23.6.2009 | 21:35
Icesave. Hvers vegna ekki 1% af þjóðarframleiðslu?
Mikill fjöldi landsmanna hefur verulegar áhyggjur af stöðu mála vegna væntanlegra skuldbindinga okkar vegna Icesave reikninganna. Þótt okkur finnist það ansi ósanngjarnt að almenningur í landinu þurfi að greiða skuldir sem þeir áttu engan þátt í er flest sem bendir til þess að ráðamenn ætli sér að samþykkja fyrirliggjandi nauðasamning.
Nú tala stjórnmálamenn um vinaþjóðir okkar og er þá sama hvort við erum að tala um Norðurlöndin eða bretland og Holland. Forystumenn Samfylkingarinnar ræða um það að þjóðirnar í ESB vilji endilega fá okkur þar inn,þar eigi Ísland heima. Miðað við allt þetta skyldi maður nú ætla að þessar þjóðir sýndu litla Íslandi verulegan skilning. Við erum aðeins 320 þúsund og ráðum hreint og beint ekki við að skuldbinda þjóðina til að greiða hundruðir milljarða, þótt það verði ekki fyrr en eftir sjö ár.
Verði samningurinn samþykktur á Alþingi getur hann numið allt frá 300 milljörðum og uppúr sem lendir á Íslenskum almenningi.
Þegar best lét var afgangur af fjárlögum um 30 milljarðar en nú er verið að tala um að eingöngu vextir verði 35-40 milljarðar á ári.
Hvers vegna í óskupunum er ekki hægt að semja við okkar vinaþjóðir að við greiðum 1 % af okkar þjóðarframleiðslu vegna Icesave reikninganna sé það mat manna að við komumst ekki hjá því að greiða. Þaðværi eitthvað sem væri vioðráðanlegt fyrir þjóðina eins og Pétur Blöndal,alþingismaður hefur bent á. Það er furðulegt ef okkar vinaþjóðir vilja ekki skilja sérstöðu okkar að það skulu vera til þeir stjórnmálamenn á Íslandi sem ætla að ganga að nauðarsamningum.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Sigurður Jónsson
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Eyjafréttir
- Eyjan
- Sjálfstæðisflokkurinn
- Víkurfréttir
- Barnabörnin
- Sveitarfélagið Garður
- Reykjanesblaðið Kemur út hálfsmánaðarlega.
Bloggvinir
- gumson
- nkosi
- addi50
- baldher
- kaffi
- birgitta
- bjarnihardar
- artboy
- gattin
- carlgranz
- diesel
- gagnrynandi
- einarbb
- ellidiv
- eyglohardar
- ea
- fhg
- gesturgudjonsson
- gretarmar
- gudbjorng
- lucas
- dramb
- gylfig
- fosterinn
- smali
- helgi-sigmunds
- helgimar
- helgigunnars
- himmalingur
- hjorturgud
- ibvfan
- jakobk
- johannp
- jonmagnusson
- jonsnae
- kolbrunerin
- ladyelin
- lotta
- liljabolla
- altice
- ludvikludviksson
- maggij
- iceland
- redlion
- rynir
- heidarbaer
- sigurjon
- sv11
- sigurdurkari
- siggith
- steffy
- stebbifr
- eyverjar
- svanurg
- tibsen
- vefritid
- nytthugarfar
- nautabaninn
- hector
- steinig
- thorsteinnhelgi
- iceberg
- tbs
- doddidoddi
- valdivest
- malacai
- annabjorghjartardottir
- launafolk
- bjarnimax
- bookiceland
- eeelle
- gauisig
- elnino
- zumann
- gp
- morgunblogg
- minos
- daliaa
- johannesthor
- stjornun
- jonlindal
- bassinn
- kuldaboli
- kristjan9
- maggiraggi
- odinnth
- omarbjarki
- oskareliasoskarsson
- skari
- siggus10
- siggisig
- steinn33
- valdimarjohannesson
- thjodarheidur
- valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ef ég væri ekki íslendingur myndi ég setja spurningarmerki við hvort ég vildi treysta þessum útrásavíkingum sem voru í broddi fylkingar þessa lands þegar allt fór í vitleysu.
þeir hafa nú ekki allir sýnt að þeim sé treystandi. Hvað myndum við sjálf gera í þeirra stöðu? Ég segi fyrir mitt leyti að ég hefði ekki treyst þeim 100%.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 23.6.2009 kl. 22:25
Sæll nafni,
Ég velti fyrir mér hvað Samf. er að pæla eða hvort hún er nokkuð að pæla yfirhöfuð?
1. Í fyrsta lagi hef ég margrekið mig á að forystumenn Samfylkingarinnar hafa mjög takmarkaða þekkingu á sjávarútvegsstefnu og tollamálum EB. (rugla saman tímabundnum reglugerðum og grunnlögum)
2. Í miðju bankahruninu vann Samfylkingin að því að koma Íslandi í öryggisráðið.
3. Icesave samningurinn er hörmung og þess utan er útilokað að Ísland geti nokkru sinni borgað þær upphæðir. Samt er enginn efi um samninginn innan flokksins!!
Sigurður Þórðarson, 23.6.2009 kl. 22:55
Við fellum samninginn, sem er á við nokkurra hundruða milljóna skuld á okkar mælikvarða. Og það mun ekki heyrast meir frá Bretum og Hollendingum. Enda settu þeir lágt setta blýantsnagara í þessa nefnd. Þetta skiptir þá engu máli. Þeir eru búnir að borga.
Krónan mun styrkjast og lánshæfismat hækka.
Doddi D (IP-tala skráð) 24.6.2009 kl. 00:39
Það mun auljóslega valda töluverðum spjöllum á efnahag íslands að hafna samningnum, en að samþykkja hann mun valda því að við munum aldrei geta borgað skuldir okkar og vera dæmd í fátækt um alla fyrirsjáanlega framtíð, og fyrir hvað? eitthvað sem skiptir Hollendinga og Breta litlu máli, þeir hafa þegar komið sínu sjónarmiði áleiðis og það að þetta mál deyji drottni sínum er mun meiri ósk þeirra en að fá peningana frá íslandi.
það vesta sem gerist fyrir bankakerfi evrópu er að við komumst upp með að borga lítið eða ekkert, en það er það eina sem getur skapað lívænlega framtíð á íslandi.
ef icesave skuldbindingarnar verða samþykktar þá flyt ég úr landi, sel hús mitt á hálfvirði því eftir fá ár verður það alveg verðlaust.
Jóhann Hallgrímsson, 24.6.2009 kl. 11:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.