4.6.2009 | 20:49
Verður hægt að tryggja stöðugleika gengisins þegar allt er hrunið,heimili og fyrirtæki.?
Merkilegt að horfa á leiðtoga launþega og atvinnurekenda í Kastljósinu í kvöld. Báðir voru þeir sammála að það væri skelfilegt að Seðlabankinn skyldi ekki lækka vexti í da. Báðir voru þeir sammála að nú væri allt í ppnámi hvað varðaði kjarasamninga.Báðir voru þeir sammála að þessi hávaxtastefna myndi ganga að fyrirtæjunum dauðum.Hvað er þá unnið með hárri vaxtastefnu?
Er líklegra að krónan verði stöðug þegar allt fer í strand. Hefu einhver virkilega tyrú á því. Verður það til þess að ríkissjóður fái inn meiri tekjur ef fyrirtækin stöðvast og atvinnuleysi fer í nýjar hæðir sem við höfum ekki séð áður.
Svo segja menn að samstarfið við AGS sé ekki í uppnámi. Er það virkilega svo að Alþingi ætli að sitja aðgerðarlaust og láta allt stöðvast hér. Jóhanna Sigurðardóttir lætur hafa það eftir sér að ástand heimila sé ekki nálægt því eins slæmt og menn hafa haldið. Hefur Jóhanna virkilega trú á því að það standi lengi ef meirihluti fyrirtækja gefst upp og atvinnuleysi heldur áfram að aukast.
Frægt varð og sýnir hve félagsmálaráðherra Árni Páll er í litlum tengslum við almenning þegar hann sagði að málin væru nú ekki svo alvarleg,því að greiðslubyrðin hefði ekki aukist hjá mörgum um meira en 50 þús. á mánuði. Hjá lánafólki og vatvinnulausum er þetta nú ansi há tala ,þegar við bætist að allar vörur og þjónusta hafa hækkað mikið og til viðbótar skattahækkanir Vinstri stjórnarinnar.
Annars þarf þetta viðhorf félagsmálaráðherra svo sem ekki að koma á óvart því hann taldi það bara eðlilegt að fólk sem missti vinnuna hér leitaði bara fyrir sér erlendis. Er það virkilega í lagi að mati ráðherra að stór hópur þurfi að yfirgefa landið vegna þess að hjól atvinnulífsins eru smám saman að stöðvast.
Ég hef sagt það,að ég býst ekki við miklu af Samfylkingunni. Sá flokkur sér engar lausnir nema að einhverjir gæjar frá útlöndum eigi að bjarga okkur. Vonandi nær fólk úr öðrum flokkum saman til að leysa málin. Það er skelfilegt að hugsa til þess að slegið skuli hafa verið á samningsvilja launþega og atvinnurekenda til að ná hér samkomulagi sín á milli. Báðir leiðtogarnir lýstu einnig yfir vilja til samstarfs við ríkisstjórnina um nauðsynlegar aðgerðir til bjargar efnahagslífinu.
Alþingi getur ekki horft uppá að þetta gerist. Það er hreint og beint ömurlegt til þess að hugsa að allt fárið í kringum Seðlabankann var einungis til að losna við Davíð Oddsson. Þrátt fyrir norskan Seðlabankastjóra og heila peningastefnunefnd er niðurstaðan áfram sú sama. Hávaxtastefna sem kemur öllu á hausinn.
Það þýðir lítið fyrir Vinstri græna að mjálma eitthvað núna um alheims kapitalisma og þetta séu þeim nú mikl vonbrigði. Vinstri grænir eru í ríkisstjórn og geta breytt þessu. Þeir hljóta að geta sett Samfylkingunni skilyrði að það þurfi breytingar, þótt það kosti að við segjum bless við AGS.
Allavega er nú nóg komið.Það er hryllilegt ef Seðlabankinn og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn ná að stöðva hér allt til lengri tíma. Það er ekki sú framtíðarsýn sem almenningur vill sjá.
Samstarf við AGS ekki í uppnám | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Sigurður Jónsson
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Eyjafréttir
- Eyjan
- Sjálfstæðisflokkurinn
- Víkurfréttir
- Barnabörnin
- Sveitarfélagið Garður
- Reykjanesblaðið Kemur út hálfsmánaðarlega.
Bloggvinir
- gumson
- nkosi
- addi50
- baldher
- kaffi
- birgitta
- bjarnihardar
- artboy
- gattin
- carlgranz
- diesel
- gagnrynandi
- einarbb
- ellidiv
- eyglohardar
- ea
- fhg
- gesturgudjonsson
- gretarmar
- gudbjorng
- lucas
- dramb
- gylfig
- fosterinn
- smali
- helgi-sigmunds
- helgimar
- helgigunnars
- himmalingur
- hjorturgud
- ibvfan
- jakobk
- johannp
- jonmagnusson
- jonsnae
- kolbrunerin
- ladyelin
- lotta
- liljabolla
- altice
- ludvikludviksson
- maggij
- iceland
- redlion
- rynir
- heidarbaer
- sigurjon
- sv11
- sigurdurkari
- siggith
- steffy
- stebbifr
- eyverjar
- svanurg
- tibsen
- vefritid
- nytthugarfar
- nautabaninn
- hector
- steinig
- thorsteinnhelgi
- iceberg
- tbs
- doddidoddi
- valdivest
- malacai
- annabjorghjartardottir
- launafolk
- bjarnimax
- bookiceland
- eeelle
- gauisig
- elnino
- zumann
- gp
- morgunblogg
- minos
- daliaa
- johannesthor
- stjornun
- jonlindal
- bassinn
- kuldaboli
- kristjan9
- maggiraggi
- odinnth
- omarbjarki
- oskareliasoskarsson
- skari
- siggus10
- siggisig
- steinn33
- valdimarjohannesson
- thjodarheidur
- valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.