Bjarni formaður. Svona gera menn ekki.

Fjölmiðlar greina frá því að Bjarni Benediktsson og Árni Johnsen séu þeir þingmenn sem ekki hafi skráð fjárhagslega hagsmuni sína né útskýrt hvers vegna þeir hafi ekki gert það.Forsætisnefnd Alþingis samþykkti reglur um skráningu á fjárhagslegur hagsmunum og trúnaðarstörfum þeirra utan þings.

Mér finnst það mjög alvarlegt ef Bjarni formaður Sjálfstæðisflokksins ætlar ekki að birta upplýsingar varðandi sig ef allir aðrir þingmenn hafa gert það.

Ég trúi ekki fyrr en á reynir að Bjarni ætli að bregðast okkur Sjálfstæðismönnum varðandi þessa upplýsingaskyldu.Ég hef minni áhuggjur af því þó Árni Johnsen skili engu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórólfur Ingvarsson

Sæll Sigurður!

Það er ótrúlegt að þeir skuli gera sjálfum sér þetta og ekkert síður Árni Johnsen en Bjarni Benediktsson burtséð frá því hvað áhuga þú, ég eða aðrir hafa á þessu, þeim ber að skrá fjárhagslega hagsmuni sína og trúnaðarstörf utan þings, ef ekki þá að útskýra hvers vegna þeir geri það ekki. Annars dæmist það á þann veg að eitthvað þoli ekki ljósið.

Kveðja Þórólfur.

Þórólfur Ingvarsson, 17.6.2009 kl. 20:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband