Fáránlegt væri að skerða kjör sjómanna.

Alveg væri það fáránlegt ef ríkisstjórnin færi á þessum tíma að fella niður sjómannaafsláttinn á tekjuskatti.Eftir runið hefur það nú sést betur en oft áður hvað sjávarútvegurinn skiptir okkur miklu máli. Fiskveiðar og fiskvinnsla er það sem er að skapa okkur raunverulegar gjaldeyristekjur. Það væri því fáránlegt ef núna ætti að ganga í það að skerða kjör sjómanna.Að sjálfsögðu eru skattahlunnindi sjómanna hluti af þeirra starfskjörum.Eigi að taka þessi hlunnindi þyrfti útgerðin að hækka þeirra laun og ég er ekki viss um að útgerðin telji sig hafa burði til þess.

 


mbl.is Tvöföld varðstaða um sjómannaafslátt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Púkinn

Þér finnst semsagt réttlátt að afgangur akattborgara landsins niðurgreiði launakostnað útgerðarfyrirtækja?

Púkinn, 6.9.2009 kl. 20:12

2 Smámynd: Guðjón H Finnbogason

Svo illa skyldu Sjálfstæðisflokkur og Framsókn við að mörg ár tekur að hreinsa viðbjóðinn upp eftir þá.Ég er sjómaður og í hreinskilni sagt þá væri ég ekki undrandi á því að þetta yrði gert,hluti þingmanna Sjálfstæðisflokksins hafa í mörg ár hreift við þessu máli.Það sem þarf að gera ef af þessu verður er að koma með laun á móti þessu.

Guðjón H Finnbogason, 6.9.2009 kl. 20:54

3 identicon

Hvað með olíukostnaðinn ? Þetta er kostnaður sem útgerðin leggur á sjómenn. Ef skatta afsláttur fer þá verður olíukostnaðurinn líka að fara.

Gummi (IP-tala skráð) 6.9.2009 kl. 22:45

4 Smámynd: Þórólfur Ingvarsson

Ég er sjómaður og furða mig á því að fólk skuli ekki vera betur meðvitað og upplýst um hvað málið snýst, sjómannaafslátturinn var inngrip stjórnvalda i kjaramál sjómanna og sá kjarasamningur verður ekki þurrkaður út með einu pennastriki eins og gert var með fiskimannaafsláttinn þegar staðgreiðsla skatta var sett á, enda hreyfði enginn mótmælum þegar hann var afnuminn. En inngrip stjórnvalda á þennan hátt í kjarasamninga er fásinna og verður ekki liðin og vekur sérstaka furðu að þetta skuli koma frá sjómanni og það skipstjóra, enda er hann þingmaður Samspillingarinnar.

Og Guðjón H Finnbogason, ég get upplýst þig um það, að á síðasta landsfundi Sjálfstæðisflokksins var borinn upp tillaga um að afnema sjómannaafsláttinn og bar ég upp rökstudda tillögu um það að henni væri vísað frá og var frávísunartilaga mín samþykkt með öllum greiddum atkvæðum, svo þessi hluti þingmanna Sjálfstæðisflokksins sem þú vísar til hljóta að hafa verið fjærverandi.

Þórólfur Ingvarsson, 7.9.2009 kl. 04:48

5 Smámynd: Þórólfur Ingvarsson

Gummi, ég sé þá fyrir mér sem eru launþegar og tekið væri úr launaumslagi þeirra sjö prósent af launum til að halda vinnustaðnum í viðunandi hitastigi.

Þórólfur Ingvarsson, 7.9.2009 kl. 04:54

6 identicon

Þetta er launamál, sjómenn búa við annað launakerfi en flestir aðrir.  Þeir eru ráðnir upp á hlut, þetta er gamalt kerfi og skattaafslátturinn er líka nokkuð við aldur.  Skattaafsláttur sjómanna var settur á þegar sjómennska og útgerð áttu undir högg að sækja.  Sú tíð er liðin, sjómennska og útgerð hafa notið margra blómaskeiða, en aldrei hefur mátt hrófla við sporslunni sem þeim var rétt þegar illa áraði.  Réttindi og sporslu hafa í gegnum miskunnarlaust verið rifnar af öðrum starfstéttum og öðrum atvinnugreinum.  Margar aðrar atvinnugreinar hafa gengið í gegnum tíma þar sem svona sporsla hefði reynst þeim vel, greinar sem líka skapa útflutningstekjur og atvinnu fyrir aðra.  Við þekkjum öll úrvegsfyrirtæki sem hafa grætt vel og lengi og vel verið þess færar að borgar fyrir sig, við þekkjum líka sjómenn sem hafa haft fanta tekjur og líka verið þess færir að standa sína plikt. 

Þessir tveir aðilar eru farnir að minna leiðinlega á metsöluhöfunda sem sjá ekkert athugaverð við að þiggja listamannalaun ofan á milljónatekjur fyrir bókasölu, listamannalaun sem upphaflega voru hugsuð til að koma fótunum undir þá, en hafa síðan aldrei verið gefin eftir. 

Ég neita að niðurgreiða sjómannalaun/útgerðakostnað lengur.

Björn Jónasson (IP-tala skráð) 7.9.2009 kl. 09:13

7 identicon

Ef útgerðirnar treysta sér ekki til að borga launin án sérstakra niðurgreiðslna frá skattborgurum þá er nú kominn tími á að skipta um fólk í útgerðinni.

Segir líka mikið um hversu brýnt það er að stokka upp í kerfinu sjálfu.

Sérstakar niðurgreiðslur á sköttum til handa einni starfstétt eru auðvitað út í hött í dag.

w00t (IP-tala skráð) 7.9.2009 kl. 10:23

8 Smámynd: Guðjón H Finnbogason

Þórólfur þú setur alla sjómenn undir sama hatt,það eru ekki allir sjómenn á hlutaskiptum. Það eru sjómenn á mánaðarlaunum bara venjulegum. Sjómannafsláttur kom fyrst í sambandi við stakkakaup,þetta með olíugjaldið kom seinna. Laun hjá venjulegu fólki í landi hefur verið lækkað hvað sem hver segir.Við vitum líka að allir landsmenn þurfa að taka vel á til að hjálpa okkur upp úr forinni sem Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn skyldu eftir þegar þeir fóru frá.

Guðjón H Finnbogason, 7.9.2009 kl. 14:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 828286

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband