Eðlilegt eða óeðlilegt?

 

Landsvirkjun greiddi Skeiða-og Gnúpverjahreppi fyrir ýmsan kostnað vegna fyrirhugaðra virkjanaframkvæmda.M.a. fyrir lögfræðikostnað við að undirbúa svör við athugasemdum og fyrir óbókaða spjallfundi með sveitarstjórn.Kjörnir sveitarstjórnarmenn létu svo greiða sér  200 þús. kr.hverjum fyrir umrædda óbókaða fundi með Landsvirkjun. Mér finnst ansi langsótt að ætla að halda því fram að Landsvirkjun hafi ekki greitt kjörnum sveitarstjórnarfulltrúum eins og talsmaður Landsvirkjunar reynir.Fundirnir voru ekki bókaðir.Ég sagði nákvæmlega frá því hvernig greiðslurnar fóru fram.Landsvirkjun greiddi sveitarfélaginu,sem greiddi svo kjörnum sveitarstjórtnarmönnum.Skrítin eru rökin ef halda á því fram að Lansvirkjun hafi ekki greitt svitarstjórnarmönnum.

Ég hef ekki lagt dóm á það hvort þessar greiðslur eru eðlilegar eða óeðlilegar.Mitt   hlutverk var að gera það sem oddviti ákvað væntanlega með fulltingi sveitarstjórnar.Ég veitti eingöngu  upplýsingar um staðreyndir. Oddviti sveitarfélagsins verður svo að svara fyrir það hvers vegna þeir fengu þessar greiðslur í gegnum Landsvirkjun.


mbl.is „Ekkert óeðlilegt við greiðslur LV“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ein spurning Sigurður,þáðir þú greiðslur fyrir með sama hætti og sveitastjórnarmenn?

Kveðja

GE

Gunnar Egilsson (IP-tala skráð) 3.9.2009 kl. 14:40

2 Smámynd: Sigurður Jónsson

Gunnar. Svarið er NEI.

Sigurður Jónsson, 3.9.2009 kl. 14:47

3 Smámynd: Jónas Yngvi Ásgrímsson

Sæll Sigurður.

Þú segir að sveitarstjórnarmenn Skeiða- og Gnúpverjahrepps hafi fengði greitt fyrir "óbókaða spjallfundi" við Landsvirkjun. Einnig segir þú að þú hafir ekki fengið greitt með sama hætti. Mig langar að fá svör frá þér við nokkrum spurningum.

1. Hver gerði reikninginn til Landsvirkjunar og hver reiknaði hann út?
2. Sast þú umrædda fundi og varst þú á launum hjá sveitarfélaginu meðan á þeim stóð?
3. Var Skeiða- og Gnúpverjahreppur búinn að greiða sveitarstjórnamönnum laun vegna fundarsetu áður en Landsvirkjun greiddi reikninginn?
4. Voru greiðslur til sveitarstjórnarmanna vegna þessara funda gefnar upp til skatts?
5. Flokkast þessar upplýsingar sem þú ert að gefa upp til trúnaðarmála og ert þú þannig að rjúfa trúnað?
6. Er í lagi að trúnaður sé rofinn til að sannleikurinn komi fram?

Kveðja úr Skeiða- og Gnúpverjahrepp

Jónas Yngvi Ásgrímsson

Jónas Yngvi Ásgrímsson, 3.9.2009 kl. 15:29

4 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Þú leggst ansi lágt með þessari matreiðslu þinni.

Gunnar Th. Gunnarsson, 3.9.2009 kl. 15:44

5 Smámynd: Gunnar Egilsson

Sæll aftur Sigurður

Þarna veist þú betur,að vísu þurftir þú að skila aftur þeim greiðslum sem þú hafðir fengið "ofgreiddar"

en þetta var lúaleg tilraun til að kasta rýrð á fyrrum samstarfsfólk.

Kannski helgar tilgangurinn meðulin ?

Gunnar Egilsson, 3.9.2009 kl. 18:00

6 Smámynd: Þorsteinn H. Gunnarsson

Læt hér fljóta sögu sem ég á í fórum mínum, af fyrrverandi nágranna mínum, Birni á Löngumýri, svona til gleðiauka en hann var spaugsamur.

Þegar til stóð að virkja Blöndu var ákveðið að halda sveitarfund í Svínavatnshreppi til að upplýsa íbúana um efnisatriði málsins.

Málið var mjög flókið lögfræðilega séð og var talið ráðlegt að hafa löglærðan mann við á fundinum til að leiða menn um frumskóga lögfræðinnar. Menn voru ekki á eitt sáttir um hver ætti að borga lögfræðingnum fyrir að sitja fundinn, Landsvirkjun eða sveitarsjóður.

Landsvirkjun bauðst til að fá Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttarlögmann til að mæta á fundinn og bauðst til að bera kostnaðinn.

Þá komu vomur á suma bændur og veltu þeir fyrir sér hvort lögmaður við slíkar aðstæður gæti verið hlutlaus.

Þá sagði Björn " Sá á hund sem elur ".

 

Þorsteinn H. Gunnarsson, 3.9.2009 kl. 20:45

7 Smámynd: Sigurður Jónsson

Ég átti ekki frumkvæði að umræðu um þessi mál. Ég svaraði Atla Gíslasyni þeirri einföldu spurningu hvort Landsvirkjun hefði greitt vegna óbókaðra funda í sveitarstjórn. Ég svaraði því játandi og sagði jafnframt að sveitarstjórnarmenn hefðu fengið greiddar 200 þús.kr. hver fyrir þessa óbókuðu fundi. Það hefur engin getað hrakið það að þetta er staðreynd.Það að fjölmiðlar tóku málið upp og viðbrögð sumra við fréttinni er ansi langsótt að kenna mér um.

Ég ætla mér ekki að ræða þetta frekar enda gefið svar við þeirri einföldu spurningu sem ég var spurður um.

Sigurður Jónsson, 3.9.2009 kl. 21:11

8 Smámynd: Finnbogi

Sæll Sigurður

 Takk fyrir að upplýsa almenning. Nú tala allir um gegnsæi í stjórnsýslunni. Skil því ekki þessi hörðu viðbrögð gagnvart þér á síðunni. Hef heyrt að oddvitinn hafi líka fengið ofgreidd laun. Ekki var hann látinn hætta störfum, heldur hækkaður í tign.

Jónas Yngvi, hvaða trúnað ert þú að tala um? Er Sigurður að opinbera einhver leyndarmál? Voru þessir fundir kannski aldrei haldnir? Voru annars ekki lögfræðingar fengnir til að vinna allar skipulagsvinnuna fyrir sveitastjórn? Allavega var lögfræðingur fenginn til þess að skrifa fundargerð sveitarstjórnar þegar skipulagið var samþykkt samhljóða. Allir sveitarstjórnarmenn voru hæstánægðir með vinnu lögfræðinganna.

Leynast kannski einhver fleiri leyndarmál hjá sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps? Leyndarmál sem þola illa dagsljósið?

Finnbogi, 3.9.2009 kl. 22:07

9 Smámynd: Vigfús Pálsson

En ein smá spurning hér.  Þegar menn eru á óbókuðum fundum,  eru þeir þá réttlaustir til umbunar fyrir fyrihöfnina og umstangið sem því fylgir?

Ekki veit ég hver er höfundur þessarar stöku,  en það máttu eiga Sigurður Jónsson að mér finnst þú vel geta verið sá sem kveðið er um hér (að vísu held ég að stakan sé æfagömul.)

  • Ef ætlarðu' að svívirða saklausan mann,
  • þá segðu' aldrei ákveðnar skammir um hann,
  • en láttu það svona í veðrinu vaka,
  • þú vitir, að hann hafi unnið til saka.
  • En biðji þig einhver að sanna þá sök,
  • þá segðu, að til séu nægileg rök,
  • en náungans bresti þú helst viljir hylja,
  • það hljóti hver sannkristinn maður að skilja.
  • Og gakktu nú svona frá manni til manns,
  • uns mannorð er drepið og virðingin hans,
  • og hann er í lyginnar helgreipar seldur
  • og hrakinn og vinlaus í ógæfu felldur.
  • En þegar svo allir hann elta og smá
  • með ánægju getur þú dregið þig frá,
  • og láttu þá helst eins og verja hann viljir,
  • þótt vitir hans bresti og sökina skiljir.
  • Og segðu: "Hann brotlegur sannlega er,
  • en syndugir aumingja menn erum vér,
  • því umburðarlyndið við seka oss sæmir.
  • En sekt þessa vesalings faðirinn dæmir."
  • Svo leggðu með andakt að hjartanu hönd,
  • með hangandi munnvikjum varpaðu önd,
  • og skotraðu augum að upphimins ranni,
  • sem æskir þú vægðar þeim brotlega manni.
  • Já, hafir þú öll þessi happsælu ráð,
  • ég held þínum vilja þá fáir þú náð,
  • og maðurinn sýkn verði meiddur og smáður.
  • En - máske að þú hafir kunnað þau áður!

Vigfús Pálsson, 3.9.2009 kl. 23:47

10 identicon

Ég tek undir með Finnboga no. 8.  Fólk er að ráðast að Sigurði fyrir gegnsæi, sem þó fjöldinn krefst.   Og nú er hann búinn að svara.   Það kallast ekki að baktala fólk að gefa heiðarlög og nauðsynleg svör.   Sigurður, haltu bara þínu striki.

ElleE (IP-tala skráð) 4.9.2009 kl. 01:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband