Jóhanna og Steingrímur J.eiga að láta af þvermóðskunni.Nauðsynlegt að ná samstöðu.Formenn stjórnmálaflokkanna ættu að vera samninganefndin um Icesave.

Það hefur löngum verið sagt að Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og formaður Samfylkingarinnar sé óskaplega þver og ósamvinnuþýð. Hafi hún ákveðið eitthvað eigi hún erfitt með að gefa eftir hvað þá að þurfa að breyta um skoðun. Steingrímur J.virðist mjög á sama báti í Icesave málinu. Þau hreinlega heimta af sínum þingmönnum að þeir staðfesti samninginn,þrátt fyrir að á hverjum degi koma fram nýjar upplýsingar sem sýna hversu óhagstæður samningurinn er fyrir Íslendinga.

Í stað þess að Jóhanna og Steingrímur J. taki nú til við fyrri iðju sína að pína stjórnarþingmenn til hlýðni væri nær að leita eftir breiðri samstöðu um að taka samningana upp að nýju.Það verður hreinlega að viðurkenna að Svavari Gerstssyni mistókst herfilega í samningagerðinni.

Það væri mjög eðlilegt að Alþingi myndi fela formönnum allra stjórnmálaflokkanna á Alþingi að mynda nýja samninganefnd. Formennirnir myndu í framhaldinu gera Bretum og Hollendingum grein fyrir að Alþingi myndi ekki samþykkja fyrirliggjandi samning og óskað eftir viðræðum um nýjan.

Ef Bretar og Hollendingar sæju að það væri pólitísk breið samstaða um málið af hálfu Íslendinga trúi ég ekki öðru en þeir væru tilbúnir til viðræðna.Steingrímur J. og Jóhanna eiga næsta leik.

Við megum ekki láta þessar þjóðir blanda saman umsókn okkar í ESB og Icesave. Það gengur ekki. Við verðum að fá samning í Icesave sem við getum á eðlilegum nótum staðið við.

 

 

 


mbl.is Hlé gert á störfum þingsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Siggi, ertu að segja að Jóhanna og Steingrímur séu eins og Sjálfstæðsmenn? En þverari menn eru ekki til. Það veist þú best úr sveitarstjórnarmálum.

Emil Páll (IP-tala skráð) 24.7.2009 kl. 16:22

2 Smámynd: Elle_

Ef alþingismenn segja nei, hafa engir foringjar, engir innlendir, breskir eða hollenskir ráðherrar nein völd til að stoppa þeirra vilja.  Það stoppar þar.  Og Jóhanna Sig., þó örugglega stífasti stjórnmálamaður allrar aldarinnar, er bara enginn einvaldur í þessu landi og ræður ekki yfir alþingismönnunum og stýrir þessu bara ekkert.  Og vilji hin löndin ekki semja eftir neitunina er það þeirra heimska og þeirra tap. 

Elle_, 24.7.2009 kl. 21:45

3 Smámynd: Óðinn Þórisson


Þessi vinstristjórn hefur ekki náð samstöðu um eitt eða neitt - hefur brugðist gjörsamlega og verkstjórn algjörlega í molum og því verður þessi stjórn að fara frá völdum sem fyrst -

Óðinn Þórisson, 25.7.2009 kl. 10:35

4 Smámynd: Elle_

Og no. 1. og 2. Hvað kemur þetta Sjálfstæðisflokknum við?  No. 2 kemur endalaust með Sjálfstæðisflokkinn inn í allt sem Sigurður skrifar um núverandi ríkisstjórn.  Hvort sem Sigurður hefur verið í þeim flokki eður ei, er undarlegt að nota alltaf þessa rökleysu gegn hans málflutningi.

Elle_, 25.7.2009 kl. 21:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband