Icesave. Þetta væri flott fjögurra manna samninganefnd.

Ég heyrði áðan í útvarpinu að einhver glöggur maður hringdi inn og var með hugmynd að nýrri samninganefnd fyrir Íslands hönd vegna Icesave reikninganna í Bretlandi og Hollandi.

Það getur hreint og beint ekki annað gerst en Alþingi felli samninginn,svo mörg vafaatriði eru gagnvart framtíðarskuldbindingum og greiðslubyrði að stjórnmálamenn geta ekki haft það á samviskunni að hafa samþykkt slíkt.

Nokkrir þingmenn Vinstri grænna hafa gefið út svo sterkar yfirlýsingar að þeir sjái ekki kostina við að samþykkja fyrirliggjandi samning að það getur ekki verið að þeir ljái því máls að hann fari óbreyttur gegnum þingið.

Tillagan um nefndina er eftirfarandi: Pétur Blöndal, Atli Gíslason og Sigmundur Davíð. Sá sem hringdi sagði að skrifuðu þessir aðilar undir samninginn myndi hann treysta því að hann væri góður fyrir Ísland.

Það geta örugglega margir tekið undir það. Þremenningarnir hafa allir haft miklar efasemdir um að það eigi að samþykkja Icesave samninginn. Þetta sé allt of stór biti fyrir okkar litla land.

Samstaða þarf að nást milli Sjálfstæðisflokks,Framsóknarflokks,Borgarahreyfingar og skynsamra þingmanna Vinstri grænna og fella samninginn. Í framhaldi væri svo kosin nefnd til að annast samningagerðina fyrir Íslands hönd. Ég myndi vilja bæta Þór Saari í nefndina.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Tek undir með að Þór Saari væri flottur þarna með..og ég segi eins og þú. Myndi treysta þessu fjögurra manna teymi til að ná samningum sem hefðu hagsmuni þjóðar að leiðarljósi.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 25.6.2009 kl. 17:29

2 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Mjög góð hugmynd

Sigurður Þórðarson, 25.6.2009 kl. 17:48

3 Smámynd: Elle_

Já, ég held það væri nokkuð sterkur hópur.  Þó vantar að hafa með löggiltan dómtúlk/þýðanda ef enginn þeirra hefur tekið það próf.  Það er allavega mín skoðun. 

Elle_, 25.6.2009 kl. 21:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband