Hvað varð eiginlega um Ólaf Ragnar ?

Ég hef ekki trú á því að Íslendingar vilji að helsta hlutverk forsetans sé að standa á hlaðinu á Bessastöðum og gá til veðurs. Ólafur Ragnar talaði síðan fjálglega um að hans kraftur nýttust mun betur á erlendri grundu þar sem hann hefði gífurleg góð sambönd við ráðamenn og áhrifamenn hjá hinum stóru þjóðum úti í heimi.

Einhvern veginn finnst manni síðustu mánuðina lítið farið fyrir Ólafi Ragnari. Miðað við hversu sterk sambönd hann segist hafi kemur manni á óvart hvernig Bretar,Hollendingar og fleiri þjóðir hafa látið í garð okkar Íslendinga.

Miðað við allt sem Ólafur Ragnar sagði þegar hann stóð með útrásarliðinu við hlið hinna stóru í útlöndunum hefði mátt ímynda sér að hann kippti í spotta og segði ráðamönnum að sýna Íslandi skilning.

Nei, nú heyrist lítið af ferðum Ólafs Ragnars til að halda uppi vörnum fyrir Ísland. Vel má að hann hafi skipt um gír og standi nú bara á hlaðinu á Bessastöðum og gái til veðurs.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórir Kjartansson

Nákvæmlega það sem ég hef verið að hugsa undanfarið, Sigurður.

Þórir Kjartansson, 18.8.2009 kl. 08:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband