Jákvæðar breytingar í Vestmannaeyjum.

Ég skrapp til Vestmannaeyja um síðustu helgi til að fylgjast með einu af barnabörnunum á Shell mótinu. Það þarf nú aldeilis skipulagningu til að láta slíkt mót ganga upp. Keppt var á öllum völlum í Eyjum og gaman að fylgjast með áhuga strákanna,þarna eru örugglega framtíðar knattspyrnumenn okkar. Það eru 25 ár liðin frá því svona mót var fyrst haldið. Ég sat þá í bæjarstjórn og beiðni íþróttafélagsins um að halda svona mót fékk strax góðan stuðning bæjaryfirvalda.

Það er gaman að sjá hversu margt jákvætt er nú að gerast í Eyjum. Næg atvinna er. Miðbærinn er að taka miklum stakkaskiptum með nýjum og glæsilegum byggingum. Margir eru að gera lagfæringar á sínum húsum og íbúum fer á ný fjölgandi. Það sýnir sig nefnilega í sveitarfélagi eins og í Vestmannaeyjum að þar eru íbúarnir að skapa raunveruleg verðmæti fyrir þjóðarbúið.Það er kannski ansi hart fyrir íbúa í Eyjum að þurfa að taka á sig þungar byrðar vegna glannaskapar 30 plús 3 hópsins, sem tilheyrir fyrst og fremst Reykjavíkursvæðinu.

Eftir því sem maður hefur séð af tölulegum upplýsingum stendur Vestmannaeyjabær mjög vel fjárhagslega og á því alla möguleika á að geta haldið uppi öflugri þjónustu og staðið fyrir nauðsynlegum framkvæmdum.

Já, það var virkilega gaman að sjá þær jákvæðu breytingar sem eru að eiga sér stað í mínu fallega sveitarfélagi þar sem rætur manns eru.

 

Það eina sem var neikvætt var að ÍBV skyldi tapa fyrir FH á sunndagskvöldinu,en ég er sannfærður um að ÍBV nær fram hefndum næsta sunnudag og slær FH útúr bikarnum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband