Sundrung eða samstaða.

Flestir fögnuðu því að Fjárlaganefnd vann af mikloum heilindum við að finna lausn á hinu Icesave málinu. Ég held að nánast allir séu mjög óhressir með að almenningur þurfi að bera þessar byrðar í framtíðinni.Þrátt fyrir það gera allir sér grein fyrir að við komumst ekki hjá því að standa við það sem okkur ber. Það var því ánægjulegt að hægt var að setja ýmsa fyrirvara við það sem ætlunin var að láta Alþingi samþykkja.Það á svo eftir að koma í ljós hvort Bretar og Hollendingar sætta sig við þessa afgreiðslu eða fara fram á nýja samninga.

Það er því algjör óþarfi fyrir Alþingi að eyða sínum dýrmæta tíma í þras um það hvort þetta þýði nýjar samningaviðræður eða ekki. Það fer eftir viðbrögðum Breta og Hollendinga.Fyrir alla muni,haldið samstöðunni sem myndaðist í Fjárlaganefnd, það er sterkast fyrir Ísland útá við.

Mér fannst það mikið fagnaðarefni hvernig Sjálfstæðismenn í Fjárlaganefnd unnu að lausninni. Sannfærður var ég um að það styrkti Sjálfstæðisflokkinn. En þá eins og oft áður þurfti einn af fyrrverandi framámönnum að ryðjast fram á ritvöllinn og hneyksla meirihluta þjóðarinnar. Hvað gengur Kjartani fyrrverandi framkvæmdastjóra Sjálftsæðisflokksins eiginlega til með skrifum sínum.

Kjartan var varaformaður bankaráðs Landsbankans þegar allt Icesave dæmið var búið til og er einn aðalmaðurinn í þeim leik. Þjóðin er að súpa seyðið af þessu og situr uppi með skuldir og lakari lífskjör.Þvílíkur óleikur sem Kjartan er að gera Sjálfstæðisflokknum.Fyrrverandi framámenn Landsbankans ættu að hafa sig hæga í umræðunni en snúa sér frekar að því að tæma sína sparibauka til að minnka skaða almennings.

Þingmenn Sjálfstæðisflokksins mega ekki láta þessi öfl trufla sig heldur vinna áfram að samstöðu að lausn málsins.

 


mbl.is Búið að kollvarpa málinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óðinn Þórisson

Sammála ég held að afstaða Sjálfstæðismanna í fjárlaganefnd eigi eftir að styrkja flokkinn - við verðum að fá úr því skorið hvort þessir fyrirvarar verði samþykktir -

Óðinn Þórisson, 21.8.2009 kl. 07:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband