Ansi verður hann dýr aðgöngumiðinn að ESB.

Ekki eru þær glæsilegar fréttirnar sem bárust í dag af afrekum Vinstri stjórnarinnar. Það er hrikaleg skuldbindingin sem framtíð landsins er sett í við þessa samninga. Skuldin hækkar um 37 milljarða á ári og ef krónan á eftir að veikjast verður skuldin komin fljótlega yfir 1000 milljarða.Eitthvað kemur upp í þessa skuld en engin veit hversu mikið eða lítið það verður.

 

Dekur Samfylkingarinnar við Evrópusambandið ætlar að verða okkur ansi dýrt.


mbl.is Hækkar um 37 milljarða árlega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ætli það næsta verði ekki að gera eldri borgara og öryrkja landsins tekjulausa með því að splæsa lífeyrissjóðunum inn í þetta? Manni heyrist nú fótgönguliðar útrásarvíkinganna, aka. samfylking vera með þetta á prjónum. Maður heyrir þetta útundan sér að það er byrjað að nefna þetta í blöðunum sem samfylking hefur dálæti á og eigendur sömu blaða hafa dálæti á samfylkingu vera að ræða.

Visir.is flutti fréttir í dag um að það ætti enga vexti að borga fyrstu sjö árin. Hið rétta er náttúrulega að það er verið að fresta vaxtagreiðslum í sjö ár. Síðan tekur pínan við. Á meðan eru bretar að ávaxta sitt pund með 5,5% vöxtum með íslenskri ríkisábyrð. Ekki slæmt það í landi þar sem vextir eru að komast niður í 1,0% og fara lækkandi!!!!!

Það hefur nákvæmlega ekkert gengið eftir sem þessi ríkisstjorn hefur lagt upp með. Hún er andvana fædd. Eina sem hún hefur gert síðustu vikuna er að þjappa stjórnarandstöðunni saman.

Þjóðsstjórn og það strax.

joi (IP-tala skráð) 5.6.2009 kl. 22:45

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

Man nokkur í dag hverjir sátu í ríkisstjórn þegar hin vel heppnaða einkavæðing bankanna varð að veruleika? Mig minnir að fyrrum forsætisráðherra þjóðarinnar og sem ég man bara aldrei hvað heitir hafi fagnað þessari vel heppnuðu einkavæðingu í dýrðlegri veislu í London þar sem svo rausnarlega var veitt að hann gat ekki klappað en stýrði í staðinn ferföldum húrrahrópum. 

Þessi samningur er arfur frá ríkisstjórn Geirs H. Haarde en hefur verið snúið til skárri vegar af þessari ríkisstjórn. Slæmur hefur hann verið!

Árni Gunnarsson, 5.6.2009 kl. 23:38

3 Smámynd: Dante

Árni Gunnarsson!

Svo skal böl bæta að benda á eitthvað annað!

Þessi óskapnaður, sem þessi Ice-save reikningur er, er ekkert annað en landráð.

Ég man ekki betur en að Svavari Gestssyni hafi verið hafnað,sem stjórnmálamanni, af Íslensku þjóðinni á sínum tíma (leiðréttu mig ef mig misminnir).

Hvað er hann að gera sem forsvarmaður þessara nefndar'

Nei takk, við eigum ekki að borga skuldir óreiðumanna!

Dante, 6.6.2009 kl. 01:03

4 Smámynd: Björn Heiðdal

Jón Fríman segir að þetta snúist ekki um ESB.  En hér hefur hann aftur rangt fyrir sér.  Þetta snýst  einmitt um ESB og evru.  Hvernig ætlar ríkið að borga til baka þetta lán með ónýtum krónum?  Það eru ekki til svona margar krónur og verða ekki til á næstunni.  Ætlar ESB að borga þessa skuld?

Björn Heiðdal, 6.6.2009 kl. 09:42

5 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Skuldin hækkar um 37 milljarða fyrsta árið og svo koma vextir ofan á þá samtölu og svo koll af kolli.  Þetta reiknast á 1000 milljarða, þegar að því kemur að borga. Þá erum við að tala um nærri 60 milljarða á ári í vexti plús afborganir. Höfuðstóllinn mun líklegast ekkert lækka þau 8 ár, sem við höfumtil að greiða upp lánið nema að við getum slengt fram um 300 milljörðum á ári allan þann tíma. Sem er milljón á mann á ári. Ef ekki, þá þurfum við að taka annað lán til að greiða þetta upp, svo menn geta haldið áfram að reikna.  Á sama tíma þurfum við að borga af öðru eins okurláni frá AGS í minnkandi þjóðarframleiðslu, landflótta, atvinnuleysi , gjaldþrotum og you name it.

Er einhver að sjá glóru í þessu? Jú, Samfó. Og víst Jón Frímann, snýst  þetta um EU. Til er hótunarbréf, sem reynt var að halda leyndu, sem staðfestir einmitt það.

Jón Steinar Ragnarsson, 6.6.2009 kl. 10:15

6 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ein milljón á mann þýðir því 5 milljónir á kjarnafjölskylduna á ári, svona til að setja það í samhengi. Öyrkjar, atvinnulausir, leikskólabörn etc. Ein milla ellegar eruð þið í ánauð um alla framtíð. Svo virðast menn himinlifandi yfir að við fáum þetta á Visa rað.

Jón Steinar Ragnarsson, 6.6.2009 kl. 10:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband