18.7.2009 | 14:46
Vill Steingrímur J. að VG sé lítill stjórnmálaflokkur?
Það mætti halda að Steingrími J. formanni Vinstri grænna og mörgum öðrum í forystunni finnist það óþægilegt að vera að drattast með svona stóran þingflokk. Allavega hafa vinnubrögð þeirra verið þannig að undanförnu. Mikill fjöldi treystu þeim í síðustu kosningum og voru sannfærðir um að VG myndi berjast hart fyrir sínum málum. Annað hefur nú komið í ljós. Hver hefði trúað því að það yrði í stjórnartíð VG sem send væri umsókn um aðild að ESB.
Þetta er svo ótrúlegt að það er eðlilegt að margir segi sig úr flokknum.
Hver hefði trúað því að formaður VG myndi ganga manna harðast fram í því að Alþingi verði að samþykkja ríkisábyrgð á Icesave. Boðaði Steingrímur J. það fyrir kosningar?
Vinstri grænir boðuðu það að allt ætti að vera uppi á borði og almenningur yrði sko aldeilis upplýstur um stöðu mála. Hvað gerist? Þingmenn þurfa að toga með töngum hvert skjalið af öðru frá ráðuneytunum sem skipta miklu máli. Hvernig eiga þingmenn hvað þá þjóðin að geta tekið upplýsta ákvörðun ef sífellt er verið að halda gögnum leyndum.
Nei, það stendur ekki steinn yfir steini af þeim boðskap sem Vinstri grænir hafa boðað gegnum tíðina.Það er því eðlilegt að margir velti fyrir sér hvort Steingrími J. formanni líði hreinlega illa að vera með svona stóran flokk.Hann vinnur allavega þannig að það stefnir fljótt í að Vinstri grænir verði aftur smáflokkur. Það er svo sem gott fyrir þjóðina,en furðulegt að það skuli vera takmark Steingríms J.
Fréttaskýring: Rúmlega tuttugu hafa skráð sig úr VG | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Sigurður Jónsson
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Eyjafréttir
- Eyjan
- Sjálfstæðisflokkurinn
- Víkurfréttir
- Barnabörnin
- Sveitarfélagið Garður
- Reykjanesblaðið Kemur út hálfsmánaðarlega.
Bloggvinir
- gumson
- nkosi
- addi50
- baldher
- kaffi
- birgitta
- bjarnihardar
- artboy
- gattin
- carlgranz
- diesel
- gagnrynandi
- einarbb
- ellidiv
- eyglohardar
- ea
- fhg
- gesturgudjonsson
- gretarmar
- gudbjorng
- lucas
- dramb
- gylfig
- fosterinn
- smali
- helgi-sigmunds
- helgimar
- helgigunnars
- himmalingur
- hjorturgud
- ibvfan
- jakobk
- johannp
- jonmagnusson
- jonsnae
- kolbrunerin
- ladyelin
- lotta
- liljabolla
- altice
- ludvikludviksson
- maggij
- iceland
- redlion
- rynir
- heidarbaer
- sigurjon
- sv11
- sigurdurkari
- siggith
- steffy
- stebbifr
- eyverjar
- svanurg
- tibsen
- vefritid
- nytthugarfar
- nautabaninn
- hector
- steinig
- thorsteinnhelgi
- iceberg
- tbs
- doddidoddi
- valdivest
- malacai
- annabjorghjartardottir
- launafolk
- bjarnimax
- bookiceland
- eeelle
- gauisig
- elnino
- zumann
- gp
- morgunblogg
- minos
- daliaa
- johannesthor
- stjornun
- jonlindal
- bassinn
- kuldaboli
- kristjan9
- maggiraggi
- odinnth
- omarbjarki
- oskareliasoskarsson
- skari
- siggus10
- siggisig
- steinn33
- valdimarjohannesson
- thjodarheidur
- valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já ég er ekki hissa á því að þú sjálfur íhaldsmaðurinn sért hissa á þssum ósköpum með VG, þetta er svona eins og íhaldið þitt breyttist allt í einu í harðan komma flokk. Umskiptin eru svo svakaleg.
Ég hef verið hrifinn af Steingrími J. sem stjórnmálamanni og stefnufestu og trúverðugleika VG undir hans forystu.
En það er eins og maðurinn hafi algerlega misst fótana með þessu samstarfi við Samfylkinguna og hafi nú ákveðið að verða fótaþurkka þeirrra í einu og öllu.
Ætli hann stefni bara ekki að því að gera VG að svona deild í Samfó, svona "Fagra Ísland´undir ESB fánanum" fyrirbrigði.
Þó svo ég hafi ætlað að kjósa Bjarna Harðar vin minn, þá studdi ég að lokum VG þó svo ég sé ekkert skráður í flokkinn og geti því ekkert skráð mig úr honum en fékk líka fjöldann allan af vinum mínum og kunningjum til þess að styðja flokkinn sérstaklega útá einarða andstöðu þeirra við ESB rugl Samfylkingarinnar. Ég fékk meir að segja svona gömul erkiíhöld eins og þig til þess að kaupa þetta.
Nú líður manni eins og sölumanni sem hefur selt ónýta vöru sem hann hafði svo heldur ekkert vit á.
Þetta er sorglegt og ekkert annað en sjálfseyðingarhvöt.
Það er ekki furða að refaglottið á Össuri virðist vera orðið frosið á smettinu á honum
Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 18.7.2009 kl. 17:25
Munum bara í næstu kosningum að við kjósum eftirá, kjósum ekki "úlf í sauðagæru".
Áslaug Herdís Brynjarsdóttir (IP-tala skráð) 18.7.2009 kl. 18:19
Réttið upp hönd núna sem trúa því að talan sé 20. Bíðið bara eftir næstu skoðannakönnun um fylgi flokkanna. Annars er grein Agnesar í sunnudagsmogga frábær. Þar ræðir hún um Félaga Svavar, gamlan Stalínistann og hámenntaðann stúdentinn. Líka um lærisveina hans, Steingrím J. og Árna Þór. Er Árni Þór upprennandi Einar Olgeirsson ?
Örn Johnson ´43 (IP-tala skráð) 18.7.2009 kl. 21:51
Sigurður:
Nei, hann vill að Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn séu litlir flokkar.
Af þeim sökum fórnar hann núna, en hann verður svo að tryggja að samningurinn sé góður, en þar sem Samfylkingin hefur meira og minna gengið frá samningunum og þeir eru okkur mjög í hag er Steingrímur rólegur.
Hann mun hirða sinn hluta af þakklætinu fyrir aðildarsamningana!
Þetta er engin leikur, heldur knallhörð pólitík sem þetta fólk er að gera og það er það sem við sjálfstæðismenn föttum ekki! Þeir eru að búa til 8-12 ára vinstristjórn - svo einfalt er það nú!
Guðbjörn Guðbjörnsson, 18.7.2009 kl. 23:17
Fólki var nær að kjósa þennan kommaskríl. ekki það að hinir flokkarnir séu neitt betri og því fyrr sem við viðurkennum að íslendingar eiga enga alvöru stjórnmálamenn heldur bara eiginahgsmunapotara og ég er að tala um ALLA FLOKKA ,því betra. Var Bjarni Ben ekki að væla yfir kúgun Sf yfir VG og þingmenn ættu ALLTAF að kjósa eftir SINNI sannfæringu? Hvað skeði svo þegar Þorgerður kúlulánakeddling sat hjá?? Það varð allt vitlaust!¨! Allt þetta pakk er ómarktækt og mikið vildi ég að Guðbjörn og fleiri hans líkir tæku nú völdin í sjálfstæðisflokknum svo hægt væri að kjósa hann aftur því að Guðbirni treysti ég!Burt með glæpahunda og kjaftaska sem engin tekur mark á eins og Árna Johnsen og kúlulánaliðið og allt spillingarfenið í kringum það . Eitt er víst að ég mun ekki kjósa flokkinnn minn meðan ekki hefur verið tekið rækilega til í honum!!!
Ragnar Örn Eiríksson (IP-tala skráð) 19.7.2009 kl. 09:45
"Vinstrihreyfingin – grænt framboð telur nú sem fyrr að hagsmunum Íslands sé best borgið utan Evrópusambandsins."
Þegar þingmenn vg fóru á móti sinni eigin landsfundarályktun og sannfæringu um ESB-aðild og samþykktu þetta til að halda völdum þá má öllum vera ljóst að þessi flokkur missti gjörsamlega trúverðuleika sinn og mun gjalda afhroð í næstu kosningum sem gætu orðið eftir 2.ár eða svo -
Þessi vinstristjórn mun aldrei sitja í nein 8 - 12 ár - þeir munu ekki ná meirihluta þingmanna eftir næstu kosningar - það er alveg morgunljóst
Óðinn Þórisson, 19.7.2009 kl. 10:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.