Gjá milli þings og þjóðar. Hvað gerir Ólafur Ragnar nú? Skrifar hann undir?

Það lítur út fyrir að mikil andstaða sé við að gengið verði að samningnum vegna Icesave. Frekar ótrúlegt má heita að Vinstri stjórnin efni til þjóðaratkvæðagreiðslu um málið. Það er því eðlilegt að menn velti því nú fyrir sér hvort Ólafur Ragnar muni skrifa undir lögin ef svo fer að Alþingi samþykki þau.Mönnum er í fersku minni að Ólafur Ragnar vildi ekki skrifa undir fjölmiðlalögin þar það mál hefði búið til gjá milli stjórnvalda og almennings.

Komi til þess að Icesave greiðslan og kjörin verði samþykkt á Alþingi hlýtur Ólafur Ragnar að neita að staðfesta þau og skjóta málinu til þjóðaratkvæðagreiðslu. Hann hlýtur að verða samkvæmur sjálfum sér. Og varla myndu Vinstri grænir og Samfylkingin mótmæla að forsetinn tæki fram fyrir hendurnar á þeim. Þau hljóta einnig að verða samkvæm sjálfum sér.

Birgitta í Borgarhreyfingunni getur örugglega stólað á að Ólafur Ragnar setji málið í þjóðaratkvæðagreiðslu, eða er það ekki alveg öruggt?


mbl.is Hugsanleg Icesave mótmæli á Austurvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ólafur R og skartið hans eru í spillingarliði Íslensku þjófanna. Það er alveg með ólíkindum að þessi maður sé hér Forsetti Íslendinga.

Sigurbjörg Jónsdóttir (IP-tala skráð) 7.6.2009 kl. 22:02

2 Smámynd: Páll Blöndal

Nú, við kusum Ólaf Ragnar sem forseta.
Þið vitið kannski ekki að það geta fleiri boðið sig
fram sem forseta en Ólafur og Ástþór.

Páll Blöndal, 7.6.2009 kl. 23:18

3 identicon

Það er með Bessastaðaundrið eins og önnur firn, að ekki eru þeim gefnar mennskar eigindir.

Fimmta valdið (IP-tala skráð) 8.6.2009 kl. 07:58

4 Smámynd: Baldur Sigurðarson

Ólafur er fínn. Hann hefur að mínu mati staðið sig með stakri prýði sem forseti Íslands og ég tel að hann hafi ekki gert neitt rangt við að kynna íslensk fyrirtæki á erlendri grund. Það var ekki hann sem lagði hendur á þjóðina eins og útrásarvíkingarnir með svikum og prettum. Ekki kvörtuðu menn þegar hann var að kynna þessi fyrirtæki erlendis, enda leit allt vel út þá. Það er erfitt að spá í framtíðina og hann getur það ekki frekar en við hin.

Hitt er annað mál að ég er sammála að öllu leyti því að hann neiti að staðfesta þessi lög og skjóti þeim til þjóðarinnar. Mér fannst og finnst enn frábært hjá honum að neita að staðfesta lögin um fjölmiðla sem voru fáránleg að mínu mati og byggðust á valdnýðslu.

Það voru hins vegar Sjálfstæðismenn og Framsóknarmenn sem brutu stjórnarskrá Íslands á sínum tíma þegar þeir létu vera að skjóta málinu til þjóðaratkvæðagreiðslu eins og þeim bar, en þeir drógu lögin til baka sem er brot á Stjórnarskránni eins og við öll vitum.

Heyr heyr Sigurður. Ég tek ofan fyrir þér.

Baldur Sigurðarson, 8.6.2009 kl. 07:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 828249

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband