Hvað með tugmilljóna styrki til Samfylkingarinnar frá fyrirtækjum Baugs?

Merkilegt er hvað Stöð 2 og Fréttablaðið hafa lítinn áhuga að fjalla um tugmilljóna styrki sem Samfylkingin fékk frá Baugi og tengdum fyrirtækjum. Hvers vegna vekur það ekki sömu athygli og styrkir stórfyrirtækja til Sjálfstæðisflokksins?

Fjölmiðlar og stjórnmálafræðingar hafa talað um að stórir styrkir séu á verulega gráu svæði og megi hugsanlega leiða að því líkum að um mútugreiðslur sé að ræða. þetta var túlkunin gagnvart Sjálfstæðisflokksins.

Hvers vegna eru sömu aðilar ekki reiðubúnir að halda nákvæmlega sömu rökum fram gagnvart Samfylkingunni?

Hvers vegna kemur ekki Fréttablaðið og Stöð 2 fram með þá kröfu að Samfylkingin endurgreiði styrki sína frá Baugi. Margir hafa haldið því fram að það hafi verið mjög óeðlilegt hvernig Samfylkingin varði alltaf Baugsfyrirtækin. Var um óeðlileg tengsl að ræða. Hafði Samfylkingin lofað einhverju útá fjárhagsstuðninginn?

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Því miður eru íslenskir fjölmiðar glæpsamlega légir & bregðast þjóðinni algjörlega sem 4 valdið, enda dansa þeir bara eftir kröfum eigandanna...  Sumt fólk skilur ekki enn af hverju ég tala allltaf um SAMSPILLINGUNA, en mér finnst búið að vera augljóst í langan tíma að flokkurinn er gjörspiltur og Borgarnes ræður Sollu stirðu komu manni alltaf í gott skap....  "One RING 2 rule them ALL, on RING to bind them..!" - þetta er búið að vera meiri hringavitleysan og Ólí grís fer yfirleitt með aðalhlutverið bak við tjöldin.  Þjóðar ógæfa hversu "lélega & spilta alþingismenn við eigum".

kv. Heilbrigð skynsemi

Jakob Þór Haraldsson (IP-tala skráð) 5.6.2009 kl. 12:37

2 Smámynd: Sigurjón Sveinsson

Blessaður vertu maður, Samfó má allt það sem Framsókn og Sjallar eru hengdir fyrir. "Hlutlausu" fjölmiðlarnir okkar sjá til þess. Svo eru þessir blessuðu "álitsgafar" sem ganga af göflunum ef Sjallar eru teknir við spillingu allir vel vinstri sinnaðir og því þegja þegar þeirra lið er gripið í landhelgi. Föstu pennarnir á Visir.is t.d.

Svona er bara pólitísk umræða í dag. Afstaða til gjörða er tekin skv. flokkshollystu löngu áður en málefnin og staðreyndir mála eru nokkuð kynnt.

Róbert Marshall, sá annars ágæti maður, er holdgerfingur þeirrar hræsni sem býr í "blaðamönnum". Getur ekki á sér heilum tekið á þingi yfir Sjöllum (vilja ekki birta bókhald dótturfélaga Sjalla eins og Samfó gerði) en þegir þunnu hljóði yfir skít Samfylkingarinnar í styrkjamálunum. Og pólitísk afstaða hans gagnvart viðfangsefninu sýndi vel hvernig "fjölmiðlamenn" yfirleitt haga sér þegar hann gleymdi því hvernig klukka virkar og hljóp af stað í rugl frétt út af Halldóri Ásgrímssyni, eins og frægt var með eindæmum.

Sigurjón Sveinsson, 5.6.2009 kl. 16:04

3 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

Því Samfylkingin fékk fullt af smástyrkjum frá mörgum fyrirtækjum (þó eignatengsl þeirra skarist eins og flest annað hér á landi) yfir dreift tímabil en Sjálfstæðisflokkur fékk tvo ofurstyrki frá 2ur fyrirtækjum korteri fyrir lagabreytingu um styrki til stjórnmálaflokka. Sérðu í alvörunni ekki grundvallarmuninn á þessum tveimur aðstæðum?

Páll Geir Bjarnason, 5.6.2009 kl. 16:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 828303

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband