Þingmenn Sjálfstæðisflokksins eiga hrós skilið.

Það ber að fagna því mjög að breið samstaða skuli hafa náðst í Fjárlaganefnd um fyrirvara gagnvart Icesave samkomulagi, sem Svavar skrifaði undir.

Það er ánægjulegt að sjá hvernig þingmenn Sjálfstæðisflokksins unnu að þessu máli. Þeir lögðu pólitískt þras til hliðar og lögðu sig alla fram að ná fram breiðsri samstöðu.Auðvitað var það freisting fyrir flokk í stjórnarandstöðu að stilla stjórnarflokkunum upp við vegg og láta þá um að afgreiða málið. Hugsanlega hefði Vinstri bstjórnin þá fallið. Alveg eins líklegt er þó að Svavarssamningurinn hefði verið samþykktur með eins manns meirihluta. Þá hefði þjóðin sitið uppi með klúður Svavars og orðið að bera þungan af þeim samningi.

Það var því til mikils að vinna að ná samstöðu um breytingar á samningnum, sem nú hafa náðst og vonandi afgreiðir Alþingi samninginn með breiðri samstöðu. Það lýtur út fyrir að svo verði. Nú hafa séfræðingar bæði á lagalega og efnahagslega sviðinu látið í sérv heyra og telja breytingarnar til mikilla bóta. Með þessum fyrirvörum geti Íslendingar borið höfuðið gott.

Ég er mjög ánægður með hvernig þingmenn Sjálfstæðisflokksins stóðu að þessu máli. Þetta eru einmitt vinnubrögð sem munu afla flokknum trausts kjósenda á ný.


mbl.is Full samstaða um Icesave í VG
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er full sammála ,,, þessir í vinstri grænum eru þjóðníðingar , t.d. þetta sambandi við Icesave , og konur og karlar eiga að vera jöfn

Arnar Freyr (IP-tala skráð) 16.8.2009 kl. 13:23

2 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Svavars ???  þú væntanlega átt við sjálfstæðisflokksins... enda er þetta þeirra arfur sem er verið að ganga frá hér. Nema þú ert á þeirri skoðun að 6.7 % vextir með 3 ára lánsfríi sé skárri kostur en samningur svavars  ? 

en ég er sammála þér að sjálfstæðisflokkurinn á hrós skilið fyrir samstarfslöngun en ég er ósammála því að ríkisstjórnin hefði fallið. Hún heldur að minnsta kosti enn velli og er ég ekki að sjá annað en hún haldi út kjörtímabilið.. því eins og Ögmundur Jónasson sagði var hún kjörin um önnur málefni heldur en Icesavesamningin. 

Brynjar Jóhannsson, 16.8.2009 kl. 13:46

3 Smámynd: Finnur Bárðarson

Verð nú að taka undir þetta með þér. Annað hljóð og óábyrgt kemur frá Framsókn.

Finnur Bárðarson, 16.8.2009 kl. 15:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband