Vanhæf ríkisstjórn. Ekki hægt að skuldbinda þjóðina á klafa skulda.Trúi ekki að Vinstri grænir samþykki.Þjóðaratkvæði?

Flestir eiga erfitt með að skilja að við þurfum að greiða 5,5% vexti af ICesave reikningunum þegar vextir í þessum löndum eru 1-2%.Flestir eru reyndar undrandi á því forráðamenn ríkisins skuli hafa skrifað undir samning þar sem við erum gerð ábyrg fyrir allt að 660 milljörðum króna.

Þetta er hreint ótrúlegt miðað við það sem Steingrímur J.fjármálaráðherra sagði um Icesavereikninga þegar það voru einhverjar hugmundir að ganga til samninga um skuldina. Þá fannst Steingrími J. ekki koma til greina að láta kúga okkur.

Hvers vegna ekki að láta Bretana bara hirða þær eignir sem í þeirra landi eru og að þeir geti svo elt fyrri eigendur bankanna og útrásarvíkingana.

Reyndar er ótrúlegt að þessi samkomulagsdrög verði samþykkt af Alþingi. Það getur ekki verið að Vinstri grænir samþykki.

En ef til vill er skynsamlegast að fara eftir tillögu Birgittu í Borgarahreyfingunni og efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um málið. Varla gætu þingmenn Samfylkingarinnar verið á móti slíkri tillögu.


mbl.is Óskiljanleg ákvörðun stjórnvalda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nei, það getur ekki verið að þeir skrifi undir gegn vilja fólksins. 

EE elle (IP-tala skráð) 7.6.2009 kl. 22:01

2 identicon

Vextir á 15 ára bresk ríkisskuldabréf eru um 4,7% þannig að það er kolrangt sem haldið er fram að 5,5% vextir séu of háir. Mér sýnist þeir vera í lægri kantinum miðað við áhættuna á því að lána Íslendingum.

Það væri ágætt svona upp á friðinn í þjóðfélaginu að menn hætti að rugla með staðreyndir eins og þessar.

Staðreyndin er sú að þessi samningur er mjög hagstæður og það fer í taugarnar á öfgamönnunum í Sjálfstæðisflokknum.

Dude (IP-tala skráð) 8.6.2009 kl. 11:08

3 identicon

Og það fer í taugarnar á fólki í landinu að þurfa að borga skuldir glæpamanna.

EE elle (IP-tala skráð) 8.6.2009 kl. 12:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband