Gríðarlega sterk staða í Garðinum.

Ég sá á heimasíðu Sveitarfélagsins Garðs að ársreikningur 2008 var afgreiddur á síðasta bæjarstjórnarfundi.Ársreikningurinn sýnir að fjárhagsstaða Garðsins er gífurlega sterk.Hverju má þakka þetta.Þar held ég að eftirfarandi þættir hafi skipt sköpum.

Meirihluti síðustu bæjarstjórna tók þá ákvörðun að selja ekki eignir sínar og leggja inní fasteignafélag og leigja síðan. Sú stefna er nú að koma sveitarfélaginu til góða.

Meirihluti síðustu bæjarstjórnar hélt byggingaleyfisgjöldum í algjöru lágmarki og stuðlaði þannig að mikilli uppbyggingu í sveitarfélaginu sem nú skilar sér vel.

Mikils aðhalds hefur verið gætt í rekstrinum.

Sala hlutabréfa í Hitaveitu Suðurnesja gjörbreytti fjárhagsstöðu sveitarfélagsins´

Miðað við þessa sterku stöðu á Garðurinn gífurlega mikla möguleika á að blómstra í framtíðinni. Sveitarfélagið hefur gott forskot á mörg sveitarfélög sem glíma nú við hroðalega´n fjárhagsvanda.

Að sjálfsögðu var það mjög skynsamleg sterfna að hugsa til framtíðar varðandi söluhagnað hlutabréfanna og nota ekki fjármagnið allt núna,en það þarf að huga að því að hagnaðurinn komi núverandi íbúa til góða og að byggt verði upp til framtíðar.

Sveitarfélagið hefur góð efni á því að stilla álögum mjög í hóf á íbúana.Einnig væri mjög skynsamlegt á þessum krepputímum að sveitarfélagið kæmi til móts við barnafólkið með því að skólamáltíðir yrðu ókeypis ásamt því að veruleg lækkun yrði á gjaldskrá leikskóla og tónlistarskóla. Þessar ráðstafanir mættu vera tímabundnar á meðan kreppan er sem dýpst.

Ég sé að það er verið að vinna að mjög góðu framtaki við stækkun grunnskólans og er það vel. Sveitarfélagið þarf svo að huga að virkilegu átaki á Garðskaga. Það svæði er algjör perla og hægt að auka þangað ferðamannastrauminn.

Að útskálum er verið að vinna að metnaðarfullu átaki að koma upp sögusafni kirkjunnar ásamt bygginu safnaðarheimilis. Sveitarfélagið á hiklaust að standa vel við bakið á þessari uppbyggingu með fjárframlagi. Það mun skila sér síðar.

Sveitarfélagið þarf einnig að skoða alla möguleika á því að hægt verði að halda áfram með uppbyggingu hótels á þessum stað eins ,en framkvæmdir voru aðeins byrjaðar.

Miklir möguleikar væru að gera út hvalaskoðun frá Garðinum. Það er mál sem sveitarfélagið á að skoða hvernig það gæti komið að.

Bæjarstjórn þarf að láta mun meira í sér heyra hvað varðar áframhald framkvæmda við álver í helguvík. Hér er um að ræða verulega stórt hagsmunamál fyrir Garðinn. Með álverinu skapast fjölmörg störf og sveitarfélagið fær fasteignatekjur. Bæjarstjórn ætti að álykta og senda áskorun til Alþingis á hverjum einasta fundi sínum.

Mér finnst alveg með ólíkindum að Bljarstjórn Garðs skuli ekki hafa látið í sér heyra varðandi fyrirhugaða fyrningaleið Vinstri stjórnarinnar í sjávarútvegi. Útgerð og fiskvinnsla skipta miklu máli fyrir Garðinn. Auðvitað á sveitarfélagið' að mótmæla þessari aðför að framtíð sjávarútvegs í Garði.

En sem sagt, framtíðarmöguleikar í Garðinum eru miklir.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband