Var Svavar Gestsson ekki snillingur eftir allt saman ? Fleiri og fleiri telja Icesave samningin slæman fyrir Ísland.

Eins og flesta rekur minni til fagnaði Steingrímur J.formaður Vinstri grænna hversu góðum samningi hans gamli féagi Svavar Gestsson hafði náð við Breta og Hollendinga varðandi skuldbindingar og greiðslur vegna Icesave reikninganna.

Félaga Svavari var lýst sem algjörum snillingi að hafa náð svo góðum samningi fyrir Íslands hönd. Steingrímur J. og Jóhanna Sigurðardóttir lögðu mikla áherslu á að Alþingi þyrfti hið snarast að samþykkja ríkisábyrgð.

Nú eru sem betur fer efasemdarmönnum um ágæti samningsins að fjölga. Meira að segja er nú svo komið að þingmenn Samfylkingar eru farnir að efast um að samþykkja eigi samninginn óbreyttan.Það eitt segir manni að samningurinn hlýtur að vera arfa slakur og hættulegur fyrir okkur Íslendinga.

Í stað þess að skammast útí þremenningana í Borgarahreyfingunni held ég að fólk ætti að vera þeim þakklátt fyrir að hafa vakið mikla athygli á hve Icesave samningurinn er hættulegur og það hefði frekar átt að eyða kröftum í að fá honum breytt heldur en leggja alla áherslu á umsókn í ESB.

Eitt er þó alveg á tæru eftir þetta. Svavar Gestsson er ekki sá snillingur í samningagerð og Steingrímur J. taldi.


mbl.is Fundað um Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég msn eftir félaga Svavari fyrir u.þ.b.  30 árum.  Það var ekki í fjölmennum félagsskap.  Fólkið drakk í sig allt sem hann sagði um það að standa litla manninum, þeim sem minnst höfðu á milli handanna.  Sjá þetta "gerpi"  nú.

Nú er hann algjörlega með allt niðr'um sig.  Já, Það er bölvað að hafa þessa helv....aumingja í stjórn.  Algjörir Lúðulakar, allir með tölu þingmenn í Þinginu.

j.a. (IP-tala skráð) 22.7.2009 kl. 19:31

2 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Ég held að það sé nokkuð ljóst að Svavar hefur ekki bara brugðist Steingrími heldur þjóðinni allri. Ótrúlegt að maðurinn skuli hafa látið sér detta í hug að koma heim með svona samning og ætlast til að ríkisstjórnin legði hann fyrir þingið og að þingið myndi samþykkja hann.

Auðvita eigum við ekki að bera neinn kostnað vegna erlendra hávaxtareikninga glæpamannabankans, Landsbankans. Þeir útlendingar sem lögðu fé sitt inn á þessa hávaxtareikninga tóku meðvitaða áhættu þegar þeir völdu reikninga sem buðu hæstu ávöxtun í Evrópu frá stríðslokum. Að Íslenska þjóðin eigi að bera kostnað vegna slíkra "high risk" reikninga er út í hött. Dugi eignir þrotabúsins ekki fyrir þessum innistæðum þá er það ekki almennings á Íslandi að greiða mismuninn.

Stjórnvöld í Bretlandi og Hollandi marg vöruðu við þessum reikningum. Þeir sem völdu samt að ávaxta fé sitt á Icesave tóku áhættu og töpuðu. Það er þeirra mál, þeir tóku meðvitaða áhættu. Íslensku þjóðina á ekki að kalla til núna til að borga fyrir gambl þessa fólks.

Sætti Hollendingar og Bretar sig ekki við slíka afgreiðslu þá eigum við að láta það okkur í léttu rúmi liggja. Þeir grípa þá til þeirra ráðstafana sem þeir vilja, hafi þeir þá einhverjar ráðstafanir að grípa til. Málið er að þessar þjóðir geta ekkert gert annað en koma með innatómar hótanir um allt og ekki neitt. Ótrúlegt að þessar þjóðir hafi náð að hræða samninganefndina og stjórnvöld hér heima upp úr skónum hafandi engin spil á hendinni.

Aldrei aftur eigum við að láta stilla okkur upp við vegg eins og Bretar og Hollendingar hafa gert. Þá er betra að taka slaginn og láta skeika að sköpum.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 22.7.2009 kl. 20:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 828251

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband