað um? Það er ekki hægt að kalla þetta annað en svik við kjósendur (og nóg höfðu þeir gert af sér fyrir kosningar)

Sævar Finnbogason, 2.6.2009 kl. 14:25

2 identicon

Med thessu framferdi er flokkurinn eingongu ad borga sem svarar a bilinu 21-25 miljonir til baka, ef vid midum vid nuvirdi.   Ef vid tokum gengisfall kronunar inni thetta tha erum vid komnir nidur i  ca. 12-15 milljonir sem their greida til baka.  Mismunurinn rennur thvi beint i theirra vasa. Mer thykir thad nu ekki nogu gott framferdi og i raun ekki heidarlegt ad theim ad gera slikt.

Jonas (IP-tala skráð) 2.6.2009 kl. 14:29

3 Smámynd: Héðinn Björnsson

Þetta svarar því að borga aftur vextina af láninu næstu 7 árin en halda höfuðstólnum.

Héðinn Björnsson, 2.6.2009 kl. 14:38

4 Smámynd: Jakob Þór Haraldsson

Ótrúleg útsjónarsemi hjá XD - svo eftir 4 ár þegar þeir eru komnir aftur að völdum þá verður hætt að greiða af þessu öllu saman, málinu er lokið segir þá nýr formaður flokksins - svo bætir hann við að HANN hefði eflaust staðið öðru vísi að afgreiðslu þessa máls en fyrirrennari sinn, en þessu leiðindarmáli sé nú lokið.....   Ég vona að Ingibjörg Sólrún & Geir Haarde verði látin sæta RÁÐHERRAÁBYRGÐ og þeim einnig stefnt fyrir að brjóta gegn góðri stjórnsýslu!  Í mínum hugum þáðu BÁÐIR formenn stærstu flokkanna MÚTUR, gegn því að bankarnir fengju í staðin frítt spil - afleiðingarnar eru augljósar og það verður að kalla ALLA til ábyrgðar, stjórnmálamenn & þessa siðblindu útrásar skúrka!    Það sjá það allir að upphæfðir sem yfirstíga 2-5 milljónir eru ekkert styrki - ekkert flólkið við þetta mál - sorglega ljótir gjörningar sem setja svartan blett á alla sem koma náláægt þessu...!

kv. Heilbrigð skynsemi

Jakob Þór Haraldsson, 2.6.2009 kl. 17:46

5 Smámynd: Páll Jónsson

Tjah... Þeir borga þó eitthvað af þessu til baka, ekki sé ég Samfylkinguna krafða um slíkt hið sama.

Páll Jónsson, 2.6.2009 kl. 18:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 828249

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband