Ætlar Samfylkingin að hlusta á vilja þjóðarinnar?

Samfylkingin hefur oft sagt að það verði að hlusta á vilja þjóðarinnar. Nú virðist það alveg vera á tæru hver vilji meirihluta þjóðarinnar er gagnvart samkomulaginu um Icesave reikningana. Ríflegur meirihluti þjóðarinnar vill ekki að drögin að samkomulaginu verði samþykkt. Mun Samfylkingin hlusta á vilja þjóðarinnar? Jóhanna formaður Samfylkingarinnar segir, við hlustum ekki heldur samþykkjum.

Annars er það dálítið merkilegt að flestir Samfylkingarmenn hafa ansi hljótt um sig í þessu máli heldur láta Steingrím J. og fleiri hjá Vinstri grænum taka slaginn. Samfylkingin vinnur því á sama hátt og hún gerði í samstarfinu við Sjálfstæðisflokkinn þ.e. að láta samstarfsflokkinn sitja uppi með óvinsælu málin.

Það er að koma betur og betur í ljós að allt tal Vinstri flokkanna um beina þátttöku almennings í ákvarðanatökum,íbúalýðræði, þjóðaratkvæðagreiðslu um mikilvæg mál eru bara innantóm slagorð. þegar á reynir blása Vinstri flokkarnir allar slikar hugmyndir út af borðinu og segja. Þið kusuð okkur og það erum við sem ráðum.Við þurfum ekkert að hlusta á ykkur núna.


mbl.is Meirihluti mótfallinn Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Þú sem trúnaðarmaður Sjálfstæisflokksins til áratuga, Sigurður Jónsson, ættir fremur að íhuga sök þinna samtaka á efnahagshruninu mikla og þar með talið Icesave-málinu en að tala á hræsnisfullan hátt um björgunaraðgerðir núverandi ríkisstjórnar.

Eða getur máske verið að þið sjálfstæðismenn kunnið ekki þá list að skammast ykkar?

Jóhannes Ragnarsson, 1.7.2009 kl. 20:54

2 Smámynd: Rafn Gíslason

Sigurður Þeyr gera það ekki frekar nú en endranær og sama verður með ESB ég treysti þeim ekki til að fara með ráðgjafandi þjóðaratkvæði um það mál og fara að vilja þjóðarinnar. Það er verið að samþykja icesave til að leggja grunnin að ESB viðræðum.

Rafn Gíslason, 1.7.2009 kl. 20:58

3 Smámynd: Sævar Einarsson

Jóhannes Ragnarsson ekki dirfast að kalla það björgunaraðgerðir núverandi ríkisstjórnar að skella skuld nokkurra útrásavíkinga á almenning um tæpa eina billjón, það er hræsni á hæsta stigi.

Sævar Einarsson, 1.7.2009 kl. 21:42

4 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

Það er ekkert að marka svona skoðanakönnun. Ég er t.d. mótfallinn sköttum og vildi helst sleppa við að greiða þá. Skil samt nauðsyn þeirra og læt hafa það að borga minn hlut. Ég er líka mótfallin því að menn geti átt veiðiheimildir í ám landsins, en stelst samt ekkert með stöng að veiða. Eins er ég mótfallinn því að borga fyrir símanotkun, skólagjöld eða rafmagn og hita. Kemst samt ekkert hjá því.

Það er hægt að vera mótfallinn öllum andskotanum en það þýðir ekki að hjá því verði komist. Þannig hugsar maður kannski á leikskólaaldri en vitkast fljótlega.

Páll Geir Bjarnason, 1.7.2009 kl. 22:06

5 Smámynd: Björn Birgisson

Sigurður Jónsson. Þú ert að stimpla þig sterkt inn sem algjöran pólitískan aumingja. Þarf ekki að koma vel þenkjandi fólki á óvart. Þið Sjálfstæðismenn berið alla ábyrgð á ástandinu. Þið hafið dregið þjóðina niður í þetta svað. Síðan sparkið þið í björgunarliðið.  Þvílíkir aumingjar. Þeir mestu Íslandssögunnar.

Björn Birgisson, 1.7.2009 kl. 23:49

6 Smámynd: Sigurður Jónsson

Er það eitthvað viðkvæmt að Samfylkingin hefur boðað að hlusta eigi á vilja kjósenda. Nú kemur fram megn andstaða við að samningurinn vegna Icesave verði samþykktur. Væri það ekki alveg í anda Samfylkingarinnar að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um málið. Ég hef ekkert verið sérstaklega að boða íbúalýðræði og þjóðaratkvæðagreiðslur. Það er því algjör óþarfi að ráðast á mig fyrir það sem Vinstri flokkarnir boða en vilja svo ekki standa við.

Sigurður Jónsson, 2.7.2009 kl. 00:16

7 Smámynd: Björn Birgisson

Þeir sem taka lán verða að borga þau. Flóknara er það nú ekki. Afstaða Sjálfstæðisflokksins nú, og Framsóknarmanna, til skuldamála þjóðarinnar er til háborinnar skammar. Hvílíkir aumingjar.

Björn Birgisson, 2.7.2009 kl. 00:29

8 Smámynd: Unnur G Kristjánsdóttir

Líttu í eigin barm.

http://unnurgkr.blog.is/blog/unnurgkr/entry/907116/ 

Unnur G Kristjánsdóttir, 2.7.2009 kl. 10:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband