Skipta hundruðir milljarða engu máli ?

Er eitthvað undarlegt við það að þrír þingmanna Borgarahreyfingarinnar segi bíðið aðeins. Verðum við ekki að fá botn í Icesave skuldbindingarnar áður en við afgreiðum ESB málið. Mér finnst ekkert athugavert við það. Þingmenn Borgarahreyfingarinnar sýndu ábyrgð með sinni afstöðu. Það hlýtur að skipta máli fyrir þjóðina hvort greiða þarf nokkurt hundruðum meira fyrir Icesave heldur en okkur ber.

Hvers vegna liggur svona mikið á að klára Icesave dæmið? Hvers vegna má ekki skoða málið til hlýtar? Í Morgunblaðinu segja tveir virtir lögmenn " Menn sömdu af sér." Icesave samningurinn kveður á um víðtækari greiðslur en Íslendingum bar nokkurn tíma að greiða.

Ætla Steingrímur J. og Jóhanna eftir sem áður að pína samninginn í gegn á Alþingi. Skiptir það engu fyrir þau að fá botn í það hvað okkur ber að greiða og hvað ekki.

Þremenningarnir í Borgaqrahreyfingunni eru nýliðar á Alþingi og segja að það hafi hreinlega gengið fram af þeim að heyra hvernig Jóhanna tók stjórnarþingmenn í gegn sem hugðust greiða atkvæði í ESB öðruvísi heldur en henni þóknaðist.

Það er af hinu góða ef þingmenn Borgarhreyfingarinnar gera sitt til að koma í veg fyrir samþykkt samningsins um Icesave. Ég skil svo ekki hvað Þráinn er eiginlega að hugsa, sem gefur sig út fyrir að vera fulltrúa hins almenna borgara og berjast fyrir þeirra hag.


mbl.is Óvissa um samstarfið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Sigurður... það er von að Sjálfstæðismanni blöskri.... 

Jón Ingi Cæsarsson, 20.7.2009 kl. 16:59

2 Smámynd: Óðinn Þórisson

Hversvegna greiddi Þráinn ekki atkvæði með tillögu Sjálfstæðismanna um leifa þjóðinni að ákveða hvort farið yrði í þessa ESB vegferð ? er hann ekki maður fólksins en treystir því ekki - maðurinn er ekki marktækur - það er bara þannig -

Óðinn Þórisson, 20.7.2009 kl. 18:07

3 identicon

ÉG er algjörlega sammála þér, hlustaði á þau á alþingi.  Það er fyrir neðan allar hellur hvernig staðið hefur verið að málum.

Það átti bara að samþykkja þennan nauðungarsamning og þröngva honum í gegn.  ÉG skil ekki hvað hefur hlaupið í Steingrím hann vill greinilega allt til vinna til að

halda stjórnarsamstarfinu og þóknast Samfylkingunni,  jafnvel selja þjóð sína.

Sif Jónsdóttir (IP-tala skráð) 20.7.2009 kl. 19:02

4 identicon

Nei, það er ekkert að því, þetta er afstaða þessara þingmanna og sjálfsagt að virða hana.  Hins vegar eru þetta tvö aðskilin mál og mörgum finnst eðlilegra að taka afstöðu til ábyrgðar vegna Icesave þegar það mál er tekið fyrir.  ESB getur ekki gert kröfu um að íslenska þjóðin takist á hendur skuldbindingar sem henni ber ekki lagaleg skylda til og því eru þessi mál aðskilin.

Sjóari (IP-tala skráð) 20.7.2009 kl. 19:23

5 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Jón Ingi - þ.e. til góður enskur málsháttur "when in a hole, stop digging".

Við Íslendingar, tölum um að "lengi geti vont versnað".

Sannarlega, er síðasta ríkisstjórn, þ.s. þinn flokkur ásamt Sjálfstæðisflokknum sátu, versta klúðursstjórn lýðveldissögunnar.

En, það vatn er runnið til sjávar - hættum að grafa okkur sífellt dýpra niður. 

En, þ.e. ríkisstjórnin að gera, og kallar þann holugröft "að moka flórinn".

Frekar vil ég, að þau þarna í brúnni, hætti þeim mokstri, og fari frekar að minnka okkar skuldir, en að bæta enn meira á.

Fyrsta mál á þeirri dagskrá, endursemja um Iceave.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 20.7.2009 kl. 19:25

6 identicon

Mikið rosalega hef ég það á tilfinningunni að þetta séu einmitt ekki aðskilin mál. Þ.e. ESB og Icesave. Ég þori næstum að veðja að einhver skjöl í möppunni sem leyndin hvílir yfir sanni svo ekki verði um villst að það sé búið að spyrða þessi tvö mál saman. Og það kæmi mér ekki á óvart að AGS kæmi þar að líka. Það verður að aflétta leyndinni af þessum skjölum áður en kosið er um Icesave. Er virkilega enginn þingmaður nógu mikill bógur til að leka í fjölmiðla? Margrét Tryggvadóttir sagði á fundi hjá Borgarahreyfingunni á fimmtudagskvöldið að eitt skjalið væri bomba en ekki var hægt að toga það upp úr henni hvers eðlis þess bomba væri og var þó mikið reynt.

Þorsteinn Úlfar Björnsson (IP-tala skráð) 21.7.2009 kl. 09:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband