Sammála Steingrími J. Fyrrum Landsbankamenn ættu frekar að biðjast afsökunur heldur en gagnrýna.

Stundum kemur það fyrir að ég er bara virkilega sammála Steingrími J. Ég var mjög undrandi að lesa grein Kjartans Gunnarssonar fyrrum varaformanns bankaráðs Landsbankans þar sem hann gagnrýnir margt í sambandi við Icesave.

Við stæðum ekki í þessum vanda varðandi Icesave nema fyrir glæfralegra útþenslu Landsbankans í Bretlandi og Hollendinga. Landsbankinn notaði þá aðferð að ná viðskiptum til sín með því að bjóða hærri vexti heldur en þekktust í þessum löndum. Fyrrum Landsbankamenn ættu einnig að skoða að vegna vafasamrar lánastarfsemi og flutning á fjármagni til eigin fyrirtækja hrundi allt.

Fyrrum Landsbankamenn ættu að hafa það hugfast að þúsundir Íslendinga sitja uppi með mikinn skaða vegna þess að fólk hafði trú á og treysti fyrrum eigendum og forsvarsmönnum Landsbankans.

Auðvitað er það rétt hjá Steingrími J. að þetta fólk á frekar að biðjast afsökunar í auðmýkt heldur en gagnrýna.

Til viðbótar því að þúsundir hafa tapað vegna hlutafjáreignar í Landsbankanum, peningamarkaðsbréfa og viðbótarlífeyrissparnaðar verður svo íslenska þjóðin í heild sinni að taka á sig verulegar byrðar vegna ábyrgðarlausra starfshátta fyrrum Landsbankans.

Já, ég var virkilega sammála Steingrími J. í þessum hluta Hólaræðu hans.


mbl.is Bíður eftir afsökunarbeiðni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Snæbjörn Björnsson Birnir

Þó ég sé yfirleitt ósammála því sem þú skrifar, þá virði ég að þú segist vera sammála Steingrími. Það eru nefnilega margir held ég sem hafa verið honum sammála síðustu mánuði, en eiga erfitt með að viðurkenna það.

Vildi samt gjarnan vita hvaða hluta Hólaræðunnar, sem þú varst ekki sammála....?

Snæbjörn Björnsson Birnir, 16.8.2009 kl. 22:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 828287

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband